FULLVELDISFRAMSAL.

Stjórnlagaráð samþykkti inn í áfangaskjal síðdegis, nýjan kafla um utanríkismál.  Þar er að finna ákvæði sem heimilar framsal fullveldis. Í gildandi stjórnarskrá er ekkert sem heimilar slíkt og þarf stjórnarskrárbreytingu til.  Með öðrum orðum þurfa tvö þing að samþykkja inngöngu í ESB.  Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er aðkoma þjóðarinnar að þeirri ákvörðun hinsvegar hvergi áskilin.  Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs þarf eitt þing og eina þjóð.  Sem þýðir að alþingi getur ekki upp á eigin spýtur fullgilt aðild að ESB heldur verður það þjóðin sjálf sem ákveður niðurstöðuna í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu og einfaldur meirihluti ræður. Svo yrði einnig um aðra meiriháttar samninga við önnur ríki í framtíðinni.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna er komin höfuðástæða stjórnlagaþingssirkussins, eins og ég hef bent þér á. Það er alveg sama hvað þú rekur marga varnagla til að réttlæta þetta. Það er ekkert sem réttlætir svona landráðatilburði. 7. liðurinn á hreinlega að strikast út úr lögunum, en það er erfitt, þar sem leikritið þitt byggir á einmitt þeim lið og engu öðru. Allt annað er froða samhliða þessu. Þetta er grunnstoð, sem verið er að reyna að brjóta undan fullveldinu. Ef menn samþykkja þetta, þá þarf enga stjótnarskrá. Lissabonsáttmáli tekur við og verður fullgild stjórnarskrá með tímanum.

Þú ert þáttakandi í landráðum Lýður minn. Nytsamur sakleysingi, uppveðraður af því að fá að sitja svona uppskrúfaða samkundu. Með því einu að samþykkja að leggja þetta til, hefur þú svikið þjóð þína. Þú ert blindur efþú sérð það ekki.  Punktur.

Megir þú hafa ævarandi skömm fyrir.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2011 kl. 01:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú metur það líklega svo að hrunið hafi m.a. orðið vegna þess að okkur skorti heimild til að framselja fullveldi til erlendra stofnanna og sambanda?

Hvern fjandann ertu að pæla Lýður?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2011 kl. 01:47

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er réttlæting Evrópusinnanna sú að við séu hvort sem er búnir að framselja svo mikið af sjálfsákvörðuarrétti okkar (ólöglega) að við getum allt eins látið restina róa?

Ég vil spyrja þig og raunar ykkur í sem stystu máli:

Hver telur þú hafa verið höfuðtilgang og hvata fyrir því að ráðist var í endurskoðun stjórnarskrár? 

Hvaða annmarkar voru þar, sem voru okkur til skaða og þurfti að lagfæra?

Hvað eiga fyrirhugaðar breytingar helst að koma í veg fyrir? 

Hefurðu kannski aldrei velt þessu fyrir þér? Þ.e. Til hvers þú ert að þessu?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2011 kl. 01:57

4 identicon

Sæll; Lýður - sem og aðrir gestir, þínir !

Lýður !

Mér blöskrar; hlutleysið - sem lítillæti þitt, í frásögu þinni, hér, að ofan.

Þú ættir; að koma varnaðarorðum, hins mæta Jóns Steinars Ragnarssonar á framfæri, við klíku systkini þín, í hinu svokallaða Stjórnlagaráði.

Grunsemdir mínar; Haustið 2010, í aðdraganda - sem undanfara ráðs þessa (áður; þings),, reyndust þá, á rökum reistar, skv. þessu.

Með; fremur köldum kveðjum úr Árnesþingi - hinum beztu; til Jóns Steinars / lands og lýðs og fénaðar vinar; fölskvalauss /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 02:16

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

glæsilegt hjá þér Lýður (og Stjórnlagaráð) - bara ekki láta menn eins og jón og óskar eyðileggja þetta vonandi góða starf

Rafn Guðmundsson, 4.6.2011 kl. 02:27

6 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Rafn Guðmundsson !

Það eru einmitt; menn af þínum toga, sem íslenzku samfélagi er afar brýnt, að losna við - í náðarfaðm Fjórða ríkisins (ESB), suður á Brussel völlum, svo; skýrt fram komi.

Gerfi- lýðræðis laumu Gosar, sem þú og aðrir þér áþekkir, munu aldrei nýtanlegir verða, til endurreisnar eðlilegs mannlífs, hér á Fróni, Rafn minn.

Með; áþekkum kveðjum - þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 02:42

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja hérna bara - endurtek bara það sem ég sagði fyrr - athugsemdir ó.... skipta greinilega engu máli

Rafn Guðmundsson, 4.6.2011 kl. 03:08

8 identicon

Komið þið sælir; sem fyrr !

Rafn Guðmundsson !

Jú; ætli þér sé ekki hyggilegast, að halda þinni hugmyndafræðilegu nauð, algjörlega út af fyrir þig - þori þú ekki; að svara mér, á skikkanlegan máta, ágæti drengur  - sem eitthvert lágmarks hald kynni í, að vera ?

Með; enn sem áður - þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 03:16

9 identicon

Lýður.

Það er mikið til í því sem þeir segja hér Jón Steinar og Óskar, enda virðast þeir ansi ákafir.

Það er í meira lagi undarlegt að troða þessu ákvæði inn í stjórnlagaþing sem á að vinna við endurbætur á stjórnarfari eftir hrun.

Hvað í veröldinni hefur þetta með hrunið að gera fyrir það fyrsta?

Og svo;  Er ekki afsal fullveldis stórmál sem rétt er að sé varið í stjórnarskrá?  Lítur ekki út fyrir að stjórnvöld hafi verið landinu hinn versti óvinur eftir hrun?  Skjaldborgin varð að árás heimsins verstu fjármálaafla á liggjandi skuldaraómagan með "einkavæðingu" Steingríms á föllnu bönkunum.  Að maður tali nú ekki um samfélagsvæðingarprógrammið á Icesave.

Hvað sparaði Ólafur Ragnar almenningi mikið með því að koma Icesave í þjóðaratkvæði?

Almenningur þarf vörn gegn misvitrum stjórum lands í stjórnarskrá.  Stjórar eru ekki gáfaðari þó þeir séu búsettir erlendis.  Það er nokkuð vel sannað í gegn um söguna hér og annars staðar.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 07:14

10 Smámynd: Sandy

Þarf ekki tvö þing til að breyta stjórnarskránni? Núverandi stjórnarskrá hlítur því að vera í gildi þar til búið er að samþykkja hina, og hef ég litla trú á að þjóðin samþykki breytingar á ákvæðum sem varða málskotsrétt forseta og möguleika núverandi eða komandi ríkisstjórna á afsali fullveldis til Brussel.

Hinsvegar hlustaði ég á Össur í sjónvarpinu í gær og þar kom fram að það þyrfti að uppfæra tölvukerfi tollgæslunnar og ég gat ekki betur heyrt á Össur en að hann væri nú þegar búinn að setja okkur inn í ESB a.m.k talaði hann um að honum fyndist ekkert athugavert að ESB greiddi fyrir þann kosnað þar sem að þetta væri algert skylyrði fyrir inngöngu okkar, svo kom ! ,,annars þurfum við að greiða þetta".

Ég er ekki nógu vel að mér í samskiptamálum okkar við ESB, getur einhver svarað mér því hvort allar þær greiðslur sem koma frá ESB séu endurkræfar segi þjóðin nei við inngöngu?

Sandy, 4.6.2011 kl. 08:17

11 identicon

Jón Steinar spyr:  Til hvers stjórnlagaráð og til hvers ég sé að þessu?  Stjórnlagaráð á að færa þjóðinni stjórnarskrá sem inniber beinna lýðræði til að tryggja okkur gegn stjórnvöldum sem annaðhvort með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi ganga gegn almannahag.  Hún að gefa þegnunum andsvar við spillingu.  Þetta eru jafnframt mín markmið.  

Og þessu vil ég beina sérlega til Jón Steinars og Óskars:   Samkvæmt ykkar rökfærslu á þjóðin engan annan kost en að hlíta ykkar vilja.  Þó sjálfur sé ég eindreginn andstæðingur ESB-aðildar lýsir það mikilli málefnafátækt að setja punkt þar á bak við.  Ég bæði vil og treysti mér til að færa rök fyrir minni afstöðu og taka þann slag sem þjóðaratkvæðagreiðsla krefst.  Landráð felast aldrei í lýðræði heldur andlýðræði.  Og þið skuluð ekki halda að valdhafar sem hlynntir eru ESB láti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða jafnvel enga stöðva draumsýn sína.  Þeir einfaldlega breyta stjórnarskránni.  Með þessu nýja ákvæði er tryggt að þjóðin ein ráði niðurstöðunni og ef þið viljið málstað ykkar vel, fagnið þá lýðræðinu og berjist eins og menn.  

Sandy....   Veit ekki hvort þetta peningaaustur ESB er endurkræft, tel það ólíklegt en auðvitað er þetta ekki gert án tilgangs.

Kveðja, Lýður. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 11:18

12 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Stjórnlagaráð á að færa þjóðinni stjórnarskrá sem inniber beinna lýðræði til að tryggja okkur gegn stjórnvöldum sem annaðhvort með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi ganga gegn almannahag.

Ertu ekki kominn í mótsögn þarna?, ef þessar breytingar gefa stjórnvöldum meira frelsi til að hugsanlega skaða almannahag með því að framselja fullveldi án þess að ræða við nokkurn mann!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.6.2011 kl. 11:25

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru furðuskrif af þinni hálfu, Lýður Árnason. Fyrst þessi pistill þinn, þar sem þú skrifar um þetta framsal fullveldisréttinda -- og þeirra ekki lítilla, heldur alls þess frumréttar lýðveldisins, sem þar skiptir höfuðmáli, einkum í formi AFSALS ÆÐSTA LÖGGJAFARVALDS TIL ESB-VALDASTOFNANA -- og síðan kemur svo loksins þetta skilningslitla svarinnlegg þitt, sem á líklega að slá út svör og viðbrögð hneykslaðra lesenda þinna, en eykur stórum á augljósa málefnafátækt þína!

Hvað á t.d. þessi setning þín að þýða: "Þó sjálfur sé ég eindreginn andstæðingur ESB-aðildar lýsir það mikilli málefnafátækt að setja punkt þar á bak við"?

Ætlarðu, þrátt fyrir að vera að þinni sögn "eindreginn andstæðingur ESB-aðildar", að taka þátt í að skófla út helztu tryggingarákvæðum núverandi (og í flestu ágætrar) stjórnarskrár lýðveldisins? -- og það í engum öðrum tilgangi en þeim að liðka fyrir innlimun landsins í evrópskt stórveldi!

Hvað er þá yfirleitt að marka þig, maður minn? Hvernig tókst Esb.-hneigðu "samráðsfólki" þínu í hinu ólöglega stjórnlagaráði að plata þig svona upp úr skónum? Af hverju tekurðu þannig fullum fetum þátt í því, sem við fullveldissinnar getum ekki í ljósi X. kafla hegningarlaganna, einkum 86. greinar,* litið öðruvísi á en sem landráð?

Þótt Jón Steinar taki sterkt til orða, er 1. málsliður fyrsta innleggs hans hér 100% satt og réttmætt.

Þetta er aðförin að lýðveldinu, og þú tekur þátt í henni, Lýður!

"86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt." -- Hér vísar þessi feitletrun mín til nákvæmlega þess sem hér á við.

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 11:42

14 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Lýður síðuhaldari !

Ég hefði átt að árétta; í byrjun, að í landinu ríkir óöld og byltingarástand - og öll boð og bönn valdastéttarinnar, sem reglugerða pírumpár, skyldi fólk hafa, að öngvu.

Hvað hefir breyst; til betri vegu hér, síðan Haustið 2008, sem réttlætir áframhaldandi tilveru Alþingis - hvað þá; eitthvert ströggl ykkar í Stórnlaga ráði, til meintra betrumbóta, á steindauðu og úr sér brunnu þjóðfélags kerfi, ágæti drengur ?

Með; svipuðum kveðjum - þeim fyrri; enn, um stund /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 11:43

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil fá fá að vita hvort þetta var einróma samþykkt, eða hvort einhver var á móti þessari viðbót.  Og ef svo er vil ég fá að vita hverjir samþykktu EKKI þessa nýju grein.  Allt upp á borðinu ekki satt?  Þetta er grundvallar spurning. Ég er farin að setja alvarlega spurningu um þetta stjórnlagaþing.  Á hvaða vegferð eruð þig eiginlega?  Svar óskast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2011 kl. 11:52

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki endanleg samþykkt (og lýsir þó hugarfarinu nægilega, þ.e. til hvaða höfuðsvika þetta lið er reiðubúið!), Ásthildur, heldur tillaga nefndar innan "stjórnlagaráðs", sett fram "til kynningar" á þessari vefsíðu nákvæmlega:

http://www.stjornlagarad.is/starfid/afangaskjal/#Utanrikismal

Þar eru svo nokkrar athugasemdir, hér:

http://www.stjornlagarad.is/starfid/afangaskjal/kafli/item33512/#ummaelihttp://www.stjornlagarad.is/starfid/afangaskjal/#Utanrikismal

og er þar í þessum 3. lið:

"Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera samninga við önnur ríki sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt samningi felst.

Þegar tillaga um fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds hefur verið samþykkt af Alþingi skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar." Tilvitnun lýkur.

Mínar ábendingar: Hér er með einföldum hætti (rétt eins og í ákvæðum aðildarsamninga að Esb. um að æðsta löggjafarvald allra landanna skuli ávallt falla því í skaut) stefnt að því að fremja stórfelldustu breytingar til ills á stjórnarskránni og lama fullveldið í reynd.

Svo vantar ekki hræsnisviðleitnina í miðliðinn þarna, með ákvæði sem lítið eða ekkert hald yrði í, en í seinni setningunni þar er svo jafnvel hnykkt á afsalinu, því að þar er það ekki lengur látið vera stjórnarskrármál að (eða hvernig) fullveldi verði afsalað, heldur einfalt lagafrumvarpsmál sem ríkjandi stjórnarflokkar geti snarað í gegnum þingið hvenær sem þeim sýnist!!!

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 12:26

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Jens.  Mér lýst ekkert á þetta, og vil að menn hugi að því á hvaða forsendum þeir sitja þarna, eða í umboði þjóðarinnar, og ég er alveg viss um eftir slæma reynslu af stjórnmálamönnum og mútuþegum að hún treystir ekki neinum ráðamönnum til að fara með slíkt vald.  Til þess eru þeir einfaldlega of spilltir, of þjónkandi við aðrar þjóðis, og til alls líklegir.  Ég vil geta klárað þetta líf mitt í því öryggi að vera íslendingur og að þjóðin njóti náttúruauðlinda þjóðarinnar sjálf, en verði ekki fótaþurrka fyrri ríkisbubba í útlöndum sem bíða eftir að koma höndum yfir náttúruauðlindir sem eru þverrandi í heiminum, og það fyrr en okkur grunar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2011 kl. 12:45

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón meinti ég fyrir gefðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2011 kl. 12:45

19 identicon

Halldór Björgvin.  Jafngildir þjóðaratkvæðagreiðsla því að ræða ekki við nokkurn mann? 

Ásthildur, ákvæðin um utanríkismál voru samþykkt einróma í nefnd C og ég þar á meðal.  Þetta er svo sent ráðinu og landsmönnum öllum til kynningar í áfangaskjali sem er að finna á vef ráðsins: stjornlagarad.is

Við ykkur öll vil ég segja:  VALKOSTIRNIR ERU ÞESSIR:

1.  Gera ekkert sem þýðir að breyta verði stjórnarskrá til að fullveldisframsal nái fram að ganga.  Sem tvö þing geta gert án þjóðaratkvæðagreiðslu eða með þjóðaratkvæðagreiðslu sem aðeins yrði ráðgefandi.

2.  Setja inn ákvæði sem hreinlega bannar framsal fullveldis sem í raun þýðir það sama og hér að ofan, tvö þing og engin þjóð þyrfti til að breyta því.  

3.  Setja inn ákvæði um að alþingi EINU sé heimilt að framselja fullveldi.  Sem þýðir að aðeins eitt þing geti afgreitt fullveldisframsal.

4.  Setja inn ákvæði um að alþingi sé heimilt að framselja fullveldi EN ALDREI ÁN SAMÞYKKIS ÞJÓÐARINNAR.  Með öðrum orðum:  Í stað tveggja þinga þarf nú eitt þing og eina þjóð.  

Þetta nýja ákvæði tryggir að þjóðarvilji ráði för og það er í mínum huga lýðræði.  Í þess anda vil ég berjast fyrir Íslandi utan ESB.  Þess vegna rétti ég upp hönd við valkosti númer fjögur.

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 12:52

20 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Lýður !

Hefir þú ekki; þá lágmarks vitsmuni til að bera, að gera þér grein fyrir, hvers lags forsmán þú hefir gerst hlutaðeigandi að, með þessum óafsakanlegu starfs háttum þínum - og með fylgisspektinni, með hryðjuverka öflum Alþingis og Stjórnarráðs, á hendur íslenzkri Alþýðu ?

Ég hugði þig löngum; vitsmuni meiri, hafa haft, sé mið tekið að fyrri viðhorfum þínum, læknir vísi.

Er nú fokið; í skjólin flest, að mér sýnist - sem mörgum annarra.

Með afar þungum kveðjum; hinum beztu, til lands og lýðs og fénaðar vina /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 13:11

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú virðist vera þér gersamlega ómeðvitaður um alvöru þess sem þú ert að gera, Lýður Ánason. Þessar tillögur koma ekki frá þér, heldur Esb.sinnunum, svo mikið er ljóst, og stefna að því að gera það sem fyrst og auðveldast mögulegt að narra þjóðina inn í Esb.

Þegar talað var um líkurnar á þessu í kringum og eftir stjórnlagaþingskosningarnar í haust, var gjarnan viðkvæðið hjá ýmsum Esb. sinnum og fávísum, bláeygum sakleysingjum, að þetta væri nú bara þvæla, það væri ekkert hlutverk stjórnlagaþings (og "stjórnlagaráðs") að vinna að inngöngu Íslands í Esb.! -- menn eins og ég væru því einfaldlega að fara með fleipur og æsingaskrif. Svo kemur auðvitað í ljós, að þetta var allt saman satt og rétt hjá mér og ýmsum öðrum sem voru að vara við þessu!

Svo mætir þú hér eins og fullkomlega meðvirkur þátttakandi í þessari svikamyllu, skrifar hér sakleysislega útlítandi grein, sem er augljóslega 100% meðvirk í þessari stefnu!

Sérðu ekki, að verið er að færa þjóðina nær því að láta innlimast í Esb.? Veiztu ekki, að Esb. er 1580 sinnum fólksfleira en okkar þjóð og þar með í ægilegri yfirburðastöðu til að beita sér með áróðri (m.a.í gegnum Fréttablaðið, Fréttatímann, DV, Stöð 2, Rúv!) og alls kyns styrkjastarfsemi, sem verður helzt líkt við mútur, til að breyta smátt og smátt afstöðu manna hér -- sérðu þetta ekki, maður, og hættuna sem nálgast á því, að gripið verði hentugt tækifæri til að keyra í gegn þjóðaratkvæðagreiðsluna þína (sem stjórnarmeirihlutinn vildi reyndar EKKI einu sinni hafa BINDANDI!) á þeim tímapunkti, þegar Esb. bezt hentar?

Þarftu ekki að láta augnlækni líta á þig, Lýður? Það eru MARGVÍSLEG ákvæði í núverandi stjórnarskrá, sem kveða á um, að löggjafarvaldið skuli vera íslenzkt -- að Alþingi samþykki öll lög, sem hér gilda (því yrði breytt, ef landið yrði Esb.meðlimaríki, þá yrðu lög þar lög hér samstundis!) -- að öll lög skuli borin upp í ríkisráði -- að forsetinn hafi málskotsrétt gagnvart öllum lögum til að vísa þeim til þjóarinnar o.s.frv. -- öllu þessu yrði rutt til hliðar, ef þessar og fleiri fullveldistryggingar stjórnarskrárinnar yrðu afnumdar.

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 13:48

22 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Við ykkur öll vil ég segja: VALKOSTIRNIR ERU ÞESSIR:

Það eru fullt af öðrum valkostum í stöðunni, t.d. eitt dæmi.

5. Tvö þing og eina þjóð...

Með því að takmarka þetta við 1 þing og síðan þjóðina, þá er hægt að henda fram fullveldisafsals málum í gegn á smá tíma áður en nokkur maður hefur fengið tíma til að kynna sér það.

Þú ættir nú að hafa séð vinnubrögðin sem eru hjá þessari ríkisstjórn sérstaklega en einskorðast ekki bara við þá núverandi, ef þau vilja fá eitthvað í gegn þá reyna þau að lauma því og gera það hratt áður en nokkur maður nær að skoða það náið.

Fjölmiðlar hafa ekki verið að standa sig í að veita fjöldanum sanngjarna umfjöllun frá báðum hliðum sem gerir þetta ennþá hættulegra með að hafa þetta 1 þing og síðan þjóðina, þar sem t.d. fjármálaráðherra hefur verið gripinn oft að því að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni.

Því vil ég meina að þetta sé stórhættuleg breyting á stjórnarskránni og gefi hreinlega færi fyrir ríkisstjórn að koma sínum framsals frumvörpum í gegn auðveldlega ef þau eru sett í gegn á réttum tíma, seinustu 2-3 ár hafa sýnt og sannað það að gott er að fara í svona hluti hægt (gott dæmi Icesave) og með því að fjarlægja takmörkun á hversu hratt 1 ríkisstjórn getur sett mál í gegn þá eruð þið búin að opna fyrir það að ríkisstjórn getur gott sem sett sitt mál í gegn án þess að tala við nokkurn mann.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.6.2011 kl. 13:52

23 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í síðustu athugasemd þinni Lýður, lið 1 og 2 gleimir þú einni staðreynd. Bæði við núverand stjórnarskrá og það sem þú telur vera kost nr. 2, hefur þjóðin fulla aðkomu. Báðir þessir kostir þurfa að fara fyrir tvö þing og því hlýtur þjóðin að kjósa nýja þingið á milli. Sú kosning væri væntanlega hin eiginlega kosning um þá breytingu sem gera á á stjórnarskránni. Þeir sem ekki vilja breyta henni munu þá væntanlega kjósa þá sem ekki munu fullgilda breytingu hennar og öfugt.

Tvö þing hlýtur því alltaf að kalla á aðkomu þjóðarinnar. Svo er í núverandi stjórnarskrá svo vart þarf að breyta henni vegna þessa, nema hugsunin sé að afnema aðkomu kjósenda að fullu varðandi framsal.

Þá ættir þú að átta þig á að tillögur stjórnlagaráðs er leiðbeinandi fyrir þingið. Því er ekkert sem segir að seinni hluti tillögu ykkar um framsalið fái að fylgja með þegar þetta kemur til kasta Alþingis.

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2011 kl. 13:56

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Núverandi ákvæði stjórnarskrárinnar um fullveldismál á sviði löggjafar, dómsmála og framkvæmdavalds eru fullkomlega traust og góð. Þeim þarf alls ekki að breyta, og þótt Lýður geri lítið úr haldi þeirra með því að tala um (eins og greinilega hefur verið hjalað í eyru hans í "stjórnlagaráðinu") að þetta sé ótraust af því að bara þurfi eina alþingissamþykkt á stjórnarskrárbreytingu, síðan kosningu til þings og svo aftur samþykkt sömu stjórnarskrárbreytingar, þá er hann þar að horfa fram hjá því, að STÓRFELLDAR stjórnarskrárbreytingar með afnámi þeirra ákvæða, sem ég benti á í lok innleggs míns kl. 13:48, færu aldrei glatt í gegnum þingið mótþróalaust og án þess að flestum hrysi hugur við.

Nú er það hins vegar svikataktík þeirra, sem hatast við sjálfstæði okkar og fullveldi, en þrá þeim mun fremur innlimun í evrópskt stórveldi sem ætlar sér ekkert minna en ALLA Evrópu, að láta sem minnst á þessum byltingarkenndu breytingum bera með nógu lúmskum og helzt áferðarfallegum, sakleysislega útlítandi texta.

Hverjir stóðu að þessari tillögu, Lýður, geturðu upplýst um það, sem og hverjir samþykktu hana í nefndinni og hverjir greiddu atkvæði á móti?

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 14:17

25 identicon

Óskar Helgi...  Með rökum skal mál sitt styðja.

Jón Valur... Skrif mitt hér er ekki sakleysislegt né á neinn hátt óskýrt heldur upplýsing um tillögu stjórnlagráðs.  Ákvæðið heimilar fullveldisframsal sem er klár breyting. Þú rökstyður mál þitt með því að verið sé að múta allri þjóðinni til inngöngu.  Slíkt mun aldrei takast þó mikið sé reynt. 

Það sem skilur okkur að er þetta:  Þú vilt ekki sætta þig við ESB jafnvel þó þjóðarvilji hneigist til.  Mér myndi hinsvegar líða illa utan ESB vitandi að þjóðin vilji annað.  Í mínum huga er þjóðarvilji aldrei landráð, einungis hömlur á birtingu hans.  

Óbreytt staða þýðir að Ísland geti farið inn í evrópusambandið án þjóðaratkvæðagreiðsu og það þykir mér óásættanlegt.  Með þessu ákvæði er  þjóðaratkvæðagreiðsla tryggð og á þeim vettvangi mun ég tala mínu máli og una svo niðurstöðunni.

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 14:18

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Því einu þarf að breyta að krefjast aukins meirihuta til alls þess sem stefnir af framsali/afsali fullveldisréttinda. Ég hef lagt til 75% meirihluta á þingi. Hef ennfremur ritað um það mál með ábendingum um fordæmi varðandi Sambandslögin.

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 14:19

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég talaði ekki um, að verið væri að múta allri þjóðinni. En styrkjakerfið er linnulaust notað til að mýkja upp fólk hér, -- jafnvel þótt staðreyndin sé, að við leggjum sjálf fram megnið af þeim styrkjum í formi þróunargreiðslna okkar til Esb. vegna EES -- auk ótal heimboða fólks í stjórnmálum, verkalýðshreyfingu, félagsmálum, heilbrigðis- og menntamálum til Brusselstofnana -- allt er þetta mjög í ætt við mútur, en það er verið að múta ÞVÍ fólki, ekki þjóðinni í heild; en það hefur síðan áhrif út meðal þjóðarnnar að þessir styrkþegar hafa síðan mýkzt upp gagnvart evrópska tröllinu og verða mjög oft hlynntir innlimun í Esb. eða "inngöngu" sem þeir átta sig ekki á að þýðir afsal æðstu fullveldisréttinda okkar og yfirráða yfir sjávarauðlindunum.

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 14:25

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóð getur verið blekkt, Lýður, sjá orð mín hér ofar (kl. 13.48, í næstsíðustu klausu) um það. Hættan á því vofir yfir. Þess vegna m.a. er þörf á auknum meirihluta til ákvarðana um fullveldisafsal, enda á þessi þjóð sig ekki algerlega sjálf, hún skuldar það bæði gengnum kynslóðum, sem hafa barizt fyrir sjálfstæðinu, og öllum framtíðarkynslóðum í landinu að afhenda ekki öðrum fjöregg fullveldis okkar.

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 14:32

29 identicon

Halldór Björgvin og Gunnar, takk fyrir málefnalegar athugsemdir. 

Gunnar, þú segir þingkosningar milli tveggja þinga afgreiða málið og það er vissulega réttmæt pæling.  Sú kosning er þó um allan pakkann, flokka, stefnumál og stjórnarskrárbreytinguna.  Þá blandast inn valdahlutföll eftir kosningar og hin vinsæla "túlkun" alþingismanna á útkomunni.  Því er það mitt vit að betra sé að kjósa hreint um svona mál og einfaldur meirihluti ráði. 

Á hinn bóginn er rétt, eins og Halldór Björgvin bendir á,  að tilgreina tímamörk svo umræðan fái sinn sess áður en ákvörðun er tekin og þakka ég þá ábendingu.

Gunnar bendir á hugsanlegt hnoð alþingis á þessu ákvæði og hættuna á að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði felld út.  Meðvitaður um það, öll okkar vinna í heild er í höndum alþingis.   Sem þýðir auðvitað að ekki er á róan að vísa.

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 14:36

30 identicon

Lýður,,,,,,Lýðveldissinni, er Þorvaldur Gylfason og Samfylkingarsystkini hans í stjórnlagaráði eitthvað að reyna að snúa þér.?

Númi (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 14:54

31 identicon

Komið þið sæl; enn, á ný !

Lýður síðuhaldari !

Ætli röksemdir mínar; kunni ekki að liggja í sögu okkar, frá öndverðu Íslands byggðar (670/874 til þessa dags), að meginhluta ?

Með fullri virðingu; þó bræði minnar gæti, í þinn garð, finnst mér þú hafa vissar tilhneigingar, til vífillenginga orðræðunnar; þér, að segja.

Þú ættir; að viðurkenna, fyrir sjálfum þér, sem okkur samlöndum öðrum, afglöp yfirstaðin - og sýna iðran, sem yfirbót góða, úr því, sem komið er.

Með; hinum sömu kveðjum - sem þeim, seinustu /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 15:01

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir spurningu Núma kl. 14.54 og ítreka fyrirspurn mína:

Hverjir stóðu að þessari tillögu, Lýður, geturðu upplýst um það, sem og hverjir samþykktu hana í nefndinni og hverjir greiddu atkvæði á móti?

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 15:09

33 identicon

Átta manna nefnd innan stjórnlagaráðs setti fram umrædd ákvæði um utanríkismál til kynningar.  Atkvæðagreiðsla hefur ekki farið fram en þeir átta sem telja ákvæðin verðug til kynningar eru: 

Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnasson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Lýður Árnson, Ómar Ragnarsson,  Pawel bartozsek, Þorkell Helgason.

Aðrir ráðsmenn hafa ekki kunngjört hug sinn. 

Jón Valur, þú nefnir hér aukinn meirihluta þings til samþykktar á framsali og finnst mér vert að skoða það. Vil ennfremur benda á vef stjornlagaráðs: stjornlagarad.is en þangað er hægt að senda inn erindiog aðfinnslur.

Kveðja, Lýður.

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 15:40

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir upplýsingarnar. Í þessum hópi eru, það ég viti fyrir víst, tveir mjög eindregnir Esb.-innlimunarsinnar: Guðmundur Gunnarsson í Rafiðnaðarsambandinu og Pawel Bartozsek. Vera má, að fleiri þarna séu Esb.sinnar, en örugglega ekki Ari Teitsson. Ætli hann hafi greitt mótatkvæði?

Og hver(jir) ætli hafi lagt fram tillöguna?

Ómar Ragnarsson er í þessum átta manna hópi. Hann hefur jafnan farið undan í flæmingi, þegar ég hef spurt hann út í afstöðu hans til Esb. á Moggabloggi hans -- yfirleitt svarar hann manni ekki þar um; þótt hefur mér það grunsamlegt. Ég trúi honum ekki til neinna meðvitaðra landráða, en hann getur hugsanlega flotið sofandi með straumnum, þegar haft er uppi blekkjandi málskraf, sem og ímynda- sér, að Esb.inntaka sé ekki það stóralvarlegia athæfi sem það er. Ennfremur gekk hann með megnið af sinni Íslandshreyfingu inn í Samfylkinguna og þorir hugsanlega ekki að styggja forystuna í þeim nýja flokki sínum eða hefur jafnvel fengið skilaboð um, að hann megi ekki skrifa gegn Esb.

(Já, svona hugleiðingar verða vissulega til, þegar menn anza ekki, þegar þeir eru spurðir hreint og heiðarlega út. Ég kann ekki við svarleysi Ómars -- það á sér einhverjar ástæður, sem hann virðist ekki vilja opinbera.)

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 16:14

35 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eina sem er jákvætt við umrætti ákvæði í tillögunni, er að þar stendur að fullveldisafsal þurfi að vera afturkræft. Þar með yrði ESB-aðild óleyfileg, því það er ekkert til sem heitir að ganga úr ESB. Málið dautt. Ísland lengi lifi.

En það á hinsvegar eftir að bæta við ákvæði um hvað skuli gera þegar Evrópusambandið sækir um aðild að Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2011 kl. 16:45

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Íris Lind Sæmundsdóttir lögfræðingur, sem er í þessum átta manna hópi, virðist ekki hafa kynnt sig sem Esb-hlynnta í kosningabaráttunni í haust. Hún kemur hvergi inn á Esb. né fullveldismál í almennri kynningu sinni, og í hennar fáeinu pistlum á DV-stjórnlagaþingsvefnum minnist hún ekki á þau mál nema þá helzt (óbeint) með þessu HÉR!: "Festa verður í sessi að æðsti dómstóll landsins sé Hæstiréttur Íslands." -- Það sama segir hún orðrétt í eldri pistli þar. En hún sem lögfræðingur á þá að vita, að út frá þessu getur Ísland ekki "gengið í" Esb., þar sem Esb.dómstóllinn yrði æðsti dómstóll landsins.

Samkvæmt framangreindu virðist ljóst, að Íris Lind Sæmundsdóttir hafi hvorki leitað umboðs kjósenda sinna til að starfa að því að afsala/framselja fullveldi til Esb. né hafi hún leyfi til slíks framferðis, þar sem hún gaf beinlínis til kynna, að hún myndi beita sér eindregið GEGN framsali fullveldisréttinda Íslands á sviði æðsta dómsvalds.

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 16:51

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt að vita það, Guðmundur, að stórveldið valtar yfir þá, sem það vill, hvað þá eitthvert ákvæði laga, sem hvort sem er er ekkert hald í.

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 16:54

38 identicon

Reyndar gengu Færeyingar út úr evrópusambandinu þannig að það er tæknilega hægt.  En mikil og kröftug gagnrýni meðber einnig þá skyldu að koma með tillögur til úrbóta.

Hvernig sjá menn ákvæði um utanríkismál í stjórnarskrá? 

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 17:11

39 identicon

Komið þið sæl; sem áður - og fyrri !

Lýður !

Sé mið tekið; af iðrunarlausum viðhorfum þínum, sem óbilandi hollustu, við hina Kapítalízk-Kommúnísku valdastétt, hér á Íslandi, mætti ætla - að þú; sem þorri Stjórnlagaráðs seta, verðskulduðuð, að verða dregin fyrir Alþýðu dómstól, og réttuð, vaxi byltingaröflum sá ásmegin, sem duga mætti til stjórnarbyltingar, hér; á landi.

Hörð orð; vitaskuld - en sanngjörn, í ljósi raunverulegs ástands, sem ills tilgangs Stjórnlagaráðs.

Með; þeim svipuðum kveðjum - sem áður, og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 17:32

40 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta er VÍTAVERÐUR SKANDALL OG HNEYKSLI ef þetta fullveldisframsalsákvæði nær fram að ganga í þessu umboðslausa stjórnlagaráði. Skora á þig Lýður að
gera hreint fyrir þínum dyrum í þessu máli og hvernig þú ætlar að bregðast við,
svo að við fullveldissinnar sem kusu þig teljum okkar ekki STÓRSVIKNA. Sama á
við Pétur Gunnlaugsson. Ekkert múkk heyrist í honum núna, aldrei slíku vænt.
Hefði ég verið þarna sem fulltrúi og ef þetta er niðurstaðan, sem ESB-sinnar
LEGGJA HÖFUÐ ÁSHERSLU , gengi ég út af þessu ESB-skrípaþingi í eitt skipti fyrir
öll.  MEIRIHÁTTAR SKANDALL!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.6.2011 kl. 17:40

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hefurðu mætt sem áheyrandi á fundum stjórnlagaóráðsins, Guðmundur?

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 18:00

42 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei hef ekki haft tök á því. En ef þeir sem maður kaus EINMITT til að standa
vörð um FULLVELDIÐ og SJÁLFSTÆÐIÐ skv. MEGINKRÖFU Þjóðfundar ætla að svíkja það svona RÆKILEGA   lýst mér illa á þetta.  Virðist  E N G U M  vera treystandi í dag!  E N G U M"!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.6.2011 kl. 18:30

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Treystu mér, Guðmundur minn, og honum nafna þínum hér á undan.

Treystu Gunnari Rögnvaldssyni, Haraldi Hanssyni, Hirti J. Guðmundssyni, Baldri Ágústssyni, Lofti Þorsteinssyni, Önnu Kvaran, Elle Ericsson, Borghildi Maack (benediktae.blog.is), Jóni Steinari Ragnarssyni, Daníel Sigurðssyni (dansig á Eyjunni og Vísisbloggi), Guðmundi 2. Gunnarssyni, Gunnlaugi Ingvarssyni og ýmsu öðru góðu fólki í þessu máli

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 18:56

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

... að ógleymdum Hans Haraldssyni (polites.blog.is).

Jón Valur Jensson, 4.6.2011 kl. 18:57

45 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mitt innlegg: Jón Valur Jensson kl. 14,19

Ég þarf góða stund til að jafna mig á upplýsingum um það í hvaða farveg þessum málum er stefnt af stjórnlagaráði.

Mér sýnist Guðmundur Jónas Kristjánsson. eiga fullkomlega innistæðu fyrir sínu innleggi kl. 18:30 í dag

Árni Gunnarsson, 4.6.2011 kl. 20:01

46 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón minn. Ekki misskilja. Átti við þá sem sitja á Alþingi  í dag og í þessu stjórnlagaráði. Eins og er að koma á daginn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.6.2011 kl. 20:11

47 identicon

Ítreka hvatningu mína í ykkar garð:  

Hvernig viljið þið sjá ákvæði um utanríkismál  í stjórnarskrá?

Með fullveldiskveðju, Lýður Árnason. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 21:30

48 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hefði bara viljað hafa hana óbreytta. Því óbreytt kemur hún í veg fyrir
frekari fullveldisframsal og óskhyggju ESB-sinna að geta troðið Íslandi
inni í ESB.  Ykkur sem gáfuð ykkur út fyrir að vilja standa vörð um
fullveldið áttuð eimitt að berjast gegn þessu fullveldisframsalsákvæði,
sem nú liggur fyrir, ekki síst þar sem það er EINMITT óskstaða ESB-
sinna að ná því fram.  Hvers vegna í ósköpunum stóðið þið ekki í lappirnar
Lýður og börðust á móti þessu með kjafti og kló? Alla vega kaus ég þig
til þess miðað við yfirlýsingar þínir fyrir kosningar.  ÞETTA ER MEIRIHÁTTAR
SKANDDALL og svik við okkur sem kusuð ykkur einmitt til að standa vörð um
fullveldi Íslands og koma í veg fyrir fyrirætlanir ESB-sinna.   BARA MEIRIHÁTTAR SKANDALL OG SVIK!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.6.2011 kl. 21:52

49 identicon

Heldur þú virkilega, Guðmundur Jónas, að óbreytt stjórnarskrá verji okkur gegn ESB?  Aðildarumsókn er þegar í gangi og gangi hún gegnum þingið inniber það stjórnarskrárbreytingu og þingrof.  Það þing sem tekur við mun svo samþykkja eða hafna herlegheitunum og þjóðin aldrei spurð.  Hvað segðir þú ef þetta þing myndi nú samþykkja ESB-samning, myndirðu treysta nýju þingi með einróma samfylkingu, hálfróma framsókn og hjáróma vinstri grænum að ekki sé talað um kratana í sjálfstæðisflokknum? Þetta er staðreynd óbreyttrar stjórnarskrár og sannlega ekki góð vörn gegn ESB.  Við sem verja viljum fullveldið eigum að heyja okkar baráttu á vængjum lýðræðisins því annars er sjálfstætt Ísland einskis virði.   Það er að standa í lappirnar, Guðmundur Jónas.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 22:28

50 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lýður, þú segir:

"Stjórnlagaráð á að færa þjóðinni stjórnarskrá sem inniber beinna lýðræði til að tryggja okkur gegn stjórnvöldum sem annaðhvort með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi ganga gegn almannahag.  Hún að gefa þegnunum andsvar við spillingu.  Þetta eru jafnframt mín markmið.  "

Er framsal fullveldis að hluta eða mestu leiti ófrávíkjanlega liður í að ná þessu fram? Hefurðu hugleitt að ef yfirgangur og reglugerðarfarganið stendur utar og ofar en íslenska þingið, hvort það verði auðveldara fyrir landslýð að sporna gegn því??

Hvað hefur þessi sjöundi liður stjórnlaga með þessi göfugu markmið þín að gera Lýður?  Geturðu svarað mér því?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2011 kl. 23:37

51 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ákvæði um fullveldismál getur verið eins og það er. Því þarf ekki að breyta. Það er enginn tilgangur með því, hvað þá með tilliti til nefndara markmiða þinna, nema að síður sé.

Þið sitjið þarna með einhverja meinloku um þetta sem ESB klifið hefur komið ykkur í.  Það er enginn annar tilgangur með þessu en að innlima okkur í ríkjasamband, sem við eigum enga samleið með. 

Látið þessa grunnþætti í friði og einbeitið ykkur að þáttum, sem komið gætu í veg fyrir spillingu og valdmisnotkun. Á það var kallað.

Ekki einn frambjóðenda minntist á 7. liðinn í framboði sínu. Ekki einu sinni þeir sem eru í stjórnlagaráði fyrst og frems til að koma honum í gegn.

Skoðaðu svo hversu lýðræðislegt það er að þið skulið vinna eftir forskrift í lögum, komna frá Jóhönnu og Össuri? Þau vilja líka takmarka völd forseta og þar með frumkvæði um þjóðaratkvæði. Er það tengt markmiðum þínum?

Hefði ekki verið réttara að einhverskona þjóðkjörin nefnd setti fram þau atriði, sem laga þyrfti og síðan hafi verið tekið á þeim. Jafnvel kosið um þau fyrirfram og þau rædd á breiðum vetvangi?

Hvaðan kemur þetta 7. ákvæði og hvers vegna er þetta þarna? Getur þú svarað því eða getur einhver í ráðinu svarað því?

Það var ekki bara farið hljótt með þetta í frambo'slýsingum heldur eru allir fjölmiðlar þöglir sem gröfin um þetta atriði og raunar vita fáir hvað þið eruð að bauka þarna.

Það er allavega ljóst að þið hafið afar takmarkað traust, þó ekki væri nema bara fyrir það að þið skulið vera að vinna eftir lögbunndinni forskrift stjórnar, sem nýtur einskis trausts.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2011 kl. 23:54

52 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo a lokum, þá getur þú kynnt þér hvort það er gerlegt að segja sig úr sambandinu. Ég get fullyrt það samkvæmt útekt ESB, að það er ekki hægt. Það myndi þýða hrun hjá viðkomandi þjóð.

Það er algerlega ábyrgðarlaust að kasta máli Færeyinga hér fram og þú veist það. 

Það hefur verið heit umræða um að fara úr sambandinu, hjá jaðarþjóðum, sem eru að brenna upp á svæðinu, en dilemmað er algert. Það er enginn möguleiki, nema endanlegt sjálfsmorð. 

Innganga er óafturkræf í raun, hvað sem rituð ákvæði segja. Þetta vita þeir sem vilja okkur inn. 

Kynntu þér þetta, svona til að ná meiri málefnalegheitum.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.6.2011 kl. 00:05

53 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvælan í þér, Lýður Árnason, að tala um að þú sért að berjast fyrir fullveldi (!!!) með því að styðja þessa lymskulegu, ósvífnislega fáorðu, en hrikalega alvarlegu stjírnarskrár-tillögu, sem strax á að taka nokkur vopn úr höndum andstæðinga hennar, af því að hún lítur svo sakleysislega út í fáum orðum, rétt eins og þeftirfarandi hábölvaða ákvæði í aðildarsamningum við Esb. (ég feitletra það allra mikilvægasta, sem gerir Esb.-lög að æðstu forgangslögum í hverju þátttökulandi):

"... it is an essential feature of the legal order introduced by the Treaties establishing the European Communities that certain of their provisions and certain acts adopted by the institutions are directly applicable, that Community law [Esb.lög] takes precedence over any national provisions which might conflict with it, and that procedures exist for ensuring the uniform interpretation of Community law; whereas accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these rules, observance of which is indispensable to guarantee the effectiveness and unity of Community law."

Svo hagarðu þér eins og Adam í sundafallssögunni, bendir á ábyrgð annarra, nema hvað þú bendir ekki á það, sem HAFI gerzt, heldur það sem ímyndar þér að muni gerast, þ.e. að Samfylkingin nái nægu þingfylgi eftir kosningar til að mynda meirihluta um stjórnarskrárbreytingu ásamt evrókrötum í Sjálfstæðisflokknum og fáeinum svikurum við fullveldið í öðrum flokkum.

Þessi framtíðar-ímyndun er þér engin afsökun til að stuðla að samþykkt þessarar tillögu sem gengur bert gegn anda stjórnarskrár okkar og viljanum til að stofna hér fullvalda ríki og standa trúan vörð um það.

Lýðræðis-hjal þitt er með endemum; ef það var bein lýðræðisleg þátttaka í stjórnarskrárbreytingum, sem þú vildir, en samt verja fullveldið eins vel og þú gætir, áttirðu að leggja það til, að ekki væri hægt að skófla frá stjórnarskránni með einum saman þingsamþykktum, sem og að krefjast aukins meirihluta (eins og Danir gerðu í stjórnarskrá sinni 1953: 5/6 atkvæða á þingi) til að tillaga um fullveldisframsal gæti náð fram að ganga.

Þetta er þannig í flestum félögum, að aukinn meirihluta á aðalfundi þarf til að leggja þau niður. Þannig var einnig um Sambandslagasáttmála Íslands og Danmerkur.

Ég er sammála Jóni Steinar og Guðmundi Jónasi: "Ákvæði um fullveldismál getur verið eins og það er. Því þarf ekki að breyta. Það er enginn tilgangur með því, hvað þá með tilliti til nefndara markmiða þinna, nema síður sé," – fyrir utan þessa ósk um aukinn meirihluta til varnar lýðveldinu!

En hverjum tókst að narra þig svona með því að taka þig tali? Þorvaldi?!

Jón Valur Jensson, 5.6.2011 kl. 00:17

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið fljótabragðið á þessu.

Jón Valur Jensson, 5.6.2011 kl. 00:28

55 identicon

Lýður,ég kaus þig  ´´lýðræðissinnan,,  ég vona að þú sért það ennþá.  Gættu þín á Samfylkingargenginu,það lið notar hinar ýmsustu aðferðir við að heilaþvo fólk.

Númi (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 00:28

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er rétt hjá Jóni Steinari: hvorki Færeyjar né Grænland eru dæmi sem sanni, að þjóðir geti gengið úr Esb. Um þau lönd giltu sérákvæði, sem Ísland gæti aldrei fengið.

Jón Valur Jensson, 5.6.2011 kl. 00:30

57 identicon

Sæll, Jón Steinar.  Hvaða 7unda ákvæði ertu að tala um?  Varðandi Færeyjar tók ég fram að tæknilega séð væri hægt að hætta sem þýðir að það sé hægt en ekki heiglum hent.  Er þó sammála þér að eftir inngöngu í ESB er útganga í raun óraunhæf. 

Og áfram, Jón Steinar.  Ég er ekki að leggja til framsal heldur hitt að komi til að slíkt verði samþykkt af alþingi hafi þjóðin síðasta orðið.  Hef jafnframt útlistað hvað óbreytt ákvæði inniber og tel það óásættanlegt. Varðandi forsetann og málskotsréttinn er það enn óútkljáð í ráðinu og á ég von á breytingum frá því sem nú sendur í áfangaskjali.  Össur og Jóhanna koma mér ekkert við nema ég óska þeim velfarnaðar í leik og starfi. Sammála þér um slappa umfjöllun fjölmiðla, hún beinist mjög að aukaatriðum.

Hvað málefnalegheit varðar er best að segja sem minnst en á skammri göngu um rangala stjórnmálanna virðist mér lýðræði í margra hugum fara eftir málefninu hverju sinni en ekki lotningu fyrir þjóðarvilja.  Hann er í lagi sé hann samstæður, annars til óþurftar.  

lydurarnason (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 00:30

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú leggur nafn þitt við þessa fráleitu tillögu, Lýður Árnason:

"Heimilt er að gera samninga við önnur ríki sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu."

Hvers vegna ætti að vera heimilt að gera slíka "samninga" við önnur ríki? Og sérðu ekki áróðursáferðina sem strax er á þessari ákvæðis-tillögu -- "í þágu friðar og efnahagssamvinnu"? Í þágu hvaða FRIÐAR?!!! Þvílíkt tilfinningahjal og áróðurssteypa! Það vantar ekki, að reynt sé að tilreiða þennan görótta eiturdrykk til að hann gangi ofan i einhverja bláeyga.

"Efnahagssamvinnu"?!!! Eigið þið við að loka okkur inni í gömlu, sérdrægu Evrópu, sem verður síminnkandi hluti af mannkyninu, en heldur áfram að sitja yfir auðlindum 3. heimsins, m.a. gegnum hjálp Esb. við stórfyrirtæki eins og Elf Aquitaine til að þau komist yfir frumstoðir þjóðfélaga eins og vandslindir og vatnsréttindi, sem áður voru í eigu ríkja, sveitarfélaga og kaupfélaga? Þessi eigingjarna Evrópa, sem ver sig með tollmúrum gagnvart matarframleiðslu 3. heimsins, verður ekki par vinsæl meðal mikils meirihuta mannkyns eftir hálfa öld.

Það þarf ekkert fullveldisafsal til að hafa samvinnu við önnur ríki, punktur og basta. Láttu ekki menn á landráðabuxunum hafa þessi auðveldu áhrif á þig, Lýður.

Þar að auki hafið þið ekkert þjóðarumboð til neinnar tillögugerðar.

Jón Valur Jensson, 5.6.2011 kl. 00:44

59 identicon

Og, Jón Valur.  Ábending þín um aukinn meirihluta þings til samþykktar fullveldisafsali er góð.  Baráttan um fullveldið er framundan hvort sem stjórnarskránni er breytt eður ei.  Hvort þú teljir mig liðleskju á þeim vettvangi gildir einu.  Ég mun berjast fyrir þjóðaratkvæði um ESB-aðild því ég treysti þjóðinni miklu betur en alþingi.  Þú nefndir að verið sé að bera fé á menn og það er rétt.  Þingheimur fer sízt varhluta af þessum fjárburði og ætla ég hann áhrifagjarnari en þjóðina.  Til hennar mun ég því tala þegar og ef þar að kemur og hlakka til.  Að binda trúss sitt eingöngu við alþingi er háskinn í þessu máli.

lydurarnason (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 00:48

60 identicon

Algjörlega sammála að ekkert fullveldisafsal þarf til samvinnu við önnur ríki, langt í frá.  Í þessu erum við samstíga, bara ekki hvort aðkoma þjóðarinnar að slíkum ákvörðunum sé lykilatriði. 

Stjórnlagaráð hefur umboð þings til tillögugerðar, þings sem hefur umboð þjóðar til fjögurra ára.  Og þó umboð þjóðarinnar í kosningunum í haust hafi verið úrskurðað ógilt er það huglægur stuðningur sem endist fram að verzlunarmannahelgi.

lydurarnason (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 00:57

61 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Lýður minn. Ert kominn í mjög vond mál þarna inni á stjórnlagaráði! Það eina sem þú getur gert til að halda reisn þinni og okkar sem kusu þig er að ganga út af þessu andþjóðlega sósíaldemókrataiska ESB-sinnaða stjórnlagaráði mót hækkandi sól við 17 júní. Þú yrðir þjóðhetja við það!!!!!!!!!! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.6.2011 kl. 00:59

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú viðurkennir sjálfur í pistli þínum: "Í gildandi stjórnarskrá er ekkert sem heimilar slíkt [fullveldisframsal] og þarf stjórnarskrárbreytingu til." Og hver ætlar að breyta stjórnarskránni í þá átt að það verði heimilt?! Þú sjálfur!! Með því tækir þú þátt í því að stytta þeim leiðina til að ofurselja okkur Esb. -- nema þú sjáir að þér.

Svo heldurðu áfram þannig: "Með öðrum orðum þurfa tvö þing að samþykkja inngöngu í ESB." Hvað ertu að rugla þessu tvennu saman?

Síðan heldurðu áfram á síversnandi hátt í pistlinum. Ótrúlegur.

Jón Valur Jensson, 5.6.2011 kl. 01:04

63 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var að skrifa þarna til Lýðs.

Jón Valur Jensson, 5.6.2011 kl. 01:05

64 identicon

Guðmundur Jónas...  Reisn er að standa við það sem manni þykir rétt og láta ekki undan þrýstingi til annars.  Og, Jón Valur, þú telur óbreytta stjórnarskrá verja okkur betur fyrir ESB en tillögð breyting stjórnlagaráðs.  Því er ég allsendis ósammála.  Leiðin getur vart verið styttri en nú er.  Ég stend því við minn keip og berst fyrir mínu á grundvelli lýðræðis en ekki andlýðræðis.

lydur arnason (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 11:18

65 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég er skíthrædd við þetta, og stefnuna sem það er að taka.  Það er alls ekki hægt að treysta þessum tíhöfða þurs sem samfylkingin er.  Segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2011 kl. 11:56

66 identicon

Sæl, Ásthildur.  Þó sett yrði ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að aldrei yrði hægt að afsala fullveldisrétti yrði það samt hægt, einfaldlega vegna þess að amen tímans er ekki til.  Ég treysti ekki alþingi einu til að taka ákvörðun um risamál eins og fullveldisafsal og tel aðkomu þjóðarinnar nauðsynlega.  Sú aðkoma þarf að vera í þjóðaratkvæðgreiðslu, bindandi og án skilyrða.  Þetta ákvæði tryggir það, óbreytt hinsvegar treystir á tvö þing eingöngu.

lydurarnason (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 12:48

67 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Lýður minn. Það hefur sem sagt alveg farið fram hjá þér sem BÆÐI ESB-sinnar
og ESB-andstæðingar eru þó sammála um, AÐ ÓBREYTT STJÓRNARSKRÁ KEMUR Í
VEG FYRIR AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB?  En nú er þetta mesta óskabarn ESB-sinna fætt  sem fulleldisframsal í stjórnarskrá, ÞVERT Á LOFORÐ ykkar sem sögðust ætla
að verja fullveldið í stjórnarskránni, og voru kosnir í því trausti. Þetta er SKANDALL!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.6.2011 kl. 12:56

68 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér Lýður minn.  Ég er farin að trúa öllu illu upp á fólkið sem stýrir landinu í dag, því miður.  Ég tel þau ekki traustins verð fyrir horn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2011 kl. 13:09

69 identicon

Guðmundur Jónas...  Það er rétt að óbreytt stjórnarskrá leyfir ekki inngöngu í ESB.  En þegar aðildarsamningur að ESB verður samþykktur á alþingi EINS OG MARGT BENDIR TIL verður henni breytt.  Eftir nýjar kosningar liggur svo fyrir nýju þingi að samþykkja stjórnarskrárbreytinguna og þar með INNGÖNGU Í ESB. Hvernig nýtt þing verður samsett er erfitt að sjá fyrir og einnig nýja ríkisstjórn.  Flokkarnir allir eru blendnir í afstöðu sinni til ESB og við höfum séð hvernig evrópubandalagið eys fé á menn.   Því endurtek ég enn og aftur að vettvangur baráttunnar á að vera á landsvísu.  Hitt býður hættunni heim. 

Ásthildur... Margir íslendingar sjá enga framtíð fyrir Ísland nema innan ESB.  Og það er ekki svo einfalt að við séum góða fólkið og þau vond. Það sem aðskilur er önnur sýn, önnur hugsun.  Sjálfur er ég sannfærður um að Íslandi sé betur borgið utan ESB og mun berjast fyrir því.  Sigur í þeim slag er þó einskis verður nema hann sé byggður lýðræðislegum grunni.   

lydurarnason (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 14:25

70 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Lýður. Finnst út í hött að þú skulir fullyrða að margt bendi til að núverandi Alþingi samþykki aðild að ESB. Bæði það er enginn þingmeirihluti fyrir aðild í dag og algjörlega óvisst hvenær samningur liggur fyrir. Þess vegna er það svo sorlegt að
þið sem segist vera á móti aðild hafi ekki getað staðið einmitt í lappirnar núna í
ljósi aðildarumsóknar og komið í veg fyrir þessa sérpöntuðu fullveldisframsalsályktun ESB -sinna. Stjórnarskráin í dag er helsti þrándur í götu
ESB-aðildar, og þess vegna vorið þið sem segist vera ESB-andstæðingar kosnir
til að halda þessum Þrándi í vegi.  Já bara VIRKILEGA SORGLEGT að horfa upp á
slíkan aulahátt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.6.2011 kl. 16:36

71 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Lýður !

Um leið; og ég vil þakka þeim : Jóni Val / Ásthildi Cesil / Guðmundi Jónasi, auk fjölda annarra, drengilega málafylgju, sem eindrægni alla, undrar mig stórum, hversu þú hefir smækkað þig - sem og marga Stjórnlagaráðsseta aðra, í umræðu þessarri, þ.e.a.s, með iðrunarlausum lýsingum, á ykkar starfsháttum, í ráði þessu.

Ég hugði; forsmán stjórnmálamanna næga fyrir, þó svo þið, óbreyttir ráðs setar, fylltuð ekki þann flokk, jafnframt.

En; lengi skal manninn reyna, eins og sagt hefir verið, af ýmsum tilefnum.

Með; áþekkum kveðjum - öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 18:10

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upptekinn, svara seinna!

Jón Valur Jensson, 5.6.2011 kl. 18:28

73 identicon

Sæll aftur, Guðmundur Jónas...  Þegar eru 20 þingmenn samfylkingar ólmir inn í ESB. A.m.k. tveir framsóknarmenn hafa lýst yfir stuðningi við aðild og 1-2 til viðbótar beggja blands.  Einn vinstri  grænn styður aðild og 3-4 óráðnir.  Fjórir sjálfstæðismenn eru veikir fyrir þessu og jafnmargir lítt gefið upp.  Ekkert er því í hendi. 

Og Óskar Helgi...   Ég dáist að málfari þínu og þar við situr.

lydurarnason (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 18:54

74 identicon

Þær fréttir sem maður les um stjórnlagaráð og þær tillögur sem þið eruð að koma með eru stórfurðulegar, að hverju eruð þið eiginlega að vinna að? og fyrir hverja?

Ef þú ert á móti esb af hverju berstu ekki fyrir því með kjafti og klóm að það verði sett ákvæði í þessar stjórnarskrár breytingar tillögur sem kemur algjörlega í veg fyrir að fullveldi sé hægt að framselja? Svona einsog esb sinnar berjast með kjafti og klóm til að fá fullveldisframsals ákvæði í stjórnarskránna okkar? Væri það ekki rökréttast í þinni stöðu þar sem þú ert á móti því að framselja fullveldi okkar?

Af hverju mega esb sinnar á stjórnlagaráði bara fá sínu framgengt en ekki fólk sem hefur ekki áhuga á esb?

Hugsaðu nú málið aðeins, af hverju í fjandanum ætti að vera ákvæði sem leyfir fullveldisframsal í stjórnarskrá okkar???

Af hverju ganga esb sinnar fyrir í þessu stjórnlagaráði?

Hvar var lýðræðið þegar umsókn um esb var send? af hverju var ekki kosning um það hvort við vildum hefja samninga/aðildarviðræður við esb?

Þú segir líka sjálfur hér í kommentakerfinu að esb sé vissulega að eysa pening í fólk til að liðka það fyrir esb, reyndu að horfa aðeins á heildarmyndina...

En já Lýður ræður auðvitað, er það ekki einmitt þannig sem lýðræðið virkar?

kv. PÞ

PÞ (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 19:06

75 Smámynd: Lýður Árnason

Pb spyr: 

Af hverju mega esb sinnar á stjórnlagaráði bara fá sínu framgengt en ekki fólk sem hefur ekki áhuga á esb?

SVAR:  Sjálfur er ég ekki ESB-inni en tel mikinn feng í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um esb-aðild og mótmæli því að einungis esb-sinnar séu að fá sínu framgengt.

Hugsaðu nú málið aðeins, af hverju í fjandanum ætti að vera ákvæði sem leyfir fullveldisframsal í stjórnarskrá okkar???

SVAR:  Vegna þess að sé það ekki getur alþingi upp á sitt einsdæmi breytt stjórnarskránni og næsta alþingi samþykkt breytinguna ÁN þess að spyrja þjóðina beint. 

Af hverju ganga esb sinnar fyrir í þessu stjórnlagaráði?

SVAR:  Hverjir eru það nákvæmlega?

Hvar var lýðræðið þegar umsókn um esb var send? af hverju var ekki kosning um það hvort við vildum hefja samninga/aðildarviðræður við esb?

SVAR:  Hún hefði átt að fara fram en ÞINGIÐ virti þetta sjálfsagða lýðræði að vettugi og EINMITT AF ÞESSUM SÖKUM TREYSTI ÉG ÞJÓÐ BETUR EN ÞINGI að taka ákvarðanir um lykilmál eins og FULLVELDISFRAMSAL.

Hef svo eina spurningu til Pb:  Afhverju skrifarðu ekki undir nafni?

Kveðja, LÁ

Lýður Árnason, 5.6.2011 kl. 21:20

76 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta er ekkert annað en lélegur kattarþvottur Lýður. Þið sem voruð kosnir af
okkur ESB-andstæðingum voruð full meðvituð um hvað var í gangi með þessu
stjórnlagaþingi, og hverjir voru AÐAL hvatamenn þess. Það voru ESB-sinnar,
sem höfðu það EINA markmið að koma á framfæri EINMITT þessu  FULLVELDISFRAMSALSÁKVÆÐI sem nú liggur fyrir. MEGINTILGANGI ESB sinna er
því náð. Þarna brugðust þið ALGJÖRLEGA eða sváfuð á verðinum. Ykkar hlutverk
var að koma EINMITT Í VEG FYRIR ÞETTA, sem þið gerðuð ekki. Og nú hrósar
enn og aftur hinn þjóðfjandsami sósíaldemókratismi á Íslandi yfir sigri.
Er að furða að svo illa er komið fyrir Íslandi í dag? Er að furða að traust þjóðarinnar
á stjórnvöldum er nær EKKERT í dag. Og nú bætist hið umboðslausa stjórnlagaráð
við, sem átti að standa í lappirnar og bæta hlutina og tiltrúna á stjórnkerfið.
En brást GJÖRSAMLEGA!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.6.2011 kl. 21:48

77 Smámynd: Páll Þorsteinsson

PÞ ekki Pb, en svarið er að ég nennti ekki að logga mig inn... En nafnið er Páll Þorsteinsson, skil samt ekki hverju það breytir...

En ég ætla þá að spyrja þig til baka, af hverju börðust þið sem eruð á móti esb og fullveldisafsali ekki fyrir því að það yrði sett ákvæði sem bannaði ÞINGI og þjóð að framselja fullveldi Íslands? og ákvæði um að alþingi geti aldrei eitt og sér breytt ákvæðum í stjórnarskránni án þjóðaratkvæðagreiðlsu hvort sem það eru 1, 2 eða 3 þing sem samþykkja?

En segð þú mér nú hverjir eru esb sinnarnir í stjórnlagaráðinu þú hangir með þessu liði? eitt er víst að ef þeir væru engir þá væruð þið ekki að koma með fullveldisframsals tillögu.

Hver stakk t.d. uppá því að nú skylduð þið bæta við ákvæði um fullveldisframsal í stjórnarskrárbreytingar tillögur ykkar?

Það væri gott að fá nafn þá get ég beint commentum mínum að þeim aðila/aðilum.

Þú virðist annars vera sammála mér um að esb aðildarviðræður hafa verið settar af stað ólýðæðislega, af hverju eruð þið þá að hjálpa þessari ólýðræðislegu ríkisstjórn að fara fram hjá lýðræðinu? Af hverju reynið þið ekki að virða lýðræðið og reyna að stoppa þessar esb aðildarviðræður sem voru settar af stað ÓLÝÐRÆÐISLEGA.

En basically þá eru þessi orð mín til þín ætluð fyrst og fremst til að reyna koma einhverjum kraft í þig til að berjast gegn þessu esb rugli af einhverri alvöru sem þú segist vera á móti.

Eigðu gott kvöld.

Kv. Páll Þorsteinsson

Páll Þorsteinsson, 5.6.2011 kl. 22:12

78 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo í lokin bið ég þig Lýður að prenta út lista af öllum þessum athugasemdum
og afhenda hann vini þínum í stjórnlagaráði, Pétri Gunnlaugssyni, eiganda af
Útvarpi Sögu. Sá hefur heldur betur steinsofið á verðinum, ef eitthvað þá er
að marka hann í þessu máli. Sem ég stórefa nú! Og dauðsé eftir að hafa kosið!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.6.2011 kl. 00:28

79 identicon

Páll Þorsteinsson....  Mér finnst nafngreining lykilatriði í umræðu um þjóðmál.  Það er ekki hægt að setja inn ævarandi bann við neinu í stjórnarskrá einfaldlega vegna þess að slík plögg eru ekki eilíf fremur en annað.  Svo er þetta ekki fullveldisfamsalstillaga heldur heimild til slíks.  Hér að ofan í athugasemdum kemur fram hverjir eru í C-nefnd stjórnlagaráðs og þú getur haft upp á þeim á vef ráðsins.  

Guðmundur Jónas...  Við skulum hætta þessu karpi og leyfa okkur þann munað að vera ósammála.  En ég mun að sjálfögðu greina Pétri frá okkar orðaskiptum og fleiri.

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 01:17

80 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki "karp" af hálfu Guðmundar Jónasar né heldur Páls Þorsteinssonar, Jóns Steinars Ragnarssonar, mín, Jónasar Geirs, Halldórs Björgvins og Ásthildar (svo að nokkur séu nefnd!) hér á síðu þinni, Lýður! Eins og ég rökstyð síðar, hefurðu algerlega látið sjanhaja þig yfir í kolvitlausar herbúðir.

Guðmundur Jónas, hann Pétur Gunnlaugsson er þó ekki í þessari nefndinni. Í henni eru: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Ragnarsson, Pawel Bartozsek, Þorkell Helgason.

Lýður á alveg eftir að svara spurningu minni um það, hver hafi lagt fram þessa tillögu um fullveldisafsal. Sömuleiðis hef ég spurt hann hér ofar, hvort Ari Teitsson hafi greitt atkvæði á móti henni. Einnig lagði ég fyrir hann víðtækari spurningu, um það hverjir samþykktu tillöguna í nefndinni og hverjir greiddu atkvæði á móti (4.6. kl. 15:09), en ekkert bólar á svari frá Lýði eftir nær 1½ sólarhring.

Er þetta eitthvert felumál, Lýður?

Þín vegna verð ég að segja, að innlegg þín hér ofar virðast öll bera að einum brunni um þau hryggilegu atvik, að þú hafir látið gabba þig til að greiða atkvæði með fullveldisafsals-heimildar-tillögunni!!!

Jón Valur Jensson, 6.6.2011 kl. 01:59

81 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sjanghaja ... vildi ég sagt hafa!

Jón Valur Jensson, 6.6.2011 kl. 02:06

82 identicon

Lýður Árnason,kvikmyndagerðarmaður, Læknir, Hugsuður, Réttlætissinni, Sjómaður, Altmuglimann,Baráttumaður,og Lýðræðissinni,..: Hvað er að gerast þarna með þig þú ágæti drengur. Getur það verið að Jóhanna og hennar Gengi sé komið með puttana inní þetta Stjórnlagaráð.? Það er trúlega orðið svoleiðis. Ég spyr hvar er baráttumaðurinn sem ég kaus hann Lýður hvar er hann.? Hefur Jóhönnu og CO tekist að snúa honum,það bara má ekki vera og Lýður gættu þín á hrokanum,mundu eftir auðmýktinni.

  Í S L A N D I    A L L T

Númi (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 11:23

83 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Lýður !

Heldur klén; er niðurstaða þín, við minni málafylgju, sé orðfæri mitt - sem tungutak, einna áhugaverðast, minna skrifa.

Spyrja mætti; hvort túlka megi síðasta andsvar þitt, mér til handa, sem dæmigerðan hroka; skriftlærðs manns / eða þá; að rökheldni þín sé með þeim hætti, sem einnig mætti ætla, að nokkru ?

Með; fremur grömum kveðjum - enn betri, til lands og lýðs og fénaðar vina /

Óskar Helgi helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 22:30

84 identicon

Ég hef martuggið þá sannfæringu mína að ég tel okkur bezt varin gegn fullveldisframsali með þjóðaratkvæðagreiðslu sem spyr beint, JÁ eða NEI.  Ykkur mörgum finnst það ekki og lítið við því að gera.  Og Jón Valur, ég átti ekki við að mál Guðmundur og ykkar hinna væri karp heldur endurteknar glósur okkar á milli um það sama. 

Bendi þér á færslu frá 4/6 kl. 15.40.  Þar kemur allt fram sem að þú segir felumál.  Tillagan sjálf er upprunnin hjá stjórnlaganefnd,þ.e.a.s fyrri hlutinn.  

Númi... Baráttan er í fullum gangi, leitt að við höfum ekki sömu sýn á hvað tryggi okkur best en minni á að endanlegt ákvæði er ekki innskrifað og hvet ykkur að fylgjast með.

Kveðja, Lýður. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 22:34

85 identicon

Takk fyrir Lýður,og ég hef reyndar enn trú á þér. Var ekki frú/herra Jóhanna búin að segja það að þjóðaratkvæðagreislan gagnvart ESB væri ekki bindandi ! ekki man ég betur. Sammála því Lýður að baráttan er enn í gangi,og það þarf meiri hörku í hana.Verndum arfleið okkar,þjóð okkar,lýðveldi okkar.Ég elska land mitt. Þú getur bókað það Lýður að ég, mun fylgjast með. Reyndar finnst mér að önnur Búsárhaldabylting sé framundan. VERNDUM FULLVELDI OKKAR.

Númi (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 23:19

86 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nú þannig að ég hlusta á rök, og vil trúa því að Lýður sé að reyna að gera það rétta í málinu.  Ég þekki ekki umhverfið en ég treyst honum til að gera það sem gagnast okkur best.  Ef svo er ekki þá er mér að mæta, en ennþá trúi ég því að við séum samherjar og séum að berjast fyrir fullveldi okkar.  það þarf líka að læra að hlusta og skoða hvað er sagt. Þannig gengur málið áfram og besti árangur næst.  Það er mín trú allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 23:44

87 identicon

Þakka uppörvandi orð, Númi og Ásthildur.  Umræðunni verður fram haldið næstu daga og mun ég upplýsa um framgang mála hér á blogginu.

lydurarnason (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 00:16

88 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samheldni þín um þetta mál með Guðmundi 1. Gunnarssyni og Pawel Bartozsek, sem báðir eru forfallnir Esb.sinnar, getur einungis verið af hinu illa, Lýður!

Það er líka af hinu illa að láta gabba sig til þjóðhættulegra verka.

Lýðveldinu er margfalt betur borgið með núverandi stjórnarskrá en þennan augljósa hálfsannleik og þessa slepjulegu yfirborðstillögu ykkar, sem gefur færi í EINU LAGI á stjórnarskrárbreytingu til að AFSALA okkur öllu æðsta löggjafarvaldi í krumlurnar á Brusselvaldinu.

NÚ hins vegar eru MARGIR varnarmúrar í stjórnarskránni, sem alla þyrfti að VALTA YFIR til að hægt væri að gera þetta sama, margir, já, í fjölda greina hennar.

Mesta brotið af hálfu stjórnlagaóráðsins væri þetta: að koma þessu um kring með því að skófla burtu núverandi stjórnarskrá og setja svo þetta fáfengilega, simpla, en stórhættulega og VAFALAUST þaulskipulagða árásarákvæði gegn fullveldi okkar (um löggjöf sem annað) inn í staðinn.

Og þú tekur þátt í því !

Jón Valur Jensson, 7.6.2011 kl. 01:03

89 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég talaði hér um, að það væru "MARGIR varnarmúrar í stjórnarskránni, sem alla þyrfti að VALTA YFIR til að hægt væri að gera þetta sama [að AFSALA okkur öllu æðsta löggjafarvaldi], margir, já, í fjölda greina hennar." Ég hef tínt þetta saman, mikilvægustu hlutina og ýmsa aðra, en feitletrað (hér neðar) það, sem mestu skiptir. Sumu sleppi ég úr viðkomandi greinum. Eigin athugasemdir og skýringar set ég svo á eftir, skáletraðar í hornklofum.

2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. [Þetta útilokar, að við verðum að taka við lögum Esb., eins og við yrðum að gera nauðug, ef við værum í því öfluga sambandsríki, og það án þess að Alþingi eða forsetinn (hvað þá þjóðin, sbr. 26. gr.) fái nokkra aðkomu að því. Ennfremur útilokar þetta, að valdsherrar i Brussel geti farið með framkvæmdavald yfir okkar málum, t.d. í stjórn sjávarútvegsmála, ákvörðun um kvóta, veiðitakmarkanir o.s.frv.]

16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. - Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. [Þetta útilokar, að lög frá Esb. geti orðið hér gild, framhjá þessari einu leið fyrir lög sem gilda skulu á Íslandi.]

17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. [Þetta myndi ekki gilda, ef við værum í Esb.; sjálf greinin er fyrirstaða gegn Esb.-"aðild".]

19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. [Önnur lög taka hér ekki gildi! Einungis þessi leið er til fyrir ný lög; en í Esb. verða lög, sem eru samþykkt þar úti, samstundis gild i öllum meðlimaríkjunum 27, þegar þau hafa verið prentuð þar, og eru ekki borin undir þjóðþing landanna, þjóðhöfðingja þar né ríkisráðin!]

21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. [Þetta útilokar, að Esb. fái vald yfir milliríkjasamningum okkar, eins og verða myndi við innlimun okkar þar.]

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. [Þetta ferli er alíslenzkt og kveður svona á um öll frumvörp, sem verða hér að lögum; En værum við í Esb., fengjum við trúlega langt yfir 90 eða 95% laga okkar frá Brussel og Strassborg og fengjum aldrei að kjósa um þau í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda myndi forsetinn ekki hafa neitt vald yfir þeim lögum og því engan málskotsrétt - allt yrði það afnumið til frambúðar!]

27. gr. Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum. [Í Esb. færi EKKI um þetta að okkar landslögum! Jafnvel meðan við vorum í dansk-norska ríkinu, tóku lög, sem konungur setti og ætlaði að láta gilda hér, ekki gildi hér, nema þau væru lesin upp á Alþingi við Öxará. En í Esb. gilda þau samstundis í hverju hinna 27 landa, þegar þau hafa öðlazt gildi í Strassborg eða Brussel. (Já, einnig ráðherraráðið hefur löggjafarvald og það mikið.)]

28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög, er Alþingi er ekki að störfum. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný. [En i Esb. mega lög samþykkt þar alveg ríða í bág við stjórnarskrár landanna! - og í "aðildarsamningum" ríkjanna er hlífðarlaust kveðið á um, að lög Esb. hafi algeran forgang fram yfir landslögin öll!.]

30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til. [Þetta innlenda undanþáguvald myndi Esb. alls ekki samþykkja (og umfram allt: ekki leyfa séríslenzkar ákvarðanir um undanþágur frá Esb.lögum), heldur ætla sjálfu sér slíkt vald.]

38. gr. Rétt til að flytja frumvörp til laga og tillögur til ályktana hafa alþingismenn og ráðherrar. [EKKI ráðherrarnir í ráðherraráði Esb. né framkvæmdastjórnin (með Barroso í forsæti), en hún hefur EIN valdið til að leggja fram lagafrumvörp í Esb.þinginu í Strassborg og Brussel - já, þótt ótrúlegt sé: Esb.þingmennirnir hafa ekkert leyfi til að flytja þar frumvörp, ekki einu sinni heilir þingflokkar þar!]

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild. [Þetta útilokar, að Esb. breyti eða leggi niður skatta hér eða leggi á nýja!]

41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. [Þetta útilokar, að Esb. fari sínar leiðir til að leggja á okkur skatta. Einnig þessari stjórnarskrárgrein, meðal margra annarra, yrðu menn að skófla út til þess að gera hér "allt klárt" fyrir yfirtöku stórveldisins á okkar málefnum. Þess vegna vilja Esb.dindlar í fyrrnefndu óráði eflaust "gefa" okkur glænýja stjórnarskrá - þá verður ekki eins áberandi, hverju þeir hafa skóflað út og hvert hald og traust við höfðum átt í ákvæðum lýðveldisstjórnarskrárinnar.]

44. gr. Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. [Þetta útilokar, að lög komi aðrar leiðir en í gegnum umræður á Alþingi!]

72. gr. Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. [Þetta er þvert gegn anda og lögum Esb.!]

77. gr. Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. [Og ennþá síður má fela erlendum stjórnvöldum það vald!]

Sama 77. gr. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. [Ekkert varðar Esb. um þetta ákvæði og vill ugglaust láta handbendi sín hér á landi koma því fyrir kattarnef -- eins og öllu því, sem styður og tryggir okkar eigin fullveldi.]

Hér gefur Lýði Árnasyni á að líta ærin umhugsunarefni fyrir nýjan dag!

Þarna eru fjölmörg atriði, sem ótvírætt eru grunnstoðir fullveldisréttinda lýðveldisins Íslands.

PS. Afsakið hve seint í umræðunni þetta kemur hér inn frá mér; hef verið mjög upptekinn við brýn verkefni.

Jón Valur Jensson, 7.6.2011 kl. 02:34

90 Smámynd: Páll Þorsteinsson

Sæll aftur Lýður, ég spurði Ómar Ragnarsson um svipuð atriði og ég spurði þig um, og hann segir orðrétt meðal annars þetta:

"Það sem nú liggur fyrir í áfangaskjali hjá Stjórnlagaráði myndi hvorki gera Íslendingum auðveldara né erfiðara að ganga í ESB.
Um það mál verður þjóðaratkvæðagreiðsla hvort sem okkar ákvæði gilda eða ekki...""
Ómar Ragnarsson, 6.6.2011 kl. 23:12
Hérna er linkur ef þú hefur áhuga:
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1171995/#comments

En þú heldur því fram að við þurfum á þessu ákvæði að halda svo alþingi geti ekki komið okkur í esb án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hvernig stendur á því að þið talið svona á víxl við hvorn annan? eruð þið ekki í sömu nefnd í stjórnlagaráðinu?
það er ekki hægt að segja annað en að það sé mjög undarlegt að þessi tillaga sé sett fram ef Ómar fer með rétt mál.
En hverjum á maður að treysta?


Og að lokum vill ég segja að ef þjóðin ákveður einhvern tímann að fara í esb eða framselja fullveldi á einhvern hátt, sem ég efa að verði nokkurn tímann, þá ætti þetta að vera skoðað en ekki fyrr.
Ég get ekki betur séð en að einn flokkur á alþingi sé með þetta esb mál á dagskrá og ég hef ekki heyrt um neinn meirihluta þjóðarinnar sem vill esb og/eða framselja fullveldi okkar, þess vegna finnst mér þetta algjörlega ótímabær og fáranleg tillaga á þessum tímapunkti.

Páll Þorsteinsson, 7.6.2011 kl. 07:23

91 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála.

Jón Valur Jensson, 7.6.2011 kl. 09:34

92 identicon

Pál Þorsteinsson...  Ómar telur samkvæmt þessu að þingrof og kosningar til nýs þings jafngildi hreinni þjóðaratkvæðgreiðslu um tiltekið mál.  Er einfaldlega ósammála þessu og hef marg rökstutt það hér í athugasemdunum. Jón Valur rekur hér ýmislegt sem verðugt er til umhugsunar og þakkarvert.

lydurarnason (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 23:43

93 Smámynd: Jón Valur Jensson

Málið er líka, Lýður, að þetta eru svo fjölmörg atriði (ákvæði í stjórnarskránni), að meðan þau standa óhögguð, myndi áhlaup á þau, hvert fyrir sig -- þ.e. að öllum ætti að breyta eða fella þau niður -- verða svo áberandi og greinileg, að augu alþingismanna og þjóðarinnar stæðu á stiklum.

En músin sem læðist (Þorvaldur Gylfason, Eiríkur Bergmann Einarsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Guðmundur Gunnarsson, Pawel Bartoszek, Illugi Jökulsson, Gísli Tryggvason & Co.) ætlar ekki að fara þessa leið, heldur plata Alþingi og þjóðina með nýju, simplu ákvæði sem opnar á fullveldisafsal í (helzt) einum hvelli !!

Og sem ég er að skrifa þetta, heyri ég í endurteknum 'Spegli' Rúv frá liðnum degi, og hver er þar kominn annar en sá eilífi augnakarl Eiríkur Bergmann Einarsson með sitt blekkingarhjal um fullveldishugtakið, sem hann telur ekki af raunhæfa (þ.e. raunverulega!) taginu, það miðist t.d. við, "að til sé raunverulega þjóð!" (eitt af því sem hann o.fl. gera jafnvel árás á sem staðreynd, telja það ýmist tilbúning eða eitthvað loðið og afstætt!).

En hvað segir Jón Sigurðsson forseti um þetta síðastnefnda? Hér er smápartur, málsgrein, úr rökfærslum hans og glímu við sjónarmið andstæð hans eigin, og takið eftir: Ég er að benda hér á orð hans, sem snerta umræðuna hér á undan um 'þjóð' og 'þjóðerni' og feitletra því þann hluta málsgreinar hans, sem lýsa viðhorfi hans til þjóðernis okkar (þetta er í Hugvekju til Íslendinga, í útg. Sverris Kristjánssonar 1951, bls. 129-30): "Og þó menn jafnvel þættust fullvissir um, að Ísland hefði engin sérstakleg réttindi framar en hvert hérað i Danmörku sjálfriþó jafnvel því væri neitað, sem enginn heilskyggn maður getur gjört, að Íslendingar hefðu þjóðerni, þá væri samt í augum uppi, að málefni landsins þyrftu að vera sérílagi, en ekki blandast saman við málefni Danmerkur."

Eftir þessu eru margir Esb.fræðingarnir fjarri því að vera heilskyggnir!

"... og þess vegna erum við að burðast með 19. aldar hugmyndina um fullveldi" (týpískt dæmi - þ.e. í þessu viðtali EBE við Boga Ágústsson - um blekkingarhjal Bergmannsins!).

Jón Valur Jensson, 8.6.2011 kl. 02:43

94 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti þetta að standa svona:

"Og þó menn jafnvel þættust fullvissir um, að Ísland hefði engin sérstakleg réttindi framar en hvert hérað í Danmörku sjálfri, þó jafnvel því væri neitað, sem enginn heilskyggn maður getur gjört, að Íslendingar hefðu þjóðerni, þá væri samt í augum uppi, að málefni landsins þyrftu að vera sérílagi, en ekki blandast saman við málefni Danmerkur."

Jón Valur Jensson, 8.6.2011 kl. 02:46

95 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er aldeilis fráleitt, Lýður, að fjalla um og bregða fæti fyrir sjálfar grunnstoðir sjálfstæðs og fullvalda ríkisvalds okkar með því stuttri svikaklausu í KAFLA UM UTANRÍKISMÁL!!!

Jón Valur Jensson, 8.6.2011 kl. 02:49

96 Smámynd: Jón Valur Jensson

... með stuttri svikaklausu í KAFLA UM UTANRÍKISMÁL!!! (vildi ég sagt hafa "því ofaukið).

Jón Valur Jensson, 8.6.2011 kl. 02:50

97 identicon

Var ekki að hafa fyrir því að lesa allt þetta gargan en langar að koma að pælingu nokkurri.

(já já, er ekki með nafnið mitt undir.. En þetta er auðvitað ekki sakamáladómur hér, eða hvað?)

Það sem gerðist að því ég best veit er að AGS fékk hina ýmsu seðlabanka til að skrúfa fyrir gjaldeyrisskiptasamninga Íslands, .

Á Íslandi verður allt brjálað og ný stjórnvöld sem vilja alveg endilega koma okkur í ESB komast í valdataumana, lama alveg þá hendina sem liggur örlítið meira til hægri svo það liggi sem ljósast fyrir að ESB er það sem Ísland kæra Ísland skal stefna í.

Er ekki möguleiki á því að allt þetta hrun/bull hafi bara verið til þess gert að koma landi íss og snjó sem fyrst inn í ESB?

Ókey, svolítið langsótt eða hvað?

Hver segir að í þessum stofnunum/báknum starfi bara hvítþvoðir menn og konur sem geti ekki tekið ákvarðanir nema klappa nokkrum kanínum fyrst og fara með bæninar?

Enginn!

Það er líka enginn sem er óhultur fyrir spillingu!

Monkey sees, monkey does.

Yeah Right (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband