ÖGMUNDUR BREYTTI RÉTT.

Ögmundur Jónason, innanríkisráðherra þarf nú að verja ákvörðun sínu um að gefa ekki undanþágu frá íslenzkum lögum varðandi jarðarkaup á Grímsstöðum.  Blöðruselir kjördæmisins belgja sig út og taka þann málstað sem best tryggir eigið endurkjör.  Best að þeir standi við orð sín og hætti stuðningi við ríkisstjórnina eða þegi ella.  En þetta mál ýtir á skýrari lög um eignarétt, auðlindir og nauðsynlega varnagla.  Slagkraftur fjármagnsins er orðinn slíkur að auðvelt er að sjá fyrir sér nokkra milljarðamæringa kaupa upp landið, auðlindir þess, nýtingarrétt og loks stjórnsýsluna sjálfa.  Við höfum slík myrkragöng að baki og dragsúgurinn angrar okkur enn.  Þetta upplegg með Grímsstaði á Fjöllum á nefnilega margt sammerkt með hnullungum hrunsins, auðvald, óljósa bakhjarla, háleit markmið, þrýsting beinna hagsmunaaðila, kjördæmapot alþingismanna og tengzl við stjórnmálaflokk.  Bara sú staðreynd að þurfa hálft prósent af landinu undir golfvöll og hótel er tortryggileg og í mínum huga næg ástæða til höfnunar.   Innanríkisráðherra fór að lögum í þessu máli.  Stjórnmálamenn sem telja lögin vitlaus geta barist fyrir að fá þeim breytt.   Stjórnmálamenn sem vilja túlka lögin að eigin smekk ættu að huga að annarri vinnu.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu.  Og ég fylgist vel með viðbrögðum bloggara.  Sumir þeirra hafa fallið niður í ruslið fyrir mér vegna afstöðu sinnar.  Fólk verður að átta sig á því að orð bera ábyrgð, og líka hugsunarháttur.  Við þurfum ekki á hugsunargangi hrunsina að halda í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 11:29

2 identicon

Allavega held ég að Framsókn verði að kasta Höskuldi fyrir borð eins og Guðmundi Steingríms ef sá flokkur á að verða valkostur í næstu kosningum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 11:34

3 identicon

Framsókn þarf umpólun í auðlindamálunum til að vera gjaldgengur að mínu mati.

lydurarnason (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 11:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mikið rétt.  Það þarf að hafa eyrun vel opin ef menn ætla sér að velja því það er einmitt í svona málum sem sannleikurinn skín í gegn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 11:44

5 identicon

Hef nú ekki miklar áhyggjur af því að framsókn spilli íslenskri pólitík meira en orðið er, ekki einu sinni í norðausturkjördæmi. Íslendingar eru búnir að sjá í gegnum þetta fyrirbrigði, sem ranglega kallar sig stjórnmálaflokk. En Ögmundur gerði það eina rétta. Honum ber að fara að lögum, ekki fara framsóknarleiðina og sveigja þau og beygja eins og Valgerður og Siv gerðu að skipun Halldórs Ásgr. varðandi Kárahnjúka. Nú þarf í framhaldi af þessu að setja lög í landinu, sem takmarka rétt svokallaðra landeigenda til að selja auðlindirnar. Ekkert var gerandi með loforð Nubos varðandi vatnið í Jökulsá á Fjöllum, það var bara loforð og einskis virði. Merkilegt annars hvað íslendinum hættir til að horfa ekki á viðskipti með ísköldu fjármálalegu og hagsmunalegu mati á fyrirliggjandi staðreyndum. Menn eru unnvörpum að rugla með að þessi Nubo sé ljóskáld og ég veit ekki hvað - eins og það skipti einhverju máli?

Serafina (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 11:54

6 identicon

Hjartanlega sammála þér Lýður, nú sem fyrr.

Þessi mál, þ.e. eignarhald á stórum landssvæðum sem byggja á mjög vafasömum og fornum forsendum, hafa lengi verið mér hjartans mál. Á ég þá við óréttlætið og frekjuna sem landeigendur hafa sýnt í gegnum tíðina..

Ég hef unnið við kortagerð og skipulagsvinnu hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð og komist þar í tæri við suma af stærstu jarðaeigendum landsins. Þessi mál eru í fullkomnum ólestri og jarðamörk á Íslandi eru ekki skilgreind nákvæmlega, nema hjá örfáum jörðum á Vesturlandi. Það er líka algjörlega fáránlegt hvað nokkrar af stærstu jörðum landsins eigna sér mikið af óbyggðum og öræfum, eitthvað sem engin réttsýnn maður getur fallist á. Þetta eru oftast jarðir sem liggja við hálendisbrúnina og kallast með réttu öræfajarðir. 80 – 90 % af flatarmáli þeirra ættu að sjálfsögðu að vera í eigu sveitarfélagsins eða ríkisins, þ.e. þjóðlenda. Engin getur gert slegið eign sinni á slík landssvæði, þó er það gert.

Sjálftökusamfélagið hófst strax við landnám.

Grímsstaðir á Fjöllum er aðeins ein af mörgum risajörðum landsins og alls ekki sú stærsta.

Kalmanstunga á Hvítársíðu telur um 650 ferkílómetra af Íslandi vera innan sinna marka, mest af því er hraun, sandar og öræfi. Nú, svo auðvitað óendanlega mikið af vatni og öðrum hlunnindum. Ég minnist þess að "landeigandinn" gortaði mikið af því að Eiríksjökull væri stærsta þúfan á landinu hans. Hrokinn var algjör.

Það besta af öllu er þó það, að jarðaeigendur borga engin lóðagjöld fyrir jarðir sínar. T.d. er land Gilsbakka á Hvítársíðu u.þ.b. 6600 hektarar, þ.e. um 66 ferkílómetrar. Sú jörð er engin öræfajörð, heldur er hún stútfull af hlunnindum. Lóðamat fyrir þetta land er rúmar tvær milljónir samkvæmt FMR, þetta er jörð sem myndi seljast fyrir mörghundruð milljónir, ef ekki milljarð. Ein af bestu jörðum landsins. Lóðamat Kalmanstungu er einnig í kringum 2 milljónir

Kíkið inn á heimasíðu FMR.

Bestu kveðjur,

Stefán Þórsson (bróðir Steina og Magga)

Stefán Þórsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 21:57

7 identicon

Kann vel að vera rétt hjá þér en finnst sérstakt að ráðherran hafi ekki rætt við manninn og fengið upplýsingar um hvað hann ætlaði sér með þessari fjárfestingu. Algerlega höfum við ekki lært af hruninu á mörgum sviðum og skortur á upplýsingum ein stór ástæða þess. Hér hefði mátt gera betur í þeim málum.

Viðar (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 23:11

8 identicon

Takk fyrir þetta, félagi Stefán, framundan er baráttan um Ísland og þá er eins gott að halda utan um lykilatriði eins og þau sem þú nefnir.

lydurarnason (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 23:13

9 identicon

Tek undir góðan pistil Lýðs, enda sýnist mér sem samhertir blöðruselir og Brim-Samherjar NA kjördæmis geri nú allt til að dreifa athyglinni frá kvótamálum og fögrum loforðum Samfylkingarinnar í þeim málum.  Bara bora og bora og skála og skála ... hikk, hikk ... þrútnir eru þeir blöðruselir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 23:34

10 identicon

Sæll, Viðar.  Ef kaupandinn hefði ætlað sér eitthvað misjafnt hefði hann ekki upplýst ráðherra um það.  Enda miklu betra að svona mál þurfi ekki sérstaka afgreiðslu ráðherra hverju sinni og þar með háð reikistefnu.  Við þurfum lagaramma byggðan á þjóðarsátt sem gildir almennt um alla og allsstaðar.

lydurarnason (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband