15.3.2010 | 04:04
MINNI LÁN, MEIRA TRAUST.
Í Silfri dagsins kom loksins málsmetandi maður og fræddi landslýð eilítið um okkar svokölluðu lánsþörf. Hún sé í raun engin og mun betra að auka traust fjárfesta á landinu með einbeittri skuldajöfnunarstefnu. Í raun er þessi boðskapur ekkert annað en almenn skynsemi en síbyljan um einangrun og frystingu atvinnulífsins hefur ruglað okkur í ríminu á sama hátt og icesaveumræðan. Þessi maður sagði reynsluleysi þjóðarinnar vera meginorsök undanlátsseminnar við lánadrottna og verði ekki á breyting fari að hrikta í meginstoðum samfélagsins, tiltók hann sérstaklega löggæslu og menntun. Alþingismenn ættu að veita svona varnaðarorðum athygli og afgreiða þau ekki sem "annarlegar hvatir", það gæti leynst í þeim sannleikskorn.
LÁ
Athugasemdir
Ég gat ekki skilið betur en, auk þess sem þú nefndir, að um væri að kenna stjórnleysi og hringlandahætti.
Jóhann Elíasson, 15.3.2010 kl. 08:47
Jú, jú, Jóhann Elíasson, og við getum bætt við dómgreindarleysi og samstöðuleysi, ístöðuleysi, áhugaleysi og kjarkleysi.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 12:07
Hm. málsmetandi maður ? Það eru nú ekki allir sammála um það.
Finnur Bárðarson, 15.3.2010 kl. 15:44
Má vera, Finnur, að draga megi málsmat þessa manns í efa en sú afstaða sem hann viðraði er að minnsta kosti innlegg í umræðuna sem bæði rétt og vert er að gaumgæfa.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 20:48
Lýður! Þú skuldar mér pening!
Úmbarúmba (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 09:30
Félagi úmbarúmba! Maður böggar ekki hundsyrgjandi mann með veraldlegu klinki. Skammastu þín þó ég sakni þín! LÁ
lydur arnasaon (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.