SKIPTIR FORMAÐURINN MÁLI?

Skondið að fylgjast með baráttu formannsefnanna tveggja fyrir landsfund sjálfstæðisflokks.  Sá sem vinnur er forsætisráðherraefni og æðstistrumpur sjálfstæðismanna næstu misseri.  Illa gengur að kreista úr helsta framáfólki flokksins hvorn frambjóðandann það vill.   Skýringin væntanlega óvissan um úrslit en illt er að hengja sig fyrirfram á þann sem tapar.  Betra er að halda leiðum opnum.  Þó kosning formanns sé innnbúðarmál sjálfstæðismanna gæti hún komið okkur öllum við.  Sem forsætisráðherra tel ég raunar hvorugan kandídatinn boðbera nauðsynlegra breytinga á íslenzku samfélagi, held tryggð beggja meiri við flokkinn en þjóðina.  Eina ráðið til að láta þessa kosningu ekki koma okkur við er að kjósa annað í komandi kosningum hvenær sem þær verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú gætir kannski leitað svars hjá kollegum þínum Lýður hvor formannsframbjóðandinn er vænlegri.Læknar eru eins og þú veist flestir Sjálfstæðismenn, þótt þeir séu ekkert sérstaklega að veifa því.Læknar hafa nokkrir verið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og reynst vel.Fólk hefur trú á læknum sem er eðlilegt.Samfylkingin er vissulega með einn læknir í forystu, en ekki á þingi, og er hann undantekningin sem sannar regluna.

Sigurgeir Jónsson, 15.11.2011 kl. 21:37

2 identicon

Sæll, Sigurgeir.  Fyrir sjálfstæðisflokk er HB líklegri til fylgisaukningar.  Fyrir þjóðina held ég hvorugur skipti máli.  Starfsfélagar mínir eru eflaust margir hliðhollir hægrinu enda stéttin ágætlega haldin þó engu verði breytt.  Hvort Dagur Bé verði undantekning sem sannar einhverja reglu skal ósagt en læknabörn hafa markað djúp spor, a.m.k. eitt.

lydurarnason (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband