VISTVÆNN BJÖRGÓLFUR?!

Aðili sem keypti annan ríkisbankann, fékk lán hjá hóp sem keypti hinn ríkisbankann og hvorugur borgaði þjóðinni sinn skerf, aðili sem bauð þjóðinni upp á icesavepakkann og er nú að missa eitt sitt stærsta hjarn, Actavis, er enn inni í gagnaversverkefni á Suðurnesjum og það talið svo mikilvægt að horfa beri framhjá þáttöku téðs aðila í verkefninu.   Þó ekki veiti af að fá umsvif inn í landið hlýtur jafnaðarmönnum ekki sízt, að vera ljós sú staðreynd að hér verður engin uppbygging nema á siðferðilegum grunni.  Tvöfalt siðferði mun skila sömu ormagryfjunni og við nú þráum að komast upp úr.  Verði uppbyggingin á þessum nótum er ávinningurinn þessi:  Á meðan aðilinn sem skóp þjóðinni ómældar byrðar upphefur nýja gullgæs reytum við þá gömlu.  Sé gagnaverið eins arðbært og af er látið þá ætti áhugasömum ekki að vera skotaskuld að finna í það fjárfesta með hreint borð.   Annars er það ekki vistvænt. 

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband