ÚTI ER ÆVINTÝRI.

Laufin falla nú hvert af öðru á alþingi og gætu fallið fleiri.  Sjálfstæðisflokkurinn er eins og laukur, lagskiptingin sem tekur við litlu skárri en sú sem fór.  Kvenpeningurinn táraðist svo á flokksfundum dagsins og mikil dramatík þegar mistökin loks voru viðurkennd.   Auðvitað er gott þegar fólk skynjar sinn vitjunartíma en reiður almúginn verður líka að leita hófs, mótmælastöður við heimahús eru t.d. utan velsæmis.  Hvort hreinsunarhrina stjórnmálanna sé nú loks hafin skal ósagt en mikið held ég að sumum líði betur að axla sína ábyrgð og gangast við hinu óumflýjanlega.  Og þó fráfærurnar hafi á henni tímamörk held ég flestir viti að ei verði aftur snúið.   

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sammála, en það þarf meira til en að laufin falli.

Skógin þarf að grisja svo illgresið dafni ekki á skóagarbotninum.

Einar Örn Einarsson, 18.4.2010 kl. 02:36

2 identicon

Hvaða frétt er maður að lesa núna, að bankarnir gætu farið á hausinn án þess að Seðlabankinn vissi það.Bankarnir voru einkavæddir aftur hverjir eiga þá Samfylkingin ásamt Baugs mafíunni ekkert hefur breyst semsagt Samf og VG vilja einkavæðingu með sínu fólki,  þess vegna var Davíð og hinir 2 settir af. Þeir sem sátu í gömlu baukunum voru gerðir aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar. Bið um aðra skýrslu 2 seinustu ár.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:22

3 identicon

Sammála þér, Einar að skóginn þarf að grisja og það almennilega.  Sigurbjörg vill greinargerð síðustu tveggja ára og sér aðra rúllettu í uppsiglingu með nýju fólki.  Þetta er rétt og eina lausnin fyrir þjóðina persónukjör með flokkum eða án.

LÁ 

lydurarnason (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband