HAMAR & SIGÐ Á ÍSAFIRÐI.

Furðulegum fundi um firningaleið í sjávarútvegi lauk á Ísafirði í kvöld.  Bæjarstjóri Ísfirðinga sýndi það dómgreindarleysi að stjórna fundinum sem í ofanálag leyfði hvorki  fyrirspurnir né frammíköll.  Að erindi verkalýðsleiðtogans undanskildu, voru framsögurnar einlitar og einhliða.  Þingmaður vinstri grænna lýsti starfi endurskoðunarnefndar sem samkvæmt öðrum frummælanda var tóm lygi.  Endurskoðandi Deloitte  sagði það sem andstæðingar firningar vildu heyra en skondnastur var þó síðasti frummælandinn, háskólaprófessor og fyrrum sumarleyfissjómaður.  Sá reiknaði út álögur á landsmenn komi til firningar.   Reikniformúlan var hin besta skemmtan og ræðuhaldið líkara sýningu en sjónarmiði.  Enda sagði spekingurinn útreikninga sína óhrekjanlega.  Skemmtilegur fír.  Eftir á var svo haldinn aukafundur að frumkvæði Ólínu Þorvarðardóttur en þá voru sjálfstæðismenn gengnir.  Í samantekt má segja að sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið virðist ekki í sjónmáli.   Markmið kvótahafa er að halda fengnum hlut, afskrifa skuldir en ekki aflaheimildir.  Málflutningur þeirra um hrun útgerðanna komi til breytinga er ósannfærandi og markaður af einkahagsmunum þó reynt sé að láta annað í veðri vaka.   Fundur kvöldsins sýndi að áhugi á vitrænni umræðu er enginn.  Þegar aðilar koma að málum einungis með eigin heill í huga er ekki von á góðu og gildir það almennt.  Firningarfólk ætti hinsvegar að pæla í hvert fyrsta verk nýrra stjórnvalda yrði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Síðasta málsgrein þessarar færslu var afar stutt.

Hún var þó það eina í öllum pistlinum sem kom mér til að standa upp og fá mér kalt vatn að drekka. Ég var nefnilega komin í hættu með að fá aðsvif.

En í stuttu máli þá er kvótaveldið nú búið að átta sig á því að þessi fundaherferð er lokatilraun og baráttan er að mestum líkindum töpuð. 

Hin magnaða yfirlýsing formanns SA var kannski síðasta rekan á kistuna.

Árni Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 05:39

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Landsbyggðin er að átta sig á því að afætulýður í skjóli ríkisvalds ætlar að ræna landsbyggðina lífsbjörg sinni fiskimiðunum. Við upphaf kvótakerfisins 1984 kom það skýrt fram og eru til bæði blaðaskrif og upptökur frá þeim tíma að sjómannasamtökin voru ekki að afsala sér neinum rétti til veiðiréttarins og hlutar í honum til framtíðar þótt þau samþykktu lögin um stjórnun fiskveiða.Faxaflói er lítill hluti fiskimiðanna og ríkið getur hirt hann og leigt síðan afætulýðnum í R.vík afnot af honum.Annar hluti strandlengjunnar er hluti af öðrum sveitarfélögum og á ekki að vera í höndum Ríkisins og afætulýðsins.Vestfirðingar sem aðrir landsbyggðamenn og landsbyggðasveitarfélög eiga ekki að hlýta því að afætulýðurinn í kringum Seltjarnarnesið ræni þá veiðréttinum í skjóli ríkisvaldsins .Það þarf engum að koma á óvart þótt þeir sem hafi sitt lifibrauð af Ríkinu ætli að styðja rán ríkisins á landsbyggðinni.Lifi Vestfirðir. 

Sigurgeir Jónsson, 25.3.2010 kl. 08:24

3 identicon

Fundurinn á Isafirði í gærkvöldi, sem var í boði LIU, með kaffi og vöfflum með rjóma, var alger móðgun við heilbrigða skynsemi.------Að fundi loknum lét flotinn úr höfn.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 08:28

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það þarf greinilega ekki að ganga mikið á greindarvísitöluna til að ræða þetta mál, hvað þá að hafa hugmynd um hvað það snyst, eins og sést á málflutningi Sigurgeirs. No offence.

Mig hreinlega svimaði og varð að fá mér vatnsglas eins og Árni vinur minn Gunnarsson.

Ég bíð spenntur eftir frekari biblíuskýringum á þessari opinberun og dómsdagspá Sigurgeirs.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 08:50

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var eitt sinn hlynntur því að kvótinnn sé tekinn af útgerðunum upp í skuldir. En nú er ég á móti því.

Ástæðan: Ef ríkið tekur kvótann upp í skuld við bankana merkir það að ríkið sé að viðurkenna auðlindina sem eign útgerðanna. Ef ríkið er að viðurkenna auðlindina sem eign útgerðanna er ríkið jafnframt að lýsa því yfir að auðlindin sé ekki þjóðareign.

Þess vegna vil ég að kvótinn verði bara tekinn af útgerðunum, punktur. Skuldirnar standi óbreyttar eftir.

Theódór Norðkvist, 25.3.2010 kl. 11:00

6 identicon

Til að tryggja að þjóðin fái arðinn af fiskveiðunum, þarf að bjóða veiðiheimildir út á Evrópska efnahagssvæðinu. Annars verðað það íslensku auðrónarnir sem skammta sér afgjaldið. Samkeppni er það sem gildir.

Rosabaugur (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 14:17

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég get eiginlega tekið undir með honum Theódór, bara að innkalla þetta og ekkert múður.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.3.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband