10.3.2010 | 03:05
ÞEGAR SNJÓTITTLINGUR DEYR.
Margir eru svo heppnir að halda með liðum. Manchester, Val, Ferrari, kvennalandsliðinu, fjarðabyggð, múhameð, MH, Boltafélagi Bolungarvíkur, vinstrinu eða sjálfstæðisflokknum. Tryggustu áhangendurnir tala um liðið í 1stu persónu jafnvel þó víðs fjarri sé. Einstaka sinnum stíga leikmenn niður fæti og er það stórviðburður í lífi margra, jafnvel eitt handtak dugir ævilangt. Og í þessum liðsheildarheimi þýðir ekkert bæði og, annaðhvort ertu með eða á móti. Jafnvel þó brögð séu í tafli, enginn þiggur innkast sé víti í boði. Fáranlegt að deila við dómarann, miklu betra að múta honum. Og þegar sannleikskornin loks falla er allt týnt til sem liðinu er til vegsauka en hitt látið vera. Og þannig flytur trúin fjall eftir fjall eftir fjall.
LÁ
Athugasemdir
Takk fyrir. Þetta fannst mér skemmtilegt.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.3.2010 kl. 14:59
Tryggð þeirra sem halda með íþróttafélagi, endist ævina alla og meira til. Pólitíkin er svipuð.......Minnir mig á söguna NÝJU FÖTIN KEISARANS.
( Er Snjótittlingurinn floginn á vit feðra sinna ? )
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 21:44
"Lítið er lunga
í lóuþrælsunga"
sagði Staðarhóls- Páll í kersknivísunni frægu um konu sína- ljótt af honum.
Er ekki pólitískur þroski þjóðar vorrar kominn á það stig að nú hæfi ekki lengur að eigna sér sparkfærni og tæknimistök liða ofar þriðju deildar á Englandi?
Ég bið um vel ígrundað svar.
Árni Gunnarsson, 11.3.2010 kl. 12:53
Þú færð svar, Árni, að sjálfsögðu. Það er svona:
Íslendingur sat á kvisti
átti gull og græna og missti
Hæ og hó, korriró
gleymdist meðan Mammon gisti
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.