5.1.2010 | 03:03
DRUNDRÍMUR Á BESSASTÖÐUM Í FYRRAMÁL.
Hitti góða vinkonu í dag. Sú sagðist ekki geta hugsað þá hugsun til enda að forsetinn synji icesavefrumvarpi ríkistjórnarinnar. Ég hætti við að kyssa hana og stundi því upp að ég sæi þetta akkurat öfugt og framtíðin dökk ef Bessastaðajarlinn myndi skrifa undir. Hún gaf mér eldsnöggt utan undir og frábað sér svona tal. Hikstaði þá upp úr mér kvótakerfinu og eftir stutta stund féllumst við í faðma sammála um þjóðaratkvæðagreiðslu í því óefni. Eftir að hún var farin lét ég hugann reika og komst að þeirri niðurstöðu að líklega væru flestir fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu í málum sem þeir vilja breyta en móti ella. Sitji Ólafur Ragnar á undirskrift sinni í fyrramál fer icesave í nýjan farveg, þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki meirihluti þjóðarinar lögin er það miklu ásættanlegra fyrir þessi 60 þúsund sem skrifuðu undir höfnun. Verði lögunum hinsvegar hafnað er þjóðarviljinn skýr. Hvað sem niðurstöðunni líður er þjóðaratkvæðagreiðsla eini möguleikinn til sátta, hún mun opinbera þjóðarviljann, ekki sjálfvitaháttur skriffinna. Megi guð gefa kröftugar drundrímur á Bessastöðum í fyrramál, svo kröftugar að öll vantrú feykist út í hafsauga.
LÁ
Athugasemdir
Og hefurðu þá bara engar áhyggjur af lyktinni ef rímurnar verða langar?
Árni Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 08:59
Mér dettur ekki í hug að það verði farið í kosningar um þetta lagafrumvarp. En mér hefur nú skjátlast um svo margt upp á síðkastið. Ríkisstjórnin á eftir að segja sitt.
Gísli Ingvarsson, 5.1.2010 kl. 11:45
Sló Ólina þig nógu fast utanundir til að þú sæir ísbirni?
einsog hennar er vani
GK (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:55
Lyktin verður vart verri þó forsetinn láti einn flakka en víst var fastnelgt. Ólína er saklaus að þessu sinni og aðeins um löðrung að ræða þó það hafi til forna sízt verið talið betra. En gott þó að Ólína varð ekki á vegi mínum í dag.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.