HVERS VEGNA ÞRÝSTIR SAMFYLKING Á SÖLU GRÍMSSTAÐA?

Úr vöndu er að ráða með Grímsstaði á Fjöllum.  Hreppapólitíkin er augljós í málinu og tengzl samfylkingar við kaupandann orka tvímælis.  Erlend fjárfesting er eftirsóknarverð en skiptir engu máli hvers eðlis hún er?  Plön kaupandans eru að koma á fót ferðaþjónustu á svæðinu og golfvelli.  Í fyrsta lagi má spyrja hvort þessi hálendisjörð sé kjörin til golfiðkunar og í annan stað hvers vegna minni skiki dugi ekki undir áðurnefnda starfsemi? En kaupandinn vill víst allt eða ekkert.  Sömuleiðis geta loforð um afsal vatnsréttinda verið haldlítil þegar fjármagnið er annars vegar, þess er valdið og hefur þjóðin ítrekað brennt sig á plani A fyrir kaup sem breytist í plan B eftir kaup.  Tengzl stjórnmálaflokka við fjármagnseigendur hafa valdið íslenzkum almenningi miklum búsifjum og satt að segja vildi ég sjá skotheld auðlindalög fram komin áður en við stígum óyfirveguð skref.  Landið okkar og auðlindir eru farmiðinn til framtíðar og þegar viðskiptaráðherra ber við skaðabótaskyldu íslenzka ríkisins verði kaupin ekki heimiluð rekur mann í rogastans.   Og þetta gerir hann þó ljóst sé að salan sé ólögleg nema með sérstakri undanþágu.  Þennan þrýsting viðskiptaráðherra er erfitt að útskýra nema eitthvað liggi að baki og þá minnist maður fyrrgreindra tengsla samfylkingar og kaupandans.   Reynsla þjóðarinnar af samspili stjórnmálaflokka og fjármagnseigenda hreinlega útheimtir að gera ráð fyrir þessum möguleika.  Þess vegna finnst mér betur heima setið að sinni og vona félagi Ögmundur synji þessum jarðarkaupum.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

þú finnur náttúrulega "klíkuliktina" af þessum djöfulsskap.Semsagt 300 útlendingar kaupa 300 ferkíómetra hver fyrir hótel og landið er búið! Kínasalan verður semsagt orðin "lögleg sem prufusteinn í kerfinu" og þarmeð málaferli ef aðrir útlendingar fá ekki sömu meðferð. Þeir eru semsagt bara 363 sem kaupa jörð undir hótel,golf og karteflugarð og þá allt land farið,líka Viðey! Rök hagsmunalögfræðinga klíkunnar eru alltaf eins. Það sjá allir. Nema ísl. dómarar. Negrarnir í Kasese eru betri lögfræðingar en íslndskir, það er alveg klárt, þeira tap öllum málum en halda alltaf landinu, hvers vegna? þeir elska og virða arfleifð forfeðra sinna..

Eyjólfur Jónsson, 11.11.2011 kl. 00:24

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú gleymdir þingvöllum því ekki að byrja á þeim aftur og selja svo allt heila landið.

Þetta er alveg ótrúlegt með þetta mál og tenginguna við Samfylkinguna.

Valdimar Samúelsson, 11.11.2011 kl. 06:27

3 Smámynd: Björn Emilsson

Að ekki sé minnst á Magna málið. Ekki mikið minnst á það núna.

Björn Emilsson, 11.11.2011 kl. 12:10

4 identicon

hvaða hvaða, hann er tilbúinn til að afsala sér vatnsréttindum, kallarðu það allt eða ekkert?

(- en af hverju þarf Nubo að EIGA allt þetta land?)

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 12:33

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað þýðir að afsala vatnsréttindi í alþjóðamálum. Ekki vera einfaldur en hér er um stórþjóð að ræða og með mikið á bakvið sig.

Valdimar Samúelsson, 11.11.2011 kl. 13:35

6 identicon

Menn ættu að spyrja palestínumenn að því, hvaða afleiðingar það getur haft að byrja að selja útlendingum land.

Og hverjum er það að kenna, að þessir blesar eru í stjórn ... ef ekki Íslendingum sjálfum?  Mér finnst það spurning, hvort Íslendingar eigi það yfir höfuð skilið, að fá að halda landinu ... og þessi spurning á um öll Norðurlöndin í raun.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 16:56

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

"Þess vegna finnst mér betur heima setið að sinni og vona félagi Ögmundur synji þessum jarðarkaupum." Amen!

Sú kaldhæðni sem kynnt var til sögunnar í sögulega ávarpi í Borgarnesi hér um árið er greinilega ráðandi í Alþýðuflokknum núna, eins þótt hann þykist hafa sagt skilið við Blair-ismann.

"Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að málum. Gamlir peningar eru ekkert betri en nýir. Ef ketti er ætlað að veiða mýs þá má einu gilda hvort hann er svartur eða hvítur – svo lengi sem hann gegnir sínu hlutverki."

Flosi Kristjánsson, 11.11.2011 kl. 17:05

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ögmundur viðurkennir að fleiri séu á móti sölunni en meðmæltir. Það er góðs viti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 17:34

9 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hægt og rólega sígur það inn að við erum ekki 30 miljónir og að landið er eitt það auðugasta í heiminum í dag. og þess vegna er áhuginn og þrýstingurinn svona mikill frá peningamönnum bæði hérlendis og erlendis frá. Þetta kom líka vel fram á fundinum í Skipholtinu í dag. Við erum velvakandi þessa dagarna!!.

Eyjólfur Jónsson, 12.11.2011 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband