28.3.2010 | 01:51
HVAÐ GERA FISKARNIR ÞÁ?
Þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið segir Jóhanna. Djörf tillaga að láta jafn vitlausa þjóð ákvarða slíkt. Hálfgerðan skríl sem hefur lítinn skilning á tannhjólum atvinnulífsins. Það er nefnilega þannig að þegar kemur að kviku samfélagsins er varasamt að hafa bolinn með í ráðum. Bolurinn gerir engan greinarmun á því sem ætti að vera og því sem er. Með tilkomu hans gæti brennideplinum verið hnikað og þá er fjandinn laus. Gerum okkur grein fyrir því að kvótakerfið er þungamiðja íslensks efnahagslífs og fregni fiskarnir af breytingu á því synda þeir allir umsvifalaust út fyrir landhelgi. Nema hvað.
LÁ
Athugasemdir
Lýður minn!!
Lýðnum er treystandi!!!...nema hvað? Við höfum oft fallið fyrir fagurgala, en ekki meir, ekki meir.!!!
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 09:33
Það er ekki verið að tala um að taka allt af útgerðinni,heldur að jafna möguleika landsmanna á að bjarga sér og stofna ný lítil arðbær fyrirtæki.Ég veit ekki betur en þessi ofurbjargvættir þjóðfélagsins ( útgerðirnar ) hafi staðið fyrir tilfærslu á kvóta frá landsbyggðinni sem kostaði hundruð ef ekki þúsundir manns allt sitt og í framhaldi veðsett hann þar byrjar hrunið fyrst .Það fór víða byggð næstum í eyði og fólk neyddist til að forða sér suður eignalaust og byrja uppá nýtt.
Ég er á því að þeir sem hafa það á orði að venjulegir landsmenn séu of heimskir og ekki treystandi til aðkjósa um framtíð landsins,eigi að horfa sér nær og meta eigin gáfur því það er heimskur og fáfróður maður sem telur sig æðri öðrum.
Friðrik Jónsson, 28.3.2010 kl. 10:15
Hehehe, góður Lýður!!! Tryggjum að Jóhanna standi við stóru orðin: www.þjóðareign.is
Verður erfitt fyrir hana að hunsa það ef stór hluti þjóðarinnar krefst þjóðaratkvæðis um málið.
Þórður Már Jónsson, 28.3.2010 kl. 13:24
Friðrik Jónsson. Stjórnmálamenn orða aldrei beint fávizku landsmanna en falli straumurinn ekki að þeirra markmiðum er matreiðslan þannig að málefnið henti ekki í þjóðaratkvæðgreiðslu. Dómgreind þjóðarinnar meta stjórnmálamenn þannig eftir því hvernig hún fellur að þeirra eigin málstað.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 14:18
Það átta sig flestir á því hvernig stjórnmálamenn hugsa orðið og ansi margir að átta sig á því líka að dómgreindin klikkaði all hressilega í síðustu kostningum,enda erfitt að velja forystu ef hún kemst upp með að ljúga sig til valda.
En með því að svíkja kjósendur þá eru þeir að segja það beint út að fólk sé vitlaust,enda hefur stjórnin ekki þjóðina bakvið sig lengur og fer vonandi sem fyrst frá.
Friðrik Jónsson, 28.3.2010 kl. 15:17
Takk fyrir skemmtunina, Lýður Árnason.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.3.2010 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.