HVER STJÓRNAR EIGINLEGA ÞESSU LANDI?

Heimköllun fiskiflotans er nýjasta útspil LÍÚ.  Ástæðan:  Firningarleið ríkisstjórnarinnar.  Hvað sem um þessa leið má segja er þetta yfirlýst stefna réttkjörinnar ríkisstjórnar.   En LÍÚ hefur um langt skeið gegnt hlutverki hinnar ókjörnu, sjálfskipuðu ríkisstjórnar sem réttkjörnir fulltrúar á þingi gangast aldrei gegn þó afleiðing kvótaframsalsins með öllu sínu braski og ofurveðsetningu sé augljós.  Skýring þessa hlýtur að liggja í óbirtu bókhaldi flokka og frambjóðenda.   Útilokað er að fólk hundsi slík þjóðþrifamál nema fá eitthvað fyrir sinn snúð.  Sigli flotinn í höfn gefst sjávarútvegsráðherra kærkomið tækifæri til stökkbreytinga.  Sinni handhafar aflaheimilda ekki þeirri skyldu sinni að færa þjóðinni björg í bú verður að leita annað.   Með yfirlýsingu sinni er málstaður útvegsmanna að engu orðinn og var þó ekki beysinn fyrir.  Geti ríkisstjórn, hver sem hún er, ekki fleytt stefnumálum sínum í framkvæmd vegna hagsmunahópa er lýðræðið gagnslaust.  

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

     AMEN.

Bjarni Kjartansson, 14.1.2010 kl. 22:49

2 identicon

Frábært!!...Engu við að bæta.....Ég verð bara að segja það að Ólína stóð sig vel í Kastljósinu í kvöld.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 00:43

3 identicon

Ef LÍÚ mafían ætlar að sigla skipunum í land á að gefa þeim vikufrest að koma sér út til veiða eða kvótinn verði tekinn af þeim og leigður af réttum eiganda hans sem er þjóðin, ekki láta þessa dela komast upp með eitthvert múður, þeir eru búnir að fá að gera það of lengi,það er skömm fyrir þá sjálfa að láta sér koma svona lagað til hugar.

S.Árnason. (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband