UM HVAÐ ER KOSIÐ Í DAG?

Mikið er spáð um hvað sé kosið í dag.  Fyrir mér er kosið um hvort skuldbinda eigi skattgreiðendur vegna misheppnaðra fjárfestinga á einkamarkaði, hvort ábyrgðin eigi að vera annarra en þeirra sem gjörningana fremja.  Um langt skeið hafa stjórnmálamenn tekið stöðu með fjármagnseigendum og á móti almenningi.  Á morgun geta íslendingar sem þjóð mótmælt þeim heimslæga skramba. 

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Lýður

Ég get ekki séð hvernig þú færð þá niðurstöðu að nú sé „kosið um hvort skuldbinda eigi skattgreiðendur vegna misheppnaðra fjárfestinga á einkamarkaði“.

Tæknilega séð er verið að kjósa um að fella lög úr gildi svo að önnur eldri taki við. Hugarfarið sem fylgir þínu nei atkvæði er góðra gjalda vert. En eftir kosningar þá tekur við ný samningalota sem getur ekki endað með öðrum hætti en samningum um ríkisábyrgð á láni innistæðutryggingasjóðs á lágmarksinnstæðu sem nemur 20,800 evrum.

Ef þú vilt gera upp málið í raun og hafna framvegis kröfum á skattgreiðendur vegna sukk „athafnamanna“ þá skaltu verja þínum tíma (eftir að hafa læknað mann og annan) í að sjá til þess að hér verði stjórnlagaþing, ný stjórnarskrá og kjörorðið „aldrei aftur Framsókn og Íhald“ verði brennimerkt á heilabörk sem flestra.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2010 kl. 10:41

2 identicon

Svona getur það verið, að NEI sé jákvætt!!!

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:59

3 identicon

Sæll, Hjálmtýr.  Einhverntíma körpuðum við um trú.  Mín sýn á icesave er byggð á þeim siðferðisgrunni að vilji einhver ávaxta sitt pund geti hann ekki bara hirt uppskeruna, hann verður líka að axla uppskerubrestinn.  Framhald samninga gæti að mínum dómi markast af þessari þjóðaratkvæðagreiðslu og öflugt andsvar þjóðarinnar fært viðræðurnar á annað og sanngjarnara plan.  Hvernig hver ver sínum tíma er best óafskipt en oftsinnis hef ég spurt mig hví þessi ríkisstjórn hafi ekki sett í forgang þau atriði sem þú fram telur.  Sú yfirsjón er um það bil að fleyta þeim öflum aftur til valda sem átti að brennimerkja.  Því miður.

lydur arnason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 13:31

4 identicon

Tja sem betur fer Lýður!

Ef eitthvað gott verður eftir þessa stjórn er það ef ekki verður vinstri stjórn hér í tugi ára.  Vonandi.

Þessi endalausa ásælni í að senda byrðar uppskerubrests af hvaða tagi sem er á almenning og skattgreiðendur er orðin augljós öllum.  Því miður.

Það er óþolandi hvernig þessu fólki er í nöp við að fólk vinni.  Og sérstaklega er það slæmt ef fólk vinnur mikið.  Hræðilegt ef fólk fær laun vinnunnar í vasa og ræður sér sjálft.

Al qaida segir; Ekki kjósa.

Jóhanna og Steingrímur segja;  Ekki kjósa!

J'on á skeri (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 17:00

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kosið er um

  1. Hvort fólk vilji að lög nr. 1/2010 um ríkisábyrgð með litlum fyrirvörum vegna skulda einkabanka taki gildi sem mun nær örugglega setja þjóðarbúið á hausinn, eða...
  2. fólk vilji fella lögin og í versta falli gildi lög nr. 96/2009 um samskonar ríkisábyrgð en með mun skárri fyrirvörum (ef Bretl. og Holl. samþykkja ágústsamninginn sem þeir höfnuðu á sínum tíma.)
  3. Hvort fólk vilji bæta samningsstöðu okkar (með því að segja NEI)
  4. eða láta andstæðinga okkar hafa öll tromp á hendi (með því að kjósa JÁ.)

Theódór Norðkvist, 6.3.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband