GRÓÐURHÚSAÁHRIF?

Framboð fyrir sveitastjórnarkosningar sem áttu að vera opin og umlukin gegnumtrekki sýna sig að vera einokuð, uppstillt og skarta sömu andlitum.  Gróðurhús flokkanna skila svo nokkrum nýjum vonarstjörnum sem skrolla að líkum upp goggunarröðina.  En raunverulega opin prófkjör er hvergi að finna.  Val kjósenda í vor verður því listabókstafur en ekki persónur, lýðræðishlunkur sem skilar okkur engu nema uppskerum úr stöðluðum og steingeldum flokksgróðurhúsum.   Skondið með allt þetta vel menntaða fólk sem finnur upp og leggur á aðra allskonar gæðaeftirlit og frammistöðumöt skuli aldrei sjálft vilja leggjast undir neitt slíkt.  Eru þetta gróðurhúsaáhrif?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband