BLINDA STJÓRNARFLOKKANNA.

Blinda stjórnarflokkanna á ákvörðun Óla forseta er segin og ber grunnhyggni vott.   Með synjuninni færir Óli þeim gullið tækifæri til að vinna þjóðina á sitt band og halda áfram sinni vegferð með þjóðarvilja í farteskinu.  Þegar fram í sækir mun það einnig reynast þjóðinni dýrmætt að hafa fengið að útkljá þetta deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslu.   Sumir þingmenn stjórnarflokkanna ættu því að hætta úthuðun forsetans og sækja sér vizku annað.   Tal stjórnarandstöðu um sættir  endurspeglar hræðslu sömu aðila við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu.     Því samþykki íslendingar icesave er það bullandi stuðningsyfirlýsing við ríkisstjórnina og mun veita henni kærkominn meðbyr.  Hafni þjóðin hinsvegar lögunum er það langt í frá vatn á myllu framsóknar og sjálfstæðisflokks og raunar er það mín trú að verði icesavesamningarnir samþykktir sé það ekki sízt vegna ógleði á fyrrum stjórnarherrum.    Orðið óstjórntækir hefur verið notað um þessa tvo fyrrum samstarfsflokka og sannlega enn gildandi.   En hvað sem segja má um það er ákvörðun Ólafs Ragnars stefnumarkandi.   Í fyrstu sýn ávísun á óvissuferð en til lengri tíma  farvegur sameiningar, ekki sundrungar.  Og einmitt vegna hennar mun fólkið sem hérna býr sjá margt í skýrara ljósi en ella hefði orðið.   Og fólk annarsstaðar einnig.   Ég spái frjóum og upplýsandi tímum framundan á Íslandi og frosthörkuspár munu dauðar niður falla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Tekk undir þín orð, ég seti inn færslu á blogið hjá mér um getuleysi þessar aumu ríkisstjórnar er kemur að því að standa með ÞJÓÐINNI í IceSLAVE dæminu.  Svona getur þetta ekki gengið lengur, þau verða að fara að BERJAST fyrir OKKAR málstað, þó fyrr hefði verið.  Ég vona að þau klúðri ekki þessu einstæða sóknarfæri okkar til að koma okkar skoðun á framfæri við erlenda fjölmiðla - þó fyrr hefði verið!

 kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 7.1.2010 kl. 12:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sama hér.  Við virðumst á sama róli Lýður minn. http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/#entry-1002088

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2010 kl. 14:17

3 identicon

Sammála því Lýður að margir fylgismenn ríkistjórnarinnar brugðust við á of harkalegan hátt með yfirlýsingum um að málið sneri um setu forseta eða ríkisstjórnar, annað hvort þeirra yrði að gefa eftir.  Þó ég sé ósammála forsetanum og telji að hann hefði átt að staðfesta lögin, þá var gjörð hans alveg í anda stjórnarskrárinnar og ég get ekki séð að þetta gjaldfelli ríkisstjórnina að neinu marki.  Ég sé einnig margar dyr opnast í stöðunni og ég vona að okkur takist að ná saman vopnum okkar.  Ég er einnig sammála þér í því að þeir þarna Bjarni og Sigmundur og flokkar þeirra eru með öllu óstjórntækir ennþá.  Kemur þar tvennt til.  Annars vegar hafa þessir flokkar ekki gert upp við nýliðna fortíð sína og ábyrgð á ástandinu og hins vegar hafa einstaklingar á þeirra vegum vaðið uppi með skemmdarverkum þegar reynt hefur verið að ná samstöðu allra flokka.  Svo er nú alltaf gaman að sjá athugasemdir frá Jakobi Þór þegar hann snýr út úr heilbrigðri skynsemi á sinn kómíska hátt.

Hörður J. Oddfríðarson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 16:05

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Jamm. Sem sagt gott eins og Jón Grindvíkingur hefði orðað það.

Sigurður Sveinsson, 7.1.2010 kl. 20:40

5 identicon

Mæl þú manna heilastur Lýður. Þjóðaratkvæðagreiðslur um þjóðþrifamál styrkja lýðræðið en veikja það ekki. Hins vegar hriktir í fjórflokknum um þessar mundir og kominn tími til. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave mun trúlega afhjúpa hversu flækt stjórnmálastéttin okkar var í þeim óábyrgu fjármálagjörningum sem kölluðu hrun bankakerfis yfir okkur. Nú þurfa allir stjórnmálamenn á Íslandi að gera hreint fyrir sínum dyrum og svara því til hvort hagsmunir þjóðarinnar eða þeirra sjálfra komi á undan. Á löngum stjórnartíma Sjálfstæðisflokksins þróuðust kaupin á eyrinni á þann veg að fyrst komu hagsmunir einstaklinga, þá flokksins og loks þjóðarinnar.

Nú er Ólafur Ragnar Grímsson forseti vor að biðja fjórflokkinn að snúa þessarri óheillaþróun við. Fyrst komi þjóðin og hagsmunir hennar, þá fjórflokkurinn og loks einstaklingar. Þetta mátti lesa út úr áramótaávarpi forsetans. Hann bað auðmjúklega um það að pólitískum stöðuveitingum lynti. Við værum fámenn þjóð og þyrftum á öllu okkar hæfasta fólki að halda í lykilstöður. Færnikröfur væru miklu mikilvægari en flokksskírteini til þess að spá fyrir um árangur fólks í starfi.

Mér hefur aldrei fundist forseti vor annað eins sameiningartákn og nú. Mér finnst eins og að Bananalýðveldið á Íslandi sé að líða undir lok og að búsáhaldabyltingin hafi hrundið af stað siðabót sem forseti vor styður heils hugar. Batnandi mönnum er best að lifa.

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:23

6 identicon

Takk öllsömul fyrir innleggin.  Bara dagurinn í dag hefur velt upp steinum og áhöld um hvort Ísland sé að einangrast eða auka málstað sínum fylgi.  Fæ ekki betur séð en að kastljósið sé að færast nær kjarnanum, þ.e. hvort réttlátt sé að þjóð sitji uppi með skuldir misgjörðamanna þó af sama þjóðerni séu.

lydur arnason (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband