FYLGJUR LYGINNAR.

Óbirt hrunskýrzla mun ábyggilega staðfesta það sem allir í raun vita, samkrull viðskiptalífs og stjórnmála.  Hún mun afhjúpa klíkusamfélagið, ættir og veldissprota.  Hún mun varpa ljósi á aðgerðaleysi eftirlitsstofnana og stjórnmálamanna, ófullburða regluverk frjálshyggjunnar og hversu kraftar einstaklingsframtaksins geta verið kræfir.    Hún mun færa okkur sanninn um hugmyndafræði og breyzkleika, múgsefjun og ótta.   En umfram allt sannleikann um lygina.  Sem hefur rótfest sig í þjóðarsálinni og þeir sem hana stunda farnir að trúa eigin hrati ekki síður en hinir.   Skýrzlan mun staðfesta það sem þjóðin veit, það er allt og sumt.  Vilji fólk siðbót þurfa íslendingar sem þjóð að koma út úr skápnum.  Viðurkenna það sem ekki er að gera sig, gleyma framagirninni um stund og leita munarins á því sem er rétt og hinu sem kemur sér vel.    Hvað ætli margir íslendingar fórni skoðanafrelsinu fyrir það sem kemur sér vel?  Ansi margir held ég og fylgjunum fækkar yfirleitt ekki með árunum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Mikil er trú þín maður.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.1.2010 kl. 03:28

2 identicon

Já, hún er mikil, ekki sízt þegar við erum á barmi undanúrslita í evrópukeppni. 

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband