MINNI ATVINNUMENNSKU OG MEIRI ELDMÓÐ.

Tæpum tveimur mánuðum eftir að forseti lýðveldisins vísaði icesavelögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur orðið algjör viðsnúningur á viðhorfi landans.  Ekki bara hvað icesave varðar heldur einnig ESB.  Vegferð ríkisstjórnarinnar hlýtur litla náð hjá landslýð og öllum að verða ljóst að lífdögunum fer  fækkandi.   En hvernig gat stjórn með allan þennan meðbyr klúðrað málum svona hratt og svona gersamlega?  Einungis 18 mánuðir frá hruni og arkitektar þess hársbreidd frá því að ná  stjórnartaumunum  á ný.   M.ö.o. hrunflokkarnir sem innleiddu einkavinavæðinguna, klíkustjórnmálin og sjálftökuna eru mættir á hliðarlínuna.  Þessi fyrsta vinstristjórn lýðveldisins fæddist í frjóum sverði uppbyggingar og breytinga.  Illu heilli varð hún sundurlyndi að bráð og brast kjark til íhlutunar.  Sú tiltekt sem boðuð var á íslenzku samfélagi varð því aldrei.  Líkast er meinið fólgið í atvinnumennskunni, þegar stjórnmálamenn verða eins og fótboltamenn, bjóða sig hæstbjóðendum og sparka jafnvel niður sína gömlu félaga.   Mætti  maður þá biðja um minni atvinnumennsku og meiri eldmóð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Íslenskir kjósendur líta flestir hverjir á stjórnmálaflokka eins og knattspyrnulið. Ennþá eru menn að tala um "flokkinn sinn."

Ung var ég gefin Njáli.

Annars er það mér ennþá óskiljanlegt eftir áratuga reynslu hversu heimskir þessir pólitíkusar eru svona bara yfirleitt í bland við helvítis populismann. Það kemur ekki að sök fyrir þá vegna þess að kjósendur eru öllu heimskari ef marka má skoðanakannanir.

Árni Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 09:23

2 identicon

Ég er fullkoimnlega samþykkur bloggi þínu, og athugasemdum Árna Gunnarssonar. Það er kominn tími til að setjast niður og spá og skipuleggja.!!!

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 22:55

3 identicon

Sælir, félagar.

Raskatið við að vera kjósandi á Íslandi er þetta:  Flokksköngulóin velur sjálf sínar flugur og við kjósum svo um þær.  Áhugaverðari bitar eru annaðhvort utar í vefnum eða hvergi.   Niðurstaðan því ávallt á sveif flokkslínunnar.   Nema nýr sproti ná rótfestu, þá kannski gerist einhver galdur.

lydur arnason (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband