VAXANDI TUNGL.

Vetrartökum á kvikmyndinni Vaxandi Tungl er nú lokið.  Mannskapurinn brá sér því í bæjarferð og sletti úr klaufunum eftir vel heppnaðar kvikmyndatökur.  Síðustu tökurnar voru í nótt þar sem Pálmi Gestsson át Elvu Ósk upp til agna.   Segjast verður að þessi iðnaður er ákaflega skemmtilegur þó oft reyni á.  Myndin lýsir hamagangi fjölskyldu utan af landi og er kynnt sem fjárfestingartækifæri fyrir aflögufæra.  Safnað var hlutafé og ætlunin sú að bíósókn færi fjárfestum aur sinn til baka.  Um leið og ég þakka öllum sem trú höfðu á verkefninu og lögðu hönd á plóg minni ég á að aðeins er flautað til hálfleiks. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband