KOSTULEG YFIRLÝSING.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ótvíræða ábyrgð á útibúum íslenzkra banka í EES ríkjum er kostuleg.  Samin til höfuðs því sem hinn franski evrópuþingmaður, Lipietz, heldur fram að svo sé ekki.  Samhliða í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er svo efasemdum lýst um gildi innistæðutryggingarákvæðisins og skyldu heimaríkisins í þeim efnum.    Þessi tvíræðni kristallar vanda stjórnarinnar:  Hún hefur hugsanlega vanrækt íslenzka hagsmuni og þægilegasta leiðin náttúrulega sú að það verði aldrei lýðum ljóst.   En fyrir leikmenn er illt að kveða upp endanlegan úrskurð í þessari lönguvitleysu allri og náist ekki sátt um sameiginlega ábyrgð landanna þriggja er dómstólaleiðin það sem við blasir.  Nema náttúrulega að samþykkt laganna í þjóðaratkvæðagreiðslu taki af öllum ómakið og fresti vandanum um sinn.  En yfirlýsing ríkisstjórnarinnar gegn rökum sem hugsanlega gætu leyst okkur undan oki þessarar svikamyllu allrar hlýtur að teljast kostuleg í það minnsta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vil benda þér og öðrum á greinina SOS eftir Jón Baldvin Hannibalsson á http://silfuregils.eyjan.is/

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 01:42

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er a.m.k. feluleikur og það ljótur feluleikur! Hvað gerðu íslensk stjórnvöld þegar R. Wade varaði við efnahagshruni? Hver varð svo niðurstaðan? Hvor hafði rétt fyrir sér? Er eitthvað sem bendir til að íslenskir stjórnmálamenn hafi eitthvað lært?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.1.2010 kl. 01:54

3 identicon

Þetta er tragikómískt.

Fram kemur maður sem sat á Evrópuþingi og segist hafa komið þar að samningu tilskipunar (væntanlega nr. 87 frá 2002) sem felur gistiríkjum ábyrgð á rekstri tryggingakerfis í samræmi við tilskipun nr. 19 frá 1994.

Kemur fyrst fram stjórnarþingmaður sem bendir á það að Lipietz hafi ekki verið sestur á Evrópuþingið árið 1994 og hafi því ekki getað komið nærri samningu tilskipunar frá því ári - en því hafði hann aldrei haldið fram.

Næst kemur yfirlýsing frá stjórnarráði Íslands þar sem sá skilningur þess á tilskipun nr. 19 frá 1994 er áréttaður að hún geri heimaríki ábyrgt fyrir rekstri innistæðutryggingakerfis.

Hvort sem líður þeim skilningi á tilskipuninni þá var maðurinn að halda því fram að nýrri tilskipun skýrði þetta atriði og gerði gistiríkið skýlaust ábyrgt.

Þau eru að svara manninum varðandi rangt atriði!!

Og þetta er fólkið sem býr til lögin okkar! 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 02:40

4 identicon

Sælar, stelpur.  Las grein JBH og skrif hans skýr að venju.  Utanríkisráðherrann fyrrverandi hefur þó kokgleypt þá túlkun margumrædds regluverks innistæðutrygginga að byrðarnar falli Íslands megin,  Ennfremur gerir hann þetta að þungmiðju málsins og hefðu útibú bankanna verið komin í dótturfélög væri skömmin breta og hollendinga.   Það væri jafn fáranlegt.  JBH elur einnig mjög á þeirri skoðun að íslendingar eigi sök en því er ég ósammála, allaveganna hvað almenning varðar en það er jú hann sem á að borga.  Allar hafa þjóðirnar þrjár gert sig sekar um afglöp varðandi icesave og þó lögspekingar færi ábyrgðina yfir hafið og aftur til baka tel ég eðlilegra að málið verði tekið fyrir á samábyrgum grunni allra þjóðanna þriggja.  Þungamiðja icesave á að vera sanngirni en ekki einhliða túlkun óburðugs regluverks.  Setji viðsemjendur sig upp á móti því fer best á að lögfræðingar rífist um pakkann.

lydurarnason (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 02:40

5 identicon

Sæll, Hans.  Sá athugasemd þína fyrst nú og finnst hún athyglisverð.  Varla er JBH að vísa í gömul, óuppfærð lög, fjandakornið?

lydur arnason (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 02:43

6 identicon

Ekki eitt einasta pund lendir á breskum skattgreiðendum.

En um 300 milljarðar króna á almenningi hér plús vaxta sem eru svo háir að Bretar sleppa ekki aðeins við greiðslur, heldur græða vel á dæminu.

Og á meðan segir Steingrímur varðandi skattamálin, : You ain´t seen nothing yet.

Er það eðlilegt að svona sé komið.  Reglurnar góðu segja að svona eigi ekki að vera.  Og þær eru frá ESB, fjárans reglurnar!!!!!

Þetta er hræðilegt lið á Alþingi.  Var sennilega slæmt, en hræðilegast núna.

Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:32

7 identicon

Það er greinilegt að þeir eru búnir að tala saman Össur og Jón B gamli, þeir eru firrir löngu búnir að ákveða hver eigi að leiða okkur út úr þessum vandræðum ef til kæmi. Jón B gamli veit vel að reglugerðaruglið EES innan ESB  er meðal annars sem  hann barðist firrir að við tækjum upp hér, meingölluð eins og mörgum sinnum hefur komið fram.Það er greinilegt að Samfylkingin er farin að átta sig á að staðan nú er mikið þeirra, allt á nú að rein til að fela þá slóð samanber upprisu bankanna.  

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 16:47

8 identicon

Hérna reynir lagaprófessorinn Sigurður Líndal að leiðbeina gamla frethólknum um lagahlið Icesavedeilunnar.  Sannast enn einu sinni að - "Þú kennir ekki gömlum hundi að sitja."

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 16:47

9 identicon

Er það alltaf öruggt að þeir sem mæla það sem er gott að  heyra hafi alltaf rétt fyrir sér ?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband