BÆJARVAKTIN.

Fönklisti spaugaranna fékk á sínum tíma tvo bæjarfulltrúa á Ísafirði.  Óvænt en samt.  Spaugframboð Jóns Gnarr sýnir svo nú að gamni fylgir alvara og alþýðuhetjan hugsanlega að raska valdahlutföllum borgarinnar.  Hverfi framsókn og frjálslyndir af sjónarsviðinu og Jón haldi fast við sinn keip að verða borgarstjóri er handritið fullkomið.  Kolsvart gaman.  Megi Jón hala inn sem flestum, hann hefur áður staðið vaktir og hvers vegna þá ekki bæjarvaktina?  Áfram Jón!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öllu gamni fylgir nokkur alvara.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 04:06

2 identicon

Jú, jú, Doddi Koddi, og Jón kann á því tökin að allri alvöru fylgir líka grín.

lydurarnason (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband