ÓNÝTT LAGAÁKVÆÐI EES.

Loksins er kjarni icesave kominn í kastljósið, lagaákvæði EES um innistæðutryggingar.  Aukinn þungi er að fást í þá túlkun að ákvæðið hvorki standist né eigi við þjóðarhrun.  Sem þýðir að sýn samfylkingar og vinstri grænna hefur verið röng og andstæð íslenzkum hagsmunum.  En hvað hefði gerst ef útibúum bankanna hefði verið breytt í dótturfélög í tæka tíð?  Væri boltinn þá hinumegin og Ísland laust allra mála?  Flestir hljóta að sjá að þetta regluverk EES á ekki að vera þungamiðja þessarar deilu.  Allar hlutaðeigandi þjóðir bera á þessu sameiginlega ábyrgð og þannig skyldi leysa hnútinn.  Sýn ríkisstjórnarinnar hefur afvegaleitt þjóðina frá kjarna málsins og einungis forsetanum að þakka að nýjir möguleikar skuli nú uppi á borðum.   Hinir sönnu sökudólgar njóta skjóls í skattaskjólum sem sum hver njóta brezkrar lagaverndar og furðulegt að þarlendir ráðamenn skuli ekki opna þá sjóði fremur en að ganga að íslenzkum almenningi.  Og jafnframt er óskiljanlegt að íslenzk stjórnvöld skuli standa í samningsgerð um gagnaver á suðurnesjum við sömu aðila og lögðu grunninn að svikamyllu icesave.  Einnig klóra margir sér í hausnum að þessir menn hafa ekki einu sinni verið yfirheyrðir, höfuðpaurinn búandi í hjarta brezka konungsdæmisins.  Í samantekt má segja að okkur hefur borið langt af leið en loks hyllir undir land.  Framundan er kynning á málinu fyrir alþjóðasamfélaginu en miklum vafa undirorpið að leiðtogar ríkisstjórnarinnar séu hlutverkinu vaxin.  Held að forsetinn, Eva Joly og Grímur Atlason yrðu frábært þríeyki.

LÁ     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Algjörlega sammála. Ein spurning bara. Er Grímur nokkuð latur þ.e. vill hann nokkuð bara klára málið eins og svo oft heyrist? Þekki manninn ekkert.

Helga Þórðardóttir, 10.1.2010 kl. 01:27

2 identicon

Grímur er góður drengur og leti honum víðs fjarri.  Fallegur maður, kann að koma fyrir sig orði og pönkari af guðs náð, sem sagt þriggja hljóma maður.  Stæðilegur, stöndugur og stærðfræðilega óútreiknanlegur.  Kemur öllum í opna skjöldu, heillandi og töfrandi.  Frábær í samninganefnd, það er mín skoðun og hún bjargföst.

LÁ   

lydur arnason (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 04:55

3 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Fögur lýsing hjá þér á Grími. Ég læt heillast.  Grímur er að minnsta kosti ekki bundinn í flokksklafa og er greinilega ekki mjög fordómafullur. Það rifjaðist nefnilega upp fyrir mér að hann kom í heimsókn til okkar á FF kosningaskrifstofuna í vor. Við þurfum mann sem getur horft út fyrir flokkslínur. 

Helga Þórðardóttir, 11.1.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband