15.4.2010 | 01:50
AFSAKIÐ, AFSAKIÐ, AFSAKIÐ.
Ei dugar afsökunarbeiðni nauðgara nema af sé sprellinn. Afsökunarbeiðnum rignir nú yfir landann í bland við öskustó. Fólk afsakar sig með tíðaranda og stemningu en borgar hvorki né segir af sér. Formaður sjálfstæðisflokks átelur sjálfan sig fyrir einhverjar flugferðir en tekur þó fram að þar var hann ekki alþingismaður heldur að sinna viðskiptaerindum. Og telur síðan að í prinsippinu sé í lagi að stunda hvorttveggja. Hann verður kannski í hlutverki lögmanns þegar verja þarf öll flokkssystkinin? Nánd forsetans við viðskiptalífið er sömuleiðis augljós en sjálfur sér hann enga frágangssök. Varpaði icesavemálinu eftirminnilega í dóm þjóðarinnar en lætur hana ekki njóta vafans þegar eigið skinn er í húfi. Varaformaður sjálfstæðisflokks og viðskiptaráðherra hrunstjórnarinnar reyna að bíða af sér storminn. Bæði verulega veðruð feta þau í fótspor Árna Johnsen og geyma flísarnar heima. Og Dabbi undir pálma, páfinn sjálfur. Séðastur er þó gaurinn í neðra spúandi eldi og athyglisbresti yfir landsmenn. Sá kann til verka enda í samkeppni við almættið.
LÁ
Athugasemdir
Ég biðst afsökunar.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 02:11
Er hægt að fara að lögum Spillts Alþingis eru það ekki ólög
Séðastur er þó gaurinn í neðra spúandi eldi og athyglisbresti yfir landsmenn.
Snilld
Æsir (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 14:15
Mannstu fréttina frá Danmörk um karlinn sem fór út í búð og kaupti sér sóffasett með afborgunum. Svo lenti hann í vandræðum með afborganir. Það var til þess, að konan hans, sem var ráðherra, þurfti að segja af sér embætti???!!!
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 15:09
Að segja afsakið.....er engan veginn nóg.
Það á að taka á þessu spillingarliði, svo að það skilji málin.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.4.2010 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.