27.2.2010 | 02:15
MISÞROSKAMAT HEILBRIGÐISRÁÐHERRA.
Hvers vegna svo margir séu andsnúnir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum er mér hulin ráðgáta. Einkarekinn spítali eða einkarekin heilsugæslustöð gæti létt byrðum af hinu opinbera og aukið fjölbreytnina. Og sé hald í því reikningsdæmi heilbrigðisráðherra að hátæknisjúkrahúsið skili þjóðinni 2000 þúsund milljónum í arð árlega er spurning um útboð til einkaaðila á öllum dáindispakkanum, með þennan hagnað hljóta að finnast áhugsamir aðilar. Samhliða selja svo fyrirhugaða sjúkrahúsblokk á varnarsvæðinu, spara þannig útlagðan kostnað og leyfa einkaframtakinu að spreyta sig þar einnig. Sú aðferðafræði sem nú er upp á borðinu, að krefja ríkið um hundruði milljóna í uppbyggingarkostnað og ætla svo að taka við í nafni einkareksturs hlaut einhverntíma hið ágæta nafn: Pilsfaldakapítalismi. Mikil glóra hjá heilbrigðisráðherra að hafna slíkri sjónhverfingu en jafnframt glóruleysi að reikna hátæknisúkrahúsi 2000 þúsund milljón króna hagnað á ársgrundvelli. Þetta myndi á fagmáli kallast misþroskamat.
LÁ
Athugasemdir
Já heilbrigðisráðherra er ljóslega misþroska, enda ætti að vera búið að banna uppeldistöðinna.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2010 kl. 02:52
Sæll Lýður.
Um leið og ég vissi að hún tæki við embættinu, þá fór hrollur um mig, og hann er búinn að gera nokkru sinnum vart við sig síðan.
Það var ofmat á hæfni, að lát hana í þetta embætti !
Kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 08:42
Kannski vandi ríkisstjórna felist í sundurgreiningu ráðherranna. Ekki er að sjá neinn samhljóm, stuðning né hvatningu þeirra í milli, hver ráðherra spilar sínar línu og enginn sama lagið. Þeir jafnvel forðast hvorn annan og telja sig eiga nóg með sitt. Nýtt verklag þarf til og andagift.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 13:36
Ríkissjóður mun fyrirsjánlega skera niður útgjöld um 150 milljarða. Þá er ekki víst að hægt veða að halda þeim læknum í vinnu sem við þurfum þá á að halda. Er eittvað betra að neyða þessa menn og fjölskyldur þeirra að fara úr landi?
Íslenskir tannlæknar hafa bætt sér upp tekjuskerðinguna sem þeir hafa orðið fyrir vegna þess að Íslendingar hafa ekki efni á að fara til tannlæknis í sama mæli, með því að fá erlenda sjúlkinga.
Þannig skapast nauðsynlegar gjaldeyristekjur.
Heilbrigðisráðherra sem er æsseifsinni hefur kannski ekki hugsað út í það?
Sigurður Þórðarson, 27.2.2010 kl. 14:30
Þar kom að því að ég er sammála ráðherrunni. Erum við ekki búin að fá nóg af þessum svokölluðu "fjármálamönnum" og "útrásarvíkingum" sem í raun eru ekkert annað en "sósialkapitalistar" sem krefjast þess að fólkið borgi svo þeir geti grætt. Því ættum við að fara að greiða fyrir fegrunaraðgerðir plastikfólks frá útlöndum (lesist USA) eða yfir höfuð aðrar læknisaðgerðir sem þetta fólk þarfnast. Ef svona mikil gróðavon er í þessu, ok, látið þá einkframtakið um það, en látið blásnauðann almúgann í friði.
Tomas H. Sveinsson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 17:38
Það sem menn óttast og ekki að ástæðulausu að skriðið verði undir ríkispilsfaldinn. Þá er það orðið ríkisrekinn einkabissness. En ef þeir ætla að sjá um þetta alfarið án þess að ég pungi út einhverju þá er ekkert við þetta að athuga. Annars er ég eiginlega ekki kominn með það á hreint hver er heilbrigðisráðherra.
Finnur Bárðarson, 27.2.2010 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.