SKAPAR FIRNINGIN EIGNARÉTT?

Mikil áhöld eru uppi um firningarleið samfylkingar í sjávarútvegi, hvort hún vegi að atvinnugreininni í heild og síðan hvernig hún skal útfærð.  Vissulega er hér um viðleitni að ræða og markmiðið að ná sjávarauðlindinni "aftur" til þjóðarinnar.  En endurúthlutun þeirra aflaheimilda sem "firnast" er mjög á huldu og skapar óvissu.  Annar hængur á þessari leið er að næstu valdhöfum, hverjir sem þeir verða, er í lófa lagið að "firna" til baka og skila útgerðunum aftur þeim veiðirétti sem tapast.  Þannig er þessi leið dæmd til að verða einskonar pingpong milli kjörtímabila.  Versti ágalli firningaleiðarinnar er þó sá að með firningu er verið að viðurkenna eignarétt sem hvergi er getið í stjórnarskrá.   Hótanir útgerða um skaðabætur eru máttlausar sé farið eftir núgildandi stjórnarskrá en firning gæti breytt þessu.  Guðbjörn Jónsson skrifar um þetta ágætan pistil á Eyjunni og bendir ennfremur á að lögin um kvótaframsal heimila flutning veiðiréttar milli skipa en ekki sölu.  Sem þýðir að bein sala aflaheimilda er ólögleg.   Sem aftur þýðir að einhverjir hafa óáreittir og spakir fengið að stunda iðju sína, annaðhvort vegna sofandaháttar stjórnvalda eða í þeirra skjóli.  Og nú er best að þegja áður en köngulóin fer að ókyrrast. 

LÁ   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst á hans pistill hér á blog.is. Mjög gódur pistill.

Sammála (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 05:51

2 identicon

http://gudbjornj.blog.is/blog/bubbi/entry/1031190/

Sammála (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 05:52

3 identicon

Sæl félagi. Hver hefur nú verið að hræra í þér kallinn 

 "Versti ágalli firningaleiðarinnar er þó sá að með firningu er verið að viðurkenna eignarétt sem hvergi er getið í stjórnarskrá."

Þú þarft að skýra þetta aðeins út, hvað áttu við með þessu. Ég myndi frekar vikja kalla þetta leiðréttingu.  Ég tel að nafnið eitt og ,sér fyrningarleið, sé rangt yfir þá hugsun sem menn hafa í því sambandi að innkalla kvóta á löngum tíma og endurúthluta. Guð forði eins greindum manni og þér að ætla að fara í einhvern orðhengilshátt í þessum málum minn kæri vinur. Það er ekki bara samfylkingin sem talar fyrir endurúthlutun kvótans. Þú mátt ekki láta samfylkinguna fara svona mikið í taugarnar á þér þó þeir vilji ganga í Evrópusambandið.

kv sig haf

sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 13:19

4 identicon

Sæll, félagi Hafberg.  Orðið firning er notað um eign sem rýrnar í verðgildi.  Þú mátt kalla aðfinnslu mína orðhengilshátt en ég óttast að einmitt þessi orðhemgilsháttur verði snagi fyrir slæga lögfræðinga og af þeim er nóg.  Skorti samfylkingunni hugrekki til að nota "rétta orðið" eins og innköllun er það miður.  Fullyrðing þín um að samfylkingin fari í mínar fínustu vegna afstöðu til ESB er hárrétt, skárra væri það nú.

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband