"HÚN Á AFMÆLI Í DAG"

Nokkrar vonarstjörnur svonefndrar "Búsáhaldabyltingar" voru inntar í dag, á ásafmælinu, hvernig til hefði tekist, hvort bægslagangurinn hefði einhverju breytt?  Allir voru á einu máli:  Ekket hafði breyst.  Og það er alveg rétt, hér hefur ekkert breyst.  Nokkrar lykilpersónur hafa horfið af vettvangi, afsökunarbeiðnum veifað og ríkisstjórnin kveðst vera að moka hauginn.   En vegferðin sjálf er icesave, ESB, gamaldags prófkjör, flokksræði, sjálftaka í stjórnkerfinu og áframhaldandi vinavæðing.  Afskriftir skulda helst í hendur við kennitöluflakk og hugmyndafræði jafnaðarmennskunnar gengur út á að snúa atvinnulífinu í gang með sömu hjólum og áður.  Þingmenn standa sem fyrr í eigin hagsmunagæslu á alþingi og gleyma jafnvel að frussa út úr sér seðlabúntunum áðuren þeir taka til máls.  Þeir skárstu fá sér áfengi.  Ég er eiginlega alveg farinn að skilja tregðu svokallaðra vinaþjóða að slá þessum óaldarflokki lán eða víxil.  Framgangan hér heima er slík að varla er hægt að kalla íslending íslending nema ef vera skyldi Evu Joly.  Tel samt enn meira bull á leiðinni og vísa til títtnefndrar bankahrunsskýrzlu.  Innihaldið verður ugglaust skrautlegt en viðbrögð ráðamanna eiga eftir að slá allt út.  Spurningin hvort Austurvöllur bjargi okkur þá.

LÁ    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt athugun, Alþingi og stuðningsmenn þeirra sem þar sitja eru enn samir við sig. Vonarneistar eru fáir og koma helst erlendis frá, nú síðast logaði frá einum ritstjóra Financial Times. Skýrslan góða verður án efa til þess að slá okkur út af laginu.

Oskar Einarsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband