HÆGRI HELFTARLÖMUN.

Þorsteinn Pálsson, einn óeftirminnilegasti forsætisráðherra lýðveldisins, geysist nú fram og átelur forsetann fyrir að vera í ósamstíga ríkisstjórninni á erlendum vettvangi varðandi icesave.  Þessu á að snúa við  og átelja ríkisstjórnina að ganga erinda erlendra þjóða og sjá ekki sama ljós og forsetinn.   Samflokksmaður Þorsteins, Bjarni Benediktsson, tekur sér svo orð frelsishetjunnar í munn og gerir að sínum.  Auðvitað mótmælum við öll, við mótmælum að sjálfstæðisflokkurinn sem kennir sig við frelsi og framtakssemi sé múlbundinn og spyrtur allskyns hagsmunaaðilum úr þjóðlífinu.  Augljóst er af fyrirliggjandi gögnum og frámunalegum málflutningi  að helstu forkólfar flokksins eru keyptir af  viðskiptablokkum.   Endalaus fylgni með bankaleynd, úr sér gengnu kvótakerfi, áhugaleysi um opin prófkjör og niðurskurð hins opinbera staðfestir áherslur þessa flokksskrípis.   Hægri vængur íslenzkra stjórnmála er lamaður og batahorfur engar nema skipt verði um forystu, ergó.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það  leynist engum hver á Þorstein Pálsson með húð og hári. Ekki virðist han hafa hugmynd um lýðræðislega stjórnskipan og stjórnarskrá eftir allar sínar þingsetur. Þetta hlýtur að vera grafskrift hans í þessum geira.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þorsteinn Pálsson er mér í fersku minni sem einn óhæfasti stjórnmálamaður allra tíma.

Sem sjávarútvegsráðherra stjórnaði hann með skipulögðu aðgerðarleysi og var þungt haldinn ákvarðunartökufælni.

Ef hann yrði sendur í geðransókn þá yrði hann líklega greindur með valhvíða á hæsta stigi.

Níels A. Ársælsson., 10.1.2010 kl. 11:59

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Minni á orð DO skólabróður Þorsteins Pálssonar á Selfossi en hann taldi þorsteinn mundi hafa sómað sér vel sem gjaldkeri í banka.

Níels A. Ársælsson., 10.1.2010 kl. 12:07

4 identicon

 Þorsteinn Pálsson er aumkunaverðasti pólitíkus sem ég man eftir á skerinu. Þegar hann varði með kjafti og klóm, í sjónvarpinu á sínum tíma, að kvenmaður sem stóð í skilnaði við karlinn sinn sem var útgerðarmaður, heimtaði helming fiskikvótans sem karlinum hafði verið úthlutað til að veiða á bát sínum, fiskikvóta sem var og er eign þjóðarinnar. Þetta var að áliti Þorsteins eign konunnar og ekkert við það að athuga að hans mati.  Hefði ég sagt frá þessu þar sem ég starfaði í Afríku, veit ég að þarlendir hefðu talið söguna ótrúlegasta hvítingjabrandara sem þeir hefðu heyrt og hlegið endalaust að ruglinu. Þorsteinn kom því einnig til leiðar að hægt var að veðsetja fiskikvóta (þótt ekkert væri víst að næðist að veiða kvótann) að því hefðu Afríkanar hlegið ennþá meira.

Robert (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 22:45

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorsteinn hefur sjálfur sagt að hann sé einna stoltastur af því á sínum ferli að hafa komið kvótakerfinu á. Þetta er hans mat. Á sínum tíma þegar við áttum í deilu við Norðmenn var hann ótrúlega fljótfær að taka eindregna afstöðu með Norðmönnum í máli sem þeir höfðu veikan málstað að verja.  Það er ekki tilviljun að Þorsteinn var ráðinn ritstjóri ekki frekar en að össur valdi hann í samninganefndina.

Sigurður Þórðarson, 10.1.2010 kl. 23:40

6 identicon

Sagan mun dæma ÞP eins og reyndar okkur öll.  Það er þó að verða ljóst að aðkoma hans að þjóðfélagsmálum er í anda þess sem við viljum nú sjá hverfa.

lydurarnason (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband