24.3.2010 | 02:52
JAKKAFATAKLÆDDUR ÓSTÖÐUGLEIKASÁTTMÁLI.
Formaður samtaka atvinnulífsins sat fyrir svörum í kastljósi kvöldsins. Fann skötuselsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar allt til foráttu og ljóst af máli hans að úthlutunin skipti meira máli en magnið. Borðliggjandi að hugur þessa manns er að koma ríkisstjórninni frá og koma þannig í veg fyrir allar umleitanir í sjávarútvegi. Þó kvótaframsalið hafi skuldsett atvinnugreinina upp í rjáfur talar þessi maður eins og hann hafi vit á efnahagsmálum, þó menn hafi veðsett erlendum sem innlendum bönkum aflaheimildir talar þessi maður um stöðugleikaógn, þó heilu byggðirnar séu sviptar atvinnurétti talar þessi maður um hagræðingu, þó fiskveiðiauðlindin sé í stjórnarskrá skráð sem þjóðareign telur þessi maður böl að ráðherra vilji breyta til í úthlutun þessara verðmæta. Einhverntíma, þegar almenningur gerir sér grein fyrir gríðarlegri arðsemi sjávarfangs, er auðskilinn sá varnarmúr sem hagsmunaaðilar mynda. Allur þessi styrr væri ekki til staðar nema vel væri í pottinn búið. Enda hika hagsmunaaðilar ekki við að bera fé í fólk og flokka, upphæðirnar tala sínu máli. En formaður samtaka atvinnulífsins er ekkert annað en flokksgæðingur, jakkafataklæddur óstöðugleikasáttmáli og ónýtt vegljós hverjum íslendingi.
LÁ
Athugasemdir
Það að útgerðin skuldi 300 milljarða, sem nú séu í eigu erlendra kröfuhafa, segir allt um hversu ábyrgir þessir menn voru í fjármálum sínum og kvótakasínói.
Eina leiðin til að bjarga auðlindinni er að taka þetta af þeim. Sennilega best í að gera það svoan með að yfirtaka eina tegund í einu.
Það þarf að byrja á því að ógilda þann hæstaréttardóm, sem á sínum tíma leyfði mönnum að færa óveiddan fisk til bókar og veðsetja svo. Þar liggur brotalömin.
Í framtíðinni á svo að gefa út kvótavilyrði eftir veiðireynslu, þannig að allur kvótinn verði ekki afhentur, heldur skipt í 4 hluta t.d. Næsta hluta verði ekki úthlutað fyrr en viðkomandi kvótaþegi er búinn að fiska fyrsta hlutann sjálfur. Svona allowance eins og unglingar í usa fá svo þeir eyði ekki öllu á einum degi.
Það verður að taka á þessum mönnum eins og óvitum. Það er líkt þeim að beyta hryggleysingjanum Vilhjálmi fyrir sig. Þeir hafa hótað efnahagshryðjuverkum í hvert skipti sem fyrning er nefnd. Fyrir það á að stefna þeim.
Ég er ekki viss um að fyrningaleiðin, sé nægilega huguð. Sennilega best að gera þessa eignatilfærslu yfir nóttu og leigja með minnkandi afslætti næstu fimm ár eða svo til að veita sanngjarna aðlögun. Útgerð greiði þá 15% af verði fyrsta ár 30% næsta etc. Afsláttaleið.
Þessi 300 milljarða skuld sýnir að þessum þrönga hópi er ekki treystandi fyrir peningum og kvóti er ekkert annað en peningar.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 06:53
Ég er ekki viss um að fyrningaleiðin, sé nægilega hugsuð.
...átti að standa þarna.. huguð á svosem við líka. Afsakið villurnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 06:57
Ólínu í sjávarútvegsmálin------STRAX!!!
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 12:13
Já, félagar, margt er í stöðunni og það eitt alvont að gera ekkert.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 12:44
Sjá, skötuselsmaðurinn kom upp um sig, enn engin talar um það nema bloggarar. Hvað og hver ræður hann til starfa og hver getur sagt honum upp? Hvaða fjöldi liggur á bakvið SA og þá stefnumörkun sem þeir fara eftir?
þórir karl (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 16:54
Held, Þórir Karl, að Vilhjálmur sé leiksoppur afla sem bæði réðu hann og reka. Greyinu er ætlað að viðra skoðanir ákveðinna hagsmunahópa hvurs stefnumörkun er aðeins ein: Viðhald eigin hagsmuna.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.