7.3.2010 | 23:28
FYRSTA ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA LÝÐVELDISINS.
Fyrsta þjóðaratkvæðgreiðsla lýðveldisins er afstaðin. Niðurstaðan hentisemi hvers og eins, allir finna sínum boðskap einhvern snaga. Í Silfri dagsins opinberuðu síðan stjórnmálamenn enn einu sinni hug sinn til atkvæðagreiðslna og ljóst að afstaða þeirra mótast ekki af lýðræðisást. Vinstri vængurinn ómerkti mjög þessi tímamót og hömruðu á nýjum samningi sem liggi fyrir. En er hann þeim að þakka? Kortlagning ríkisstjórnarinnar á icesave reyndist röng, forsetans rétt. Fólk getur reiknað út "tafarkostnað" vegna icesave og reynt þannig að leiðrétta vegvilluna en í samantektinni er augljóst að samninganefnd Svavars var tímaeyðsla og á henni ber ríkisstjórnin ábyrgð. Hinsvegar er málflutningur formanns sjálfstæðisflokks beinlínis hrollvekjandi og sýrt að þessi maður telji flokkinn eiga erindi í stjórnmálum. Algjörlega laus við auðmýkt skammar hann fráganginn á eigin slummum. Upprisa sjálfstæðisflokks væri greftrun lýðræðisins, hann hefur ekkert þroskast með sínum misgjörðum, gersamlega hundsað aðkallandi sjálfsskoðun á eigin innviðum og hugmyndafræði. Sjálfstæðisflokkurinn er drykkjurútur í afneitun. Við hringborðið í dag var einnig Birgitta Jónsdóttir, formaður Hreyfingarinnar, sú eina sem mat þjóðaratkvæðagreiðsluna að verðleikum, ekki út frá málefninu heldur út frá þeim tímamótum sem hún markar í þróun lýðræðis. Ætti einhver á hringborði dagsins að stjórna þessu landi veldi ég hana.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.