Á FELGUNNI.

Steingrímur bað Bjarna Benediktsson að hafa sig hægan í Silfrinu í dag og vísaði þar í óbirta bankahrunsskýrzlu.  Sannleiki sá sem hún kann að geyma gæti samkvæmt orðum Steingríms verið sumum skeinuhættur.   Eflaust inniber hún veiðileyfi á einhverja þá opinberu starfsmenn sem mest voru í sviðsljósinu í kringum hrunið.   Fleiri munu þó sleppa og einkageirinn líkast alveg.  Á rúmlega ári hefur gefist nægur tími til að fyrirkoma fé og eignum, eyða gögnum og hylja slóð.  Þrotabúin eiga flest hver ekkert upp í skuldir sínar en eftir uppskipti birtast fyrrum eigendur með handfylli fjár og vilja endurkaup á spottprís.  Einhversstaðar er pottur brotinn og þó sérlegur saksóknari grúski  í mesta svínaríinu skortir refsiramma svo fyrirhöfnin borgi sig.   Skrambinn allur kristallast loks í launum skiptanefndanna sem bergmála við ruglárin.   Kannski er erfitt að seðja hungur þjóðarinnar eftir réttlæti eða einhverskonar uppgjöri, hún lét allt yfir höfuð leggjast og gerði aldrei ráð fyrir að nokkurntíma drægi ský fyrir sólu.   Einkavæðingin var vegferð án varadekks.  Og í staðinn fyrir að semja nýja stjórnarskrá með varadekki er ferðinni fram haldið á felgunni.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tók líka eftir þessu að Steingrímur varaði Bjarna við vegna óbirtru hrunskýrslunnar.  Skýrsla rannsóknarnefndar  Alþingis er greinilega tilbúin til aflestrar fyrir suma, ég hélt að allir ættu að fá aðgang skýrslunni á sama tíma þegar hún yrði útgefin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2010 kl. 01:40

2 identicon

Steingrímur vitnaði ekki í skýrsluna en það er auðvelt að áligta að margir hlutir voru vitlaust gerðir árin á undan, ríkisstjórnin er framkvæmdavaldið og sjálfstæðismenn ráðandi aðili þar átján árin á undan.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 10:40

3 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það gæti nú líka bara verið að Steingrímur hafi verið svo úti að aka í vörnum sínum fyrir Iceseifinum sínum að hann hafi farið með getgátur til að breyta umræðunni...

Enda svo sem bara vonandi að Sjálfstæðið fái réttmæta gagnrýni í skýrslunni eftir ósköpin í þessari byltu.

En að grafa sig niður 7 fet í jörð og byrja svo að moka yfir eins og þau parið Steingrímur og Jóhanna vinna að hörðum höndum, tja..

Helst vildi ég geta sloppið við að horfa upp á það..

Jón Ásgeir Bjarnason, 8.3.2010 kl. 13:08

4 Smámynd: SeeingRed

Hugsunin eftir að horfa á Silfur gærdagsins...við er glötuð, þetta lið veit ekkert hvað það er að gera, hvorki stjórnin og sérstaklega ekki stjórnarandstaðan, fáránleiki sandkassaorðræðunnar hefur sjaldan opinberast skýrar en við það að hlusta á blessað fólkið þrasa fram og aftur út í eitt. Á meðan mesta eignatilfærsla sögunnar á sér stað fyrir framan nefið á okkur er okkur boðið upp á frasa og klisjur þar til manni verður ómótt af hroðanum.

SeeingRed, 8.3.2010 kl. 13:36

5 identicon

Ég hefði viljað sjá Egil í Silfrinu í gær ganga eftir því sem Birgitta sagði við Jóhönnu að hún hefði algerlega hundsað tillmæli þess sem stýrir samninganefndinni um að tala alls ekki niður þjóðaratkvæðagreiðsluna því það myndi veikja samningsstöðu íslands. Jóhanna og Steingrímur hafa því bæði unnið gegn tilmælum samninganefndarinnar opinberlega....og tala svo um að stjórnarandstaðan sýni ekki samstöðu??? Er ekki eitthvað mikið að hér??? Mér finnst mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að þeir sem ekki taka mið af því sem samninganefndin leggur til eru sjálfur forsætis og fjármálaráðherra og þvælast þar með hreinlega fyrir að góður árangur náist!!

katrinsnaeholm (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 16:36

6 Smámynd: SeeingRed

Þessir vitleysingar allir með tölu...afsakið orðbragðið, þvælast hver fyrir öðrum þjóðinni til ógagns, Birgitta var sú eina sem hafði eitthvað vitrænt fram að færa. Flestir löngu búnir að átta sig á að hægri eða vinstri skiptir ekki máli lengur, úrelt hugsun fortíðar og þeir sem fastir eru í þeim forarpytti ennþá þurfa að fara að átta sig á fólk er komið með upp í kok af innihaldslausum frösum og gjálfri pólitíka.

SeeingRed, 8.3.2010 kl. 17:28

7 Smámynd: Sigurjón Jónsson

vandamál okkar íslendinga er

Langlundargeð

Þjónkun við kúgun stjórnvalda

tómlæti um framtíð barna okkar

undirlægjuháttur við útlendinga

leti og framtaksleysi

Vakna þú þjóð mín

Sigurjón Jónsson, 8.3.2010 kl. 21:24

8 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Langlundargeð

Við látum sjtórnvöld og fyrirtæki troða á okkur endalaust án þess að segja múkk

Þjónkun við kúgun stjórnvalda

Við látum bankana og ríki og sveitarstjórnir taka af okkur vexti skatta og gjöld sem við fáum ekkert fyrir í staðinn

Tómlæti um framtíð barna okkar

Við látum hirða af okkur eigur okkar og þar með eyðileggja framtíð barna okkar.

undirlægju háttur við útlendinga

Við bjóðum erlendum fyrirtækjum skattívilnanir og afslátt á orkuverði, í stað þess að láta þau borga meira en Íslensk fyrirtæki.

Leti og framtaksleysi

Okkur dettur ekki í hug að framkvæma neitt sjálf, engum hefur dottið í hug að stofna Íslenska álverksmiðju. Það var lögfræðingur frá Ameríku sem stofnaði Norðurál og hann vissi ekkert um álver. Við vitum allt um álver en gerum ekki neitt.

Guð er ennþá Danskur.

Við erum aumingjar

Vakna þú þjóð mín

Sigurjón Jónsson, 8.3.2010 kl. 21:36

9 Smámynd: SeeingRed

Já, og eins gott að þjóðin vakni af ódáinssvefni sínum fljótt, bráðum verður það of seint.

SeeingRed, 8.3.2010 kl. 22:43

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bjarni var fjandi sperrtur í Silfrinu og ég held bara að hann hafi hrifið áhorfendur.

Eiginlega er ég nú á því að hann tæki sig betur út sem forsætisráðherra en Jóhanna.

Á mynd.

Árni Gunnarsson, 8.3.2010 kl. 22:51

11 Smámynd: SeeingRed

Bjarni á eftir að gera hreynt fyrir sínum spillingardyrum, fyrr getur hann ekki gert sig breiðan, held að hann sé áhyggjufullur yfir skýrslunni ógurlegu sem styttist í að birtist alþjóð.

SeeingRed, 8.3.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband