KREPPUKJAFTÆÐI

Loksins er veizlan búin.  Þreytandi að verða.  Sýndist vélin til Ísafjarðar aðeins á einum hreyfli til að spara eldsneyti.   Alveg eins og maður sjálfur fyrri hluta dags.   Kreppa er auðvitað ekkert annað en núllstilling, löngu tímabær flótti frá óhófi og úrkynjun.   En hrunadansinn boðar morgunskímu nýs dags þar sem efni mun víkja fyrir anda.  Heimilin fá loksins frið fyrir gylliboðum bankanna, sólarlandaferðum, makkdónalds, kortatímabilum, þotugný og Björgólfsfeðgum.  Í staðinn koma íslenzkar kartöflur, slátur, lautarferðir, húslestur og heimabakað.   Ok efnishyggjunnar, skrilljarðarnir munu heyra sögunni til og króna í hendi best.   Í ofanálag eru útlendingamálin að leysast af sjálfu sér.   Og þó bretinn líki okkur við hryðjuverkamenn skulu þeir bara passa sig, þorskastríðin voru öll okkar megin.  Svo erum við líka búin að eignast nýja vini.   Ég get ómögulega séð neina kreppu í þessu.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen.

Ágúst G. Atlason (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:13

2 identicon

Og bjórbann aftur og niðurfelling sjónvarpsleyfa og sérstaklega á fimmtudögum og í júlí.....

Betri helgmingurinn þinn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Vilborg Auðuns

Mikið er ég sammála þér.

Kveðja Vilborg

Vilborg Auðuns, 10.10.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammála hverju orði minn gamli kamerad.

Og nú á ríkið alla bankana og þar með allt ólöglegt veð í óveiddum fiskinum í sjónum.

Hvernig mun ríkið bregðast við, ætli þeir fari til efnahagsbrotadeildar lögreglunar og biðji um ransókn á öllum þessum veðsvikum ?

Eða verða það tjallarnir sem vörslusvifta kvótann og þá getum við farið í enn eitt þorskastríðið ?

Ég veit það ekki, en þetta er möguleiki ! Og ef svo er, þá bíða þungir fangelsisdómar banka og útgerðamanna (og fyrverandi).

Eins og Steingrímur sagði: Hvort kemur á undan, hænan eða eggið ?

Það eru margir Þjófar og þjófsnautar á Íslandi sem við eigum ýmislegt vantalað við.

Níels A. Ársælsson., 10.10.2008 kl. 16:57

5 identicon

http://mengella.blogspot.com/2008/10/upphin-sem-vi-tlum-ekki-stela-fr-bretum.html

jónína (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:55

6 identicon

Kreppan frelsaði mig frá vinnunni minni - kannski verður það til þess að ég fer að nýta mér kosti þess að búa í Asíu?

Strúlla (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 05:15

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Lýður. Ég get nú tekið undir margt af því sem þú segir en verð að viðurkenna að mér finnst höggið þungt sem skellur á þjóðinni og veit að margir kveinka sér. Dansinn í kringum gullkálfinn var orðinn ansi hraður og því tímabært að stoppa við en að lenda í hasar við bresku þjóðina og sæta afarkostum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins finnst mér ekki gott. Ég hef nú áður sagt einhversstaðar að það fiskist best í hafrótinu eftir brælur og er viss um að þessi botn okkar, þó hann liggi neðarlega, gefi okkur aukin tækifæri og meira öryggi fyrir næstu kynslóðir en það hömlulausa frjálsræði sem var við lýði fyrir nokkrum vikum síðan. Nú reynir á ráðamenn okkar og að þjóðin missi ekki móðinn. Það er ekki heimsendir þó við séum ekki ríkust, fallegust og sterkust. Bestu kveðjur vestur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband