16.4.2010 | 01:25
FÓLK DAGSINS.
Kona dagsins er fyrrum forseti vor, Vigdís Finnbogadóttir. Ferill hennar í embætti var flekklaus og reisn yfir orðum hennar og gjörðum. Eftirmælin verða góð. Maður dagsins er Björgvin G. Sigurðsson. Með brotthvarfi af þingi axlar hann loks ábyrgð. Tel stærstu sök Björgvins vera þá að hafa kortlagt sig ranglega og tekist á við verk sem hann skorti burði til og reynslu. Ekki sízt í því árferði sem var. Tel hann ekki eiga afturkvæmt á þing og sjálfan vita það manna best. Vona hann sæti þó ekki dómi. Þeir sem það eiga að gera eru hinsvegar forkólfar hrunflokkanna þriggja og ekki sízt fyrrum formaður framsóknarflokksins. Sá maður hefur valdið þjóðinni ómældum skaða, ekki bara með dómgreindarbresti heldur einnig stórkostlegum leiðindum. Að því leyti gekk Davíð þó heill til skógar. En þó firning ráðherraábyrgðar firri einræðisherrana veraldlegum dómi verða eftirmælin væntanlega í samræmi við viðskilnaðinn.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.