FJALLABRÆÐUR Í HEIMABYGGÐ.

Flateyri við Önundarfjörð er með þekktari dreifbýliskjörnum enda þar jafnan mikill atgangur.  Í gærkvöldi var atgangurinn góður enda sjálfir Fjallabræður mættir í heimabyggð.   Var öllu til tjaldað og íþróttahúsið kúfyllt.  Fjallabróðir númer eitt sleit barnsskónum á Flateyri og litlu betri en ég á hljóðfæri þegar við áttumst fyrst.  Nú orðinn töluvert betri heillaði hann sal gærkvöldsins með styrkri stjórn, röggsamur og lítillátur í senn.   Fjallabræður eru fyrirbæri, einhverskonar alþýðleiki sem skírskotar til hjartans.   Í þeim sameinast ís og eldur, kvóti og kvótaleysi ásamt farfuglinum sem fer ekki raskat.   Þakka bræðrunum kraftmikla kvöldstund og eftirminnilega.  Megi þeir aldrei þagna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Flateyri við Önundarfjörð er með þekktari dreifbýliskjörnum

Lýður, hvers vegna notarðu ekki gamalt og gott orð um þitt ágæta byggðarlag og kallar það einfaldlega "ÞORP". Ég segi fyrir mig; það er allt í lagi að mynda og nota ný orð en er það framför að nota orðið "DREIFBÝLISKJARNI"

Flateyri er með þekktari þorpum á landsbyggðinni.

Hvað segirðu um þessa setningu?

Lýður, ég tek það fram að ég bý í þorpi sem heitir Þorlákshöfn

Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.3.2010 kl. 17:21

2 Smámynd: Lýður Árnason

Sæll, Sigurður Grétar og þakka ábendinguna.  Nota þó gjarna orðið "dreifbýliskjarni" um þorp sem búið er að sameinast öðrum þorpum.  Í mínum huga er þorp sjálfstætt samfélag en kjarni hluti af heild.   

Kveðja, LÁ 

Lýður Árnason, 15.3.2010 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband