HUGMYNDAFRÆÐI SAMEININGAR.

Hugmyndafræði sameiningar hefur eflst mikið á skömmum tíma og endurspeglast ágætlega í ríkjabandalagi Evrópuþjóða sem nefnist ESB.  Ísland hefur tekið þátt í þessu starfi sem viðhengi en ekki fullgildur meðlimur.  Spurningin er hvort það sé gott eða vont?  Sívaxandi miðstýringartihneiging styrkir oft stoðir miðjunnar en dregur úr fjölbreytni og flóru jaðarsamfélaga.  Þau eru í sífelldri vörn og þurfa æ betur að skilgreina sérstöðu sína og sjálfsbjörg.  Venjulegt hjónaband er afsláttur á sjálfstæði en tryggir aðgengi.  Þetta sambýlisform er samt löngu viðurkennt og myndar eina meginstoð samfélagsins, fjölskylduna.  Margt bendir til að þetta samfélagslím sé að rofna.  Á Íslandi er í ofanálag mikill ímyndunarvandi, sjálfsmynd þjóðarinnar mjög löskuð og hún veit ekki fyrir hvað hún stendur né vill standa.    Margir sjá gamla allsnægtar-Íslandið í hillingum en aðrir vilja sjá ný viðmið og nýtt gildismat.   Sú forgangsröð ríkistjórnarinnar að leggja innan skamms í dóm þjóðar sem stendur í slíkri sjálfsskoðun aðild að ESB er eins og að búast við fiðrildi beint af lirfunni.   Þó mörgum hugnist þessi vegferð er þjóðin ekki tilbúin og þeim tíma, orku og fé sem í þetta fer illa varið.   Assagangurinn í þessu máli mun líklega hitta þá verst fyrir sem að standa.

LÁ      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband