24.2.2010 | 01:40
SANNLEIKURINN SEM RÁÐAMENN VILJA EKKI HEYRA.
Brennipunktur icesavedeilunnar þokast sífellt nær kjarnanum. Sem er sá að áhættugjörningar einstaklinga eigi ekki að vera í skjóli hins opinbera. Hagnað skal bera í friði og sömuleiðis tap. Þetta skilja æ fleiri og regluverk evrópusambandsins riðar til falls. Íslenzka þjóðin verður hugsanlega fyrst þjóða til að hafna ábyrgð á gjörðum banka og viðskiptalífs. Neitun icesavelaganna yrði líka fratyfirlýsing á stjórnmálamenn sem dönsuðu með fjármagnseigendum. Fyrir heimsbyggðina myndi þetta hafa fordæmisgildi og þjóðir leggja við eyru. Ísland stæði ekki eitt lengur. Því er furðulegt að ráðamenn hérlendir skuli ekki bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að gera allt til að ýta henni af borðinu. Að semja nú væri enn eitt afglapið enda ásteitingarsteininn ekki breytilegir vextir eða vaxtalaus tímabil heldur hvort íslendingar eigi yfir höfuð að taka á sig þessar skuldbindingar. Þann sannleik vill þjóðin segja en ráðamenn ekki heyra.
LÁ
Athugasemdir
Þessi afstaða þeirra rennir en frekar stoðum undir þann þráláta grun að þeir séu í „vinnu“ hjá stærstu gerendum íslenska bankahrunsins
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.2.2010 kl. 01:51
Heyr, heyr. Samspillingin er sannanlega á launum hjá útrásarbarónunum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2010 kl. 02:09
Algerlega sammála.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 24.2.2010 kl. 02:28
Góður pistill algjörlega sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2010 kl. 09:14
Hjartanlega sammála þér:"Neitun icesavelaganna yrði líka fratyfirlýsing á stjórnmálamenn sem dönsuðu með fjármagnseigendum. Fyrir heimsbyggðina myndi þetta hafa fordæmisgildi og þjóðir leggja við eyru. Ísland stæði ekki eitt lengur. Því er furðulegt að ráðamenn hérlendir skuli ekki bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að gera allt til að ýta henni af borðinu." Ég held að SteinFREÐUR & Jóhanna séu að vakna, vandamálið er bara að þau fara ávalt á taugum. Auðvitað verður ekkert samið um Icesave fyrr en í sumar eða haust. Ekkert liggur á þó svo Samspillingin vilji fá flýti MEÐFERÐ inn í EB. Þessi auma ríkisstjórn þarf svo sannarlega að fara í meðferð, hún er svo MEÐVIRK í hræðslu. Þeir skilja í raun ekki að TÍMINN vinnur með okkur í þessari deilu og í sumar þegar ný ríkisstjórn tekur við þá verður lending í þessu skelfilega IceSLAVE máli sem Samspillingin & VG nota ávalt sem HÆKJU til að afsaga eigið DUGLEYSI er kemur að "efnahags- & peningastjórnun landsins" - nú er mál að linni sagði Solla stirða réttilega.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 24.2.2010 kl. 13:56
Kveðja sömuleiðis til ykkar allra og mikill samhljómur í gangi. Varðandi orð Rakelar er líklegt að þau eigi sér stoð og Jakob Þór spáir nýrri ríkisstjórn. Vona bara að sú verði utanþings og gjarnan skipuð útlendingum að einhverju leyti, a.m.k. til ráðgjafar. Fjórflokkurinn mun engu breyta og endurkoma hrunflokkanna einungis uppvakning klíkusamfélagsins.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 14:39
Mikið er ég sammála þér en það er greinilega mikil hræðsla hjá stjórnmálastéttinni við það að þjóðin segi sína skoðun.
Sigurjón Þórðarson, 24.2.2010 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.