GEIRNEGLT SKAUP.

Eftir prýðilega spretti áramótaskaupsins með allskyns þjóðmálaglensi átti maður von á góðlátlegum endi.  En það var öðru nær.  Skaupið tók algera u-beygju í restina og varð að fúlustu alvöru, nánast geirnegling.   Baksviðsatriði landsfundarins er einn eftirminnilegasti skaupsketsi síðari ára og ekkert annað en hámögnuð rassskelling fyrir sjálfstæðisflokkinn.  Held leikstjórinn hafi stýrt sínu síðasta skaupi í bili en það eflaust þess virði.  Sjaldan hefur veruleikinn ratað eins vel inn í stofu allra landsmanna.  Til hamingju Gunnar Björn og Co.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Atriðið var beitt, en skaupið hefði orðið betra ef það hefði verið jafn beitt allan tímann þannig að ekki þyrfti að taka u-beygju í lokin.

Ómar Ragnarsson, 1.1.2012 kl. 03:02

2 identicon

Þetta var dásamlegt...

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 03:25

3 identicon

Besta atriði skaupins var endirinn,magnaður söngur ungs fólks og mikill boðskapur í textanum.  Annars  MJÖG  lélegt skaup að öðru leiti.

Númi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 10:50

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þá þarf ekki lengur að læðupokast með hvað átti sér stað bak við tjöldin á Landsfundinum og hvernig línurnar voru "settar réttar". Þessi skrípa leikur var svo augljós að mann hryllir við "siðblindunni" sem fékk menn til að haga sér svona. Ég hef sagt að Sjálfstæðisflokkurinn sé ónýtur flokkur með afturgöngurnar sem ollu hruninu í eftirdragi. Vonandi hreifir þetta skaup við þeim kjósendum sem fylgja flokknum í blindni og gera ekki kröfu til forystunnar um uppgjör við spillingar öflin sem hreiðrað hafa um sig í Valhöll.

Ólafur Örn Jónsson, 1.1.2012 kl. 11:05

5 Smámynd: Sólbjörg

Landsfundir Samfylkingarinnar og VG voru svo skelfilegir með sínum spillingar,innherja- og kosningasvikum að þeir líktust hryllingsfarsa þessvegna var ekki hægt að nota neitt frá þeim í skaupið. Fólk hefði farið að gráta!

Sólbjörg, 1.1.2012 kl. 12:18

6 identicon

Félagi ómar...  Oft þarf að taka u-beygju í aðfluginu  og þessi var virkilega vel heppnuð.  Málið er að broddur grínsins varð miklu meiri í landsfundaratriðinu því sannleikurinn var allt í einu kominn inn í stofu.  Það er ekki grínurunum að kenna heldur sjálfstæðisflokknum sjálfum sem hefur gjörsamlega misst sjónar á því sem hann stendur fyrir eða stóð. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 13:49

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér þótti skaupið gott. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 14:30

8 identicon

Mestur hluti skaupsins byggði á húmor, raunar góðum húmor. Það var ógeðfellt að vísa til fjöldamorðanna í Noregi, og hluti skaupsins var því miður litaður af hatri í garð Sjálfstæðisflokksins.

Þórólfur Sveinsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 15:46

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Litaður af hatri í garð Sjálfstæðisflokksins?

Ég veit ekki betur en aðalpersónur skaupsins hafi verið formenn Samfylkingar og VG, og að sjálft upphafsatriðið hafi verið upptalning helstu klúðursmála þeirra á kjörtímabilinu. Framsókn fékk líka sinn skerf af skopstælingum.

Það er alveg ótrúlega þrautseig sjálfhverfa sem birtist í því hvernig Sjálfstæðismenn virðast enn halda að flokkurinn þeirra sé miðpunktur sem allt snúist um.

Ég gæti alveg eins sagt að skaupið hafi verið litað af hatri á fullveldissinnum, vegna þess að við vorum teknir þar fyrir varðandi ESB og Icesave. En frá því ég hætti í Sjálfstæðisflokknum og á leikskólanum hefur slík firra ekki hvarflað að mér.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2012 kl. 17:40

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Besta atriðið var í rauninni Títanicstaða Jóhönnu og Steingríms í lokin

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 18:31

11 identicon

Verst að þetta Titanic atriði er svolítið ofnotað.

Vorum nýbúin að sjá þau í þessari stöðu í endursýndum Spaugstofuþáttum á gamlársdag.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 09:01

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sé ekki Spaugstofuna lengur Sigrún.  Svo ég missti af því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband