29.1.2010 | 03:39
LEYNDARDÓMSFULL FERÐ.
Ferð Steingríms og hluta stjórnarandstöðunnar þykir leyndardómsfull. Hvar er utanríkisráðherra, hvar er Hreyfingin og hvar er Bertelson? Útboð Bjarna og Sigmundar Davíðs skýrist væntanlega af einhverjum sannleik eða tilboði sem þeim er loks gert að heyra. Snuprun Hreyfingarinnar og Þráins er þá væntanlega vegna sama sömu sanninda sem þeim er ekki gert að heyra. Össur veit að sjálfsögðu tíðindin og þarf því ekki að fara. Verði sinnaskipti vart hjá formönnunum tveimur hafa þeir líkast hesthúsað kaleik ríkisstjórnarinnar og þar með samhengi hlutanna. Og geta má að því líkum að andstaða ríkisstjórnarinnar við þjóðaratkvæðagreiðslu um icesavelögin sé einmitt vegna þessarar sömu vitneskju. En hvað skyldu formennirnir tveir fá í staðinn fyrir sinnaskipti varðandi icesave? Þéttari síu á bankahrunsskýrsluna? Spyr sá sem ekki veit en á hverjum degi rignir nýjum kuskum á bikarsvartan hvítflibba þjóðar þar sem lög og siðleysi haldast í hendur.
LÁ
Athugasemdir
Já, það er eitthvað sem gerir það að verkum að þessir tveir verða að fá að vera með. En ekki td utanríkisráðherra, eða Hreyfingin, slík sem hún nú er.
Andstaða Badda og Simma við Icesave hefur reyndar öll verið í skötulíki, þannig að líklegt er að þeim hafi verið lofað einhverju, frekar en að pabbi og mamma hafi tekið þá með, eins og tvo óþolandi krakka, sem enginn nennir að passa á meðan.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.1.2010 kl. 00:02
Dásamleg lýsing á samsæri......Það er ekkert sem kemur lengur á óvart......Það komið að því, að skipuleggja.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 02:32
Einhver pæling er á bak við þessa ferð og val ferðalanganna ekki einleikið. Að Sigmundur Davíð skuli halda fram að vel sé hægt að tala við þessa menn er eilítið kúnstug yfirlýsing og gefur góða von um framhald.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.