ÚTLENDINGAHRÆÐSLA EÐA ÍSLENDINGAÁST?

Hvað sem segja má um Kína og Grímsstaði hefur umræðan skerpt línurnar.  Er landrými auðlind eða ekki, er eignaréttinum betur fyrirkomið hjá ríki eða einkaaðilum eða eru nýtingarsamningar til ákveðins tíma besti kosturinn?  Vinstri grænir vilja takmarka eða banna jarðarsölu alfarið til útlendinga og munu flytja málið á þingi. Hvort sem þetta er kallað útlendingahræðsla eða íslendingaást skiptir ekki máli heldur hitt, hvoru megin girðingar við lendum sem þjóð.  Í ljósi þess að aragrúi milljónera um allan heim velta meiru en íslenzka þjóðin samanlagt styð ég vinstri græna í viðleitni sinni og tel hagsmunum þjóðarinnar best borgið með nýtingarsamningum á landi og auðlindum þar sem einkaaðilar keppa á jafnræðisgrundvelli.  Með slíka löggjöf erum við fær í flestan sjó.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það væri allavega mun betra að setja lög um þetta þannig að ekki þurfi að togast á um hlutina heldur væri þetta skýri og yfir allan vafa hafið, þegar þingfólk mælist til þess að gefin sé undanþága frá lögum er það ekkert annað en yfirlýsing um það að sama fólk vill taka lögin í sínar hendur þá erum við komin á heldur hálan ís.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 08:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

æEg treysti allavega Samfylkingunni engan veginn til að gæta hagsmuna Íslands í utanríkismálum.  Þeir hafa sýnt að þeim er ekkert heilagt í því efni.  Myndu sennilega selja ömmu sína ef þeir teldu einhvern ágóða af slíku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 11:07

3 Smámynd: Guðbrandur Ólafsson

vogunarsjóðir Íslandabanka og Arionbanka eiga slatta af jörðum á Íslandi, hvernig skal taka á þeim málum í framtíðinni.  Munu jarðeigendur vítt í kringum land ekki meiga taka lán hjá þeim stofnunum, bara Sparisjóðum og Landsbankanum. Verða vogunarsjóðir bankanna að skila eignum sínum til ríkissins eða hvernig hugsa menn framhaldið.  Vogunarsjóðir eru jú erlendir aðilar eða hvað.  Eru eigendur vogunarsjóðanna kannski fyrrum eigendur bankanna.??

Guðbrandur Ólafsson, 28.11.2011 kl. 14:35

4 identicon

Athyglisverður vinkill sem Eiríkur Bergmann kom með á þetta mál í hádegisfréttum RÚV. Eiríkur er sennilega fróðastur Íslendinga um Evrópurétt og hann taldi einsýnt, að ef frumvarp Guðfríðar Lilju yrði að lögum, yrði það tekið sem úrsögn úr EES. Það eitt út af fyrir sig er nægileg ástæða til að þetta fái ekki framgang á þingi.

Serafina (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 17:16

5 identicon

Guðbrandur nefnir atriði sem sannarlega þarf að pæla Í og Serafina einnig. 

Ég er þegar byrjaður og vonandi fleiri...

lydurarnason (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 17:50

6 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ef það er rétt hjá Serafina að frumvarp Guðfríðar Lilju um að banna sölu lands til erlendra aðila, þá jafngildi það úrsögn úr EES, þá spyr maður um tilveru Danmerkur, svo dæmi sé tekið. Þar hafa menn undanþágu frá því að selja landið sitt og jafnvel sumarhús einnig !!

Hvernig svarar Dr. Eiríkur Bergmann þeim vinkli?

Fyrir alla muni, fáum lög á þetta mál. Íslendingar hljóta að vera það samheldnir að vilja halda landinu í eigu þjóðarinnar.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 28.11.2011 kl. 17:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekki traust á Eiríki Bergmann, hann hefur áður sagt hluti sem standast ekki, bara í þágu Samfylkingarinnar.  Hann er einn af þessum svokölluðu "fræðimönnum" talsmönnum stjórnarinnar sem leggjast svo lágt að hafa hræðsluáróðurinn í fyrirrúmi fyrir fræðimennskunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2011 kl. 18:16

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það er hægt að hafa þetta mjög einfalt:

Ábúendur verða að búa á, og nýta jarðirnar til landbúnaðarframleiðslu.

Aðalsteinn Agnarsson, 28.11.2011 kl. 19:21

9 identicon

Eigendur Grímsstaða á Fjöllum, ásamt öðrum eigendum risajarða á Íslandi, borga engin gjöld af þessum "eignum sínum". Fasteignamat Ríkisins metur landið á 2-3 milljónir og borga eigendur samkvæmt því. Svo selja þeir landið á 1000 milljónir.

Jörð sem er 99% óbyggðir og öræfi. Jörð sem er réttmæt eign allra Íslendinga.

Stefán Þórsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband