STJÓRN HINNA "VINNANDI STÉTTA" GERÐI RÉTT.

Launadeila flugumferðarstjóra hefur varpað ljósi á augljósan hlut.  Verkfallsvopnið á ekki upp á pallborðið hjá þjóð sem er í bullandi hremmingum.  Engri stétt, og alls ekki hálaunastétt, er sæmd af því að leggja niður vinnu eins og sakir standa.  Um það er þverpólitísk sátt, meira að segja á alþingi.  Ummæli forsprakka flugumferðarstjóra hitta hann sjálfan fyrir, vona bara að stéttarsystkini hans séu meðvitaðri um skyldu sína.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í den tid, fóru flugumfrtðarstjórar í Bandaríkjunum í verkfall.  Þá var forseti, vestur þar, Robert Nixon.  Hann hafði engar vöflur á, en rak heila gengið, eins og það lagði sig. Þvínæst kallaði hann herinn inn.  Þar var þrautþjálfað lið, m.a. frá Berlínardeilunni...Síðan hafa engvar sögur farið af verkföllum flugumferðarstjóra í Bandaríkjunum.  Mín skoðun er sú, að Nixon er einn besti forseti, sem ríkt hefur í Bandaríkjunum. Talaði tæpitungulaust um hlutina, svo allir máttu skilja.

Þorður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 08:47

2 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Sæll Lýður. Ég tek undir hvert einasta orð hjá þér.

Tómas H Sveinsson, 12.3.2010 kl. 19:28

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Á þessari stundu er mesti terrorinn fyrir venjulegan borgara að komast ekki hratt og örugglega frá landinu. Maður fær bara innilokunarkennd við tilhugsunina.

Gísli Ingvarsson, 12.3.2010 kl. 20:24

4 identicon

Þetta útskýrir etv eitthvað stöðuna sem flugumferðarstjórar eru í  og er athyglisverð lesning: http://www.bsrb.is/files/620711851Ann%C3%A1ll%20kjaradeilunnar%20F%C3%8DF.pdf (sá þetta á einu blogginu í fyrradag)

Það hefur greinilega aldrei verið "réttur tími" fyrir stéttina til að standa í kjarabaráttu!

Og þórður varðandi bandarísku flugumferðarstjórana þá var það Ronald Regan sem rak þá árið 1981 (hann telst víst seint til beztu forseta USA, leitaðu að Air Traffic Controllers).  Á þeim tíma voru það Alríkislög í USA að opinberir starfsmenn máttu ekki fara í verkfall, og er líklega enn.  Sem sagt ólöglegt verkfall.  Það vandamál sem hann skapaði er að koma í ljós í USA núna næstum 30 árum síðar! Þetta stafar af því í USA voru 2 stéttarfélög flugumferðarstjóra og var þetta félag með flesta félagsmenn nýútskrifaðra flugumferðarstjóra frá árunum 1968-1981 s.s. vinsælla félagið.  Því er staðan sú í USA núna að næstu 10 árin fara svo margir flugumferðarstjórar á eftirlaun að það er EKKI NOKKUR LEIÐ að þjálfa upp nægjanlega marga flugumferðarstjóra til þess að fylla í skörðin þó svo ALLIR flugumferðarstjórar frá hernum verði teknir inn í þessi störf!! (sjá HÉR undir 'Carreer Information'-> 'United States' ). Starfandi flugumferðarstjórar í USA hafa ekki verið færri síðan 1981 þegar næstum helmingur flugumferðarstjóra voru reknir.  Á sama tíma hefur flugumferð aukist gríðarlega.  Laun flugumferðarstjóra í USA eru ekkert sértaklega há en tekjurnar hjá þeim eru mjög miklar.  Þeir ná nefnilega að hífa launin sín upp um allt að 80% með mikilli yfirvinnu og með allri þessari yfirvinnu eru þeir vissulega orðnir hálauna stétt líkt og er hérna heima en ég hef það fyrir satt að algengt sé að flugumferðarstjóri vinni yfir 50 tíma í mánuði í aukavinnu að meðaltali sem segir að ca 1/3 af heildartekjum þeirra er vegna yfirvinnu. 

Jú þeir eru líklegast heppnir að fá að vinna svona mikla aukavinnu!  En spurning hvort það sé rétt því ég hef heyrt að yfirvinna sé mjög takmörkuð í nágrannalöndunum okkar!  Af hverju ætli það sé? 

Að öðru leyti hef ég ekkert sérstakt um þetta að segja nema það að fyrirtæki í útflutningi hafa verið að hækka laun sinna starfsmanna til að gera vel við sitt fólk.  Nema kannski opinber fyrirtæki.... EN BÍDDU VIÐ:  Ríkið á næstum öll fyrirtæki á landinu beint eða óbeint í gegnum bankana og yfirtekin eignarhaldsfélög.  Við erum á góðri leið að verða ein stór Kommúna. 

Matti (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 23:19

5 identicon

Vagnstjórinn á til að rugla saman bandaríkjaforsetum en þegar kemur að kínversku keisurunum og kommúnistaleiðtogunum er hann óskeikull.  Matti bregður góðu ljósi á sögu kjaradeilna flugumferðarstjóra og ríkisins.  Þekki þetta að nokkru úr kjaradeilum eigin stéttar þar sem vinnutími og vaktir hafa löngum verið stagbætt með skammtímalausnum.  Málið er samt þannig vaxið að miðað við þjóðfélagsaðstæður ættu öll launa- og hagsmunasamtök að leggja verkfallsvopninu um sinn.  Það er að minnsta kosti mín skoðun.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband