ÞÖRF ÁMINNING FYRIR STJÓRNMÁLAMENN.

Samfylkingin er einhuga um samþykki icesave.  Hún vill að þjóðin taki á sig skuldir útrásarinnar en er svo samhliða að semja við einn af forkólfum sama fyrirbæris um ný viðskipti.   Rökin hve hagfelld þau eru þjóðinni auk þess sem eignarhald þessa sama aðila í fyrirtækinu sem semja skal við sé ekki ráðandi.  Er furða þó þjóðin rísi nú upp og hafni slíkum tvískinnung.   Stjórnmálamenn á Íslandi eiga enn langt í land með samkvæmnina og þurfa mjög á áminningu að halda.  Forsetinn hefur hana í hendi sér og hafni hann icesavelögunum mun milliríkjadeila einungis þjappa þessari sundruðu þjóð saman.   Hræðsluáróður um að hér stöðvist allt gangverk stenst ekki, veik króna sér til þess. 

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo mörg eru þau orð......Bjarni Ben.  mælist til þess að forsetinn skrifi undir!!!!!!  Ólíkt hafast þeir að, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, baráttumaðurinn og stjórnmálaskörungurinn,  Bjarni Bebediktsson. Eða sá núverandi, Bjarni Ben.  Ef hægt væri að deila með tveim í nafnanna, þá er ég hræddur um að sá mæti brottflutti lenti í ruslflokki.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 15:56

2 Smámynd: Elle_

Já Lýður, það er með ólíkindum hvað stjórnarliðar halda að þeir geti niðurlægt fólkið í landinu og ofboðið.   Forsetinn hefur það vald að stoppa þessi níðingslegu ólög og AGS og erlend stjórnvöld, Icesave-stjórnin og Icesave-sinnar allir, þurfa nauðsynlega að finna að þeir geti ekki valtað yfir okkur að vild.   Hann ætti að standa með sinni þjóð.

Elle_, 4.1.2010 kl. 22:37

3 Smámynd: Elle_

Veit ekki til að Bjarni Ben hafi sagt þetta núna, Þorður, hann gerði það síðast, fyrir 2. september undirskriftina.   Veistu nánar um það?

Elle_, 4.1.2010 kl. 22:49

4 identicon

Kæra ElleE!

 Skammtíma minni mitt nær ekki til 2. september.  En staðreyndin er sú, að þetta var lesið í hádegisfréttunum í gær ( 4. jan. 2010 ) Þetta þykir víst engin frétt, því ég fann það ekki á RUV.is., en það eru fleirri en é sem heyrðu þetta.

Baráttukveðjur !!!---- Þórður.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 00:39

5 identicon

ElleE....Þetta er á Eyjunni.---- Frétt á bloggsíðunni.

þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 00:49

6 identicon

Orð Bjarna um forsetann og inngrip hans má skilja og túlka á marga vegu.  Held þó þau betur ósögð.  LÁ

lydur arnason (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 02:16

7 Smámynd: Elle_

Já, takk Þorður.  Og gleðilegan dag og til hamingju með forsetann sem studdi lýðræðið.  Lengi lifi Ólafur Ragnar Grímsson. 

Elle_, 5.1.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband