AFGLÖPIN ÁFRAM.

Prófkjöri sjálfstæðisflokks í RVK er lokið og niðurstaðan endurspeglar göggt það öngstræti sem lýðræðið er í.  Kosningaþátttakan sýnir áhugaleysið og kannski ástæðan sé tengslanet frambjóðendanna og sérlega þeirra sitjandi.   Niðurstaðan því fyrirfram gefin að mestu.  Af þessum sökum lætur yfirgnæfandi meirihluti fólks prófkjör sig litlu varða en fengi það einhverju ráðið um röð frambjóðenda í kosningunum sjálfum myndu ugglaust margir nýta sér þann rétt.  Sem aftur gæfi eðlilegri mynd af frammistöðu frambjóðenda og nýliðun.  En þessi möguleiki rýrir öryggi þeirra sem í stólunum sitja og þeim því óhugnanlegur.   Enda eru afglöp síðasta kjörtímabils verðlaunuð, hvert af öðru, og flest sjást aftur sem borgarfulltrúar á komandi kjörtímabili.  Þetta mun líka verða uppi á teningnum hjá öðrum flokkum.  Margir kenna um gullfiskaminni þjóðar en svo er ekki.  Hún hefur einfaldlega ekkert val.

LÁ   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Því miður höfum við ekkert val.Stjórnmálaflokkarnir eru því miður allir sami skíturinn í sömu klósettskálinni, og þeir reyna allt sem þeir geta til að hindra almenning í að ná í takkann til að sturta niður.

Þangað til að við náum í takkann mun ekkert breytast bara versna.

Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 18:52

2 identicon

Hvað er þetta, þurfa menn að vera með kúrekahatt og að vestan til að bulla út í eitt?

Niðurstaðan var ekkert gefin fyrirfram. Fimm buðu sig fram í 2. sætið. Ok. það er gefið fyrirfram að einn sitji í því sæti, hin fjögur þurfa að gera sér að góðu önnur sæti.

Í efstu sætunum telst mér að þriðjungur sé nýtt fólk, hitt eru einstaklingar sem hafa verið áður í borgarmálum fyrir sjálfstæðisflokkinn, mislengi þó. Það er ágætis endurnýjun.

Mikið mæddi á Gísla Marteini, enda hafa þeir á vinstri kantinum danglað vel í Gíslann. Hann náði ekki 2. sætinu, var þó ekki langt frá því að ná 4. sætinu sem hefði verið þokkalegur árangur.

Júlíus Vífill fékk mjög góða kosningu. Hann er mjög óumdeildur í sínu sæti.

Sama má segja um Hönnu Birnu.

Hlutfall kynja, sem vinsælt er að tala alltaf um er nokkuð jafnt.

Þátttaka var býsna góð. 7000 manns mættu í slagveðrinu og kusu. Það var minna lagt upp úr auglýsingum, kosningaskrifstofum, launuðum starfsmönnum, útgáfu alls kyns kynningarefnis og fleiru. Kostnaði var stillt í hóf. Miðað við þetta er óhætt að segja að þátttaka hafi verið mjög góð.

Nú er boltinn hjá VG og Samfylkingu. Þessir flokkar sitja í afar óvinsælli ríkisstjórn. Vinsælidir hennar hafa dvínað um 35% síðan hún var kosin í maí sl. 5% á mánuði. Með sama áframhaldi verður stjórnin fallin í sumar. Stóra spurningin er hvernig þessar óvinsældir ríkisstjórnarflokkanna koma til með að hafa áhrif á gengi þeirra í borgarstjórnakosningum. 

Prófkjör samfylkingar verður 30. janúar nk.  Nokkrir afar umdeildir aðilar hafa tilkynnt þátttöku í prófkjöri samfylkingar. Það verður fróðlegt að heyra skoðanir lýðs á hlutum eins og nýliðun, þátttöku og afstöðu fólks til frammistöðu samfylkingar þá 100 daga sem þeim flokki var hleypt að stjórnartaumunum í borginni á síðasta kjörtímabili. Verður fróðlegt að heyra svona krufningu frá lýði eftir það prófkjör. Hvað finnst honum t.d. um margra milljóna ferðir borgarfulltrúa samfylkingar til fjarlægra landa til að skoða jarðvarma virkjanir, þegar viðkomandi hefði bara getað tekið bílaleigubíl fyrir 10 þús. út á reykjanes og skoðað flottustu jarðvarmavirkjun sem völ er á, og sparað borgarbúum milljónirnar sem fóru í svona reisu!

joi (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 22:48

3 identicon

Jói ætti að gaumgæfa skrifin betur áðuren hann lætur gossa því í niðurlagi þeirra er einmit bent á komandi prófkjör annarra flokka sem eflaust verða með svipuðum hætti og sjálfstæðismanna í borginni.   Við getum deilt um útkomu prófkjörsins en mín aðfinnsla er ekki flokkspólitísk heldur almenn og gengur út á það að flokkarnir koma kerfisbundið í veg fyrir að frambjóðendur þurfi að sæta frammistöðumati hins almenna kjósenda.   Að bæta eigið böl með að benda á eitthvað annað er vinsæl leið en færir þjóðinni enga lausn. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband