ICESAVE ER SIÐFRÆÐI, EKKI LÖGFRÆÐI.

Óþörf þjóðaratkvæðagreiðsla stendur fyrir dyrum að mati forystumanna ríkisstjórnarinnar.  Fyrir þá sem löstuðu ákvörðun forsetans á sínum tíma og vildu samþykkja títtnefndan icesavepakka er atkvæðagreiðslan ekki bara óþörf, hún mun endanlega svipta hulunni af rangri kortlagningu á þessu máli öllu.   Aukinheldur, þegar fyrir liggur betri samningur er jáið út í hött.  En fyrir alla hina, sem hafna ríkisábyrgð á gjörningum á einkamarkaði, er þjóðaratkvæðgreiðslan frábært gjallarhorn.  Loksins fær þjóð tækifæri til að tjá skoðun sína á þeirri ónáttúru fjármálamarkaða, sem grasserar í skjóli ríkisstjórna víða um heim, að hirða plúsana en senda almenningi mínusana.  Um þetta snýst atkvæðgreiðslan á morgun, siðfræði en ekki lögfræði.   Með stóru neii á morgun gefa íslendingar heimsbyggðinni tóninn og koma vonandi af stað keðjuverkun í þá veru að færa völd frá fjármagni til fólks.   Með neitun vekti  Ísland athygli á augljósu réttlætismáli og margumtöluð útskúfun falla öðrum í skaut.   Nei Íslands á morgun er risastórt já fyrir heimsbyggðina.   

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já lýðurinn er heimskur sagði einhver um árið. Eigum við ekki líka að kjósa um hvort ríkið eigi að ábyrgjast íslenskar innistæður á kostnað lántakenda og svo peningarmarkaðssjóðina og svo seðlabankann og svo hvort við getum sett einhliða lög hirt allt fyrir okkur og sagt útlendingum að hypja sig. Kostnaðurinn við biðina er ærinn og mun aldrei vega upp einhver afslátt sem nú á að vera í hendi. Íslenska þjóðin lifði mörg ár um efni fram og nú þarf að borga smá hluta af því til baka.

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:21

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Icesave deilan snýst siðfræði og lögfræði. Það er ljóst að hvorki tilskipanir ESB né stjórnarskrá Íslands leyfir að óreiðuskuldum einkabanka sé velt yfir á herðar skattgreiðenda nútíðar og framtíðar.

Theódór Norðkvist, 5.3.2010 kl. 15:43

3 identicon

Sæll Líður það er alltaf gaman að heyra í þér ,þú talar yfirleitt mannamál þó menntaður sért.

Spurningin er hvort fólki eins og forsætisráðherra og fjármalaráðherra sem bæði hafa tjáð sig um þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave hvort þeim er lengur sætt í þeim stólum sem þau sitja nú í?,Það er með ólíkindum hvernig þau hafa tjáð sig um það mál ,það er eins og þau séu ekki í neinu sambandi við sýna kjósendur .

Eins og ég skil þessa kosningu þá er hún eingöngu um hvort ég vill hafna samningnum sem var samþykktur af hinu háa alþyngi í vetur og forseti vísaði til þjóðarinnar og á nú að samþykja eða hafna"ekki flókið fynnst mér ,og af hverju getur J'OHANNA ekki kosið um það aftur sem þegn í þessu landi og sagt þá bara já "ekki flókið það" en með þessu tali sínu um að það sé bara prump að kjósa um þennan samning verður hún að mínu viti að seigja af sér ef samningnum verður hafnað ,henni verður akki vært áfram.

Svo mætti líka senda Þráinn heim líka, að mínu viti er manni ekki sætt á þyngi sem seigir að hluti af því fólki sem kaus  hann á þing séu fávitar,en kannski eru þau "það er Jóhanna og Þráinn " bara komin með elliglöp og það sé bara sjálfgefið að þau fari heim strax samkvæmt læknisráði.

Set hér með það sem á mjög vel við núna.

Með þeim úldna krataher,

fólkið stjórnvöld smána ,

samfylkingarrakkarnir,

rífa stjórnarskrána.

MBK DON PETRO

H Péturt Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 18:33

4 identicon

sæll gamli og takk fyrir síðast. Þessi kosning á morgun er eitt alsherjarbull. Ég held að þú ættir að lesa greinina sem foringi okkar Kristinn H Gunnarsson skrifaði í BB i morgun. Þið talið um lýðræði þú og Sigmundur og hneykslist á því að Jóhanna ætli að sitja heima. Það hefur hingað til talist helgur réttur hvers og eins að kjósa eða ekki eins og hans sannfæring segir til um. Mér finnst vanta einn reit í viðbót fyrir þá sem segja nei. Sá reitur myndi fjalla um það hvort Íslendingar séu ábyrgir fyrir hluta skaðans eða hvort Íslendingar ættu ekki að borga krónu.

Ég mun skila auðu ef ég mæti á kjörstað.

kv siggi

sigurdur j.hafberg (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 20:22

5 identicon

"Færsla valda frá fjármagni til fólks"

Kæri Lýður, það tók mig langan tíma að skilja vanda Icesave-deilunnar. Þú afhjúpaðir kjarna hennar fyrir mér með skeleggum skrifum og ummælum þínum.

1. Ensk og hollensk yfirvöld bera jafnmikla ábyrgð á vandanum, því er ósanngjarnt að velta honum næstum öllum yfir á smælingjann við samningsborðið og beita alþjóðastofnunum fyrir yfirhlaðinn skuldavagn Íslensku þjóðarinnar. Það hefur enginn hag af þjóðargjaldþroti. Réttast væri að þjóðirnar skiptu skaðanum með sér.

2. Stjórnmálastéttin á Íslandi ríður tveimur klárum samtímis. Hún þiggur umboð sitt frá þjóðinni en þjónustar fjármagnseigendur án afláts milli kosninga því þeir borga svo vel í kosningasjóðina. Þjóðaratkvæðagreiðsla um réttlætismál milli kosninga knýr á um uppgjör stjórnmálastéttarinnar við sjálfa sig. Hún er knúin til að horfast í augu við himinhrópandi mótsagnir í framferði sínu. Þess vegna eru Jóhanna og Steingrímur orðin óskiljanleg. Stjórnarandstaðan líka. Þau eltast öll við eigið skott.

3. Ef stjórnarráðið í heild sinni tekur sig ekki ærlega á, þá hlýtur það að þiggja fábjánastimpilinn frá Þráni Bertelssyni. Hann kastaði nefnilega steinum úr glerhúsi. Við hin erum bara bjánar fyrir að hafa ekki sent útrásargengið allt í greiningu á siðblindu sinni áður en það kafsigldi þjóðarskútuna, en fá-bjánar eru þeir sem auk bjánaskapar síns neita að horfast í augu við að vera fá-ráðir.

4. Færsla valda frá fjármagni til þjóða er stjórnmálastéttinni þjáningarfull. En sú þjáning er fæðingarhríð þess skilnings að stjórnmálamenn eru kosnir til þess að þjóna, en ekki til að drottna eins og lénsherrar viti sínu fjær vegna eigin vanmáttar og vankunnáttu.

Guð geymi Ísland og Íslendinga. Heiðrum öll lýðræðið og kjósum sem allra flest á morgun eftir okkar bestu sannfæringu. Hún er miklu merkilegri en úrelt lögmál gamaldags flokksræðis.

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:21

6 identicon

Sæl öllsömul og takk fyrir arthugasemdirnar.  Hvað svar varðar vísa ég í skrif BH hér í athugasemdunum, þau segja allt sem segja þarf. 

lydurarnason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband