KAKAN STÓR EN SNEIÐARNAR FÁAR.

Því er haldið fram að aflahlutur sjómanna lækki við innleiðingu veiðigjalds, þ.e. að gjaldið rýri afkomu útgerðanna þannig að þær geti ekki borgað sömu laun.  Í fyrstu gæti litið út að hér væri um að ræða umhyggjusemi í garð sjómanna en hafa skal það sem sannara reynist.  Í fyrsta lagi má spyrja hvaðan stórfiskar viðskiptalífsins spretta og hvar liggur vald auðsins?  Á útgerðin þar sinn sess?  Er skiptahlutur hennar svo rýr að ganga verður á sjómenn?  Skyldu þær útgerðir sem reka eigin vinnslu selja sjálfum sér fisk á lægra verði og rýra þannig aflahlut sjómanna?  Mismunur á fiskverði bendir sterklega til þessa og hvar er þá umhyggjan fyrir sjómönnum?  Kvótaleiga er þannig uppbyggð að kvótalaus sjómaður greiðir leigusalanum 70-80% af innkomu sinni.  Sjálf vill stórútgerðin helst ekki borga neitt veiðigjald, sbr.makrílinn.  Er þessi okurleiga af umhyggju fyrir sjómanninum?  Og öll viðleitni til að koma á jafnræði og heilbrigðri samkeppni í sjósókn á Íslandi er barin niður skjótt og örugglega af hagsmunasamtökum útgerðamanna.  Er það af umhyggju fyrir sjómanninum?   Í skugga þessarar niðurlægingar vinna sjómenn verk sín, þegjandi. Kakan er stór en sneiðarnar fáar.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið ansi brýnt að skilja með lögum milli veiða og vinnslu, þ.e. að eiganda fiskvinnslustöðvar sé óheimilt að eiga hlut í fiskiskipi/skipum. Í framhaldi af því þarf að lögbinda þá kröfu sjómanna að allur afli fari á markað. Þegar svo er komið, verður farið að senda fiskinn í meira mæli ferskan á markað erlendis, sem tryggir miklu hærra verð fyrir þá sem draga hann úr sjó og eins fyrir þjóðarbúið. Þvert ofan í það sem haldið er fram, verður frysting á fiski eingöngu til að lækka hann í verði og gera hann að þriðja flokks vöru á erlendum mörkuðum. Í Evrópu er litið svo á að fryst matvara sé annars eða þriðja flokks vara. Því hafa frystiglaðir íslendingar ekki viljað trúa.  

Serafina (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 06:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur verið vitað í yfir 20 ár, en það hefur aldrei mátt ræða það fyrir hótunum stórútgerðarmanna. Og dansfíflin dansa svo með.  M.a. RUV. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband