SPÖRUM EI VORN SKÓ.

Klettaeyjan, Ísland, stendur í brimróti.  Þjóð þjóðanna leitar að nýrri sjálfsmynd, nýjum viðmiðum og gildum.  Á meðan eru stundaðar gripdeildir, ráðvilla ríkjandi og siðblindan svo almenn að seint gengur upprisan.   Með engil og púka á sitthvorri öxlinni reynir á hvern einasta íslending.  Íhugun er dyggð sem leggur gruggið.  Á efsta degi mun hinsvegar öllum opinberast verk sín, góð og slæm.  Kannski hver einasti háls ætti að leiða hugann að þessu og jafnvel flýta þeirri hugleiðingu þó dagurinn sjálfur sé ekki með í för.  Hvað gerði ég fyrir landið mitt og hvað gerði landið mitt fyrir mig?

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott blogg séra Lýður

Falur (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 09:12

2 identicon

Takk fyrir þetta Lýður.Ef við ættum fleiri manneskjur eins og þig værum við í góðum málum.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 12:00

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég skil

og er sammála.

Sigurður Þórðarson, 18.1.2010 kl. 18:48

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Þjóð þjóðanna. Eru það við.... án gríns þá er gott að íhuga og gott að vera sáttur við sín verk. Takk fyrir pistilinn Lýður. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.1.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband