METORÐ FYRIR ÞÖGN.

Gætum að einu.  Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar eins og þeir eru?  Afhverju heyrast enn húrrahróp í kringum fólkið sem brást, afhverju öll þessi faðmlög og saknaðartár?  Engar mótbárur, hvorki æmt né skræmt.  Hvers vegna þegir innvírað flokksfólk yfir öllum ósköpunum?  Hvar er aðhaldið?  Augljóslega er eitthvað ekki að verka í flokksstarfinu, einhver loki á skoðanaskipti og gagnrýni.  Einstaka sinnum kveða ungliðar sér hljóðs en þegar komið er hærra upp í tröppuna þagnar allt og verður einóma bergmál af því sem gustar frá toppnum.   Ástæða þessa þagnargildis hlýtur að vera vegna metorða sem annars myndu glatast.  Sjálfur álpaðist ég eitt sinn á súpufund fyrir kosningar og spurði um brottkast fiskjar.  Andrúmsloftið þyngdist á augabragði og menn litu mig illu auga, jafnvel þeir sem áður höfðu orðað þetta við mig.  Hjarðhegðun er ágæt í náttúruhamförum en í stjórnmálum þarf sjálfstæða hugsun.  Þetta hafa stjórnmálaflokkar vanrækt og því ná engir hér frama nema framlengingarsnúrur og meðaljónar.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Lýður, það er sagt að ein leið til þess að mæla lýðræðið, sé að meta hversu miklar líkur sé á að þú fáir refsingu í einhverju formi ef þú kemur með skoðun sem valdhöfum þóknast ekki.

Í kvöldfrettum Stöðvar 2  kom fram Gunnar Sigurjónsson prestur í Kópavogi og gagnrýndi oddvita síns flokks. Hvort sem það var réttmæt gagnrýni eða ekki þá ber það vott um kjark. Hvernig gagnýninni verður tekið er svo annað mál.

Það segir hins vegar nokkuð um fjölmiðlana, að ég hefði ekki átt von á að Stöð 2 fjallaði um ágreinig innan Samfylkigarinnar. Hvað svo sem það segir nú um tengls pólitíkur og stjórnmálaflokkana, eða hversu heppilegt er að útrásarvíkingar eigi enn fjölmiðla á Íslandi til þess að verja flótta sinn.

Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2010 kl. 21:10

2 identicon

Umhugsunarefni er að samfylking og sjálfstæðisflokkur telja sig enn eiga sitthvað ógert á vettvangi stjórnmálanna og fá í krafti fjölmiðla að spóka sig sem slíkir.  Margt miklu meira spennandi er í gerjun en því er kerfisbundið haldið frá fólki.  Breyting á eignarhaldi fjölmiðla er nauðsynleg og í því hafði Davíð rétt fyrir sér þó markmið hans hafi kannski verið annað en ást til almennings.

LÁ 

lydur arnason (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 21:37

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er að gerjast hjá mér viss óbeit á stjórnmálaflokkum. Þetta lýsir sér sem mikil ógleðistilfinning þegar sést til þessarra aðiæja á þessum halelúja samkomum.

Þarna er fólk að koma saman og tigna sinn "guð" eða því sem næst. það er allavega mín sýn á málið. Dramadrotningar stíga á stokk og byðja hjörðina afsökunar en ekki þjóðina. Þetta er verra en versta martröð, þetta er raunveruleikinn sem blasir við manni í hverjum fréttatíma og á hverjum miðli.

Ég hef megnustu óbeit á þessu "fólki" sem telur sig vera yfir okkur hin hafin. Þetta "fólk" sem kemur á fjögurra ára fresti til að bjóða okkur góðann dag og betla atkvæðin okkar svo það geti haldið áfram að fyrirlíta okkur. Þegar kosningum lýkur þá er þetta "fólk" komið inní fílabeinsturninn og er hætt að heilsa manni útá götu. Það hefur fengið atkvæðið sem það óskaði sér. Nú er "fólkið" á sínum stalli að tala niður til hinna, "þið eruð ekki þjóðin" er sú setning sem ég kem til með að muna. Aldrei kosi þann flokk sem hafði þá dramadrotningu innanborðs, feginn ég.

Hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá er ég með enn fullkomnari skoðanir en áður á því hvernig pólitíkusar ega að vera, og að sjálfsögðu líka hvernig ekki...

Nú vil ég helst vera ópólitískur en það er nú varla hægt þar sem pólitíkin er eins og eldfjallaaskan, smýgur alsstaðar inn ef einhversstaðar er rifa hversu smá sem hún er.

Lifið heil

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.4.2010 kl. 22:04

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

 aðiæja átti að vera aðilja...

Afsaka innsláttarvillurnar...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.4.2010 kl. 22:05

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ekki leggja fæð á fólk. Það skilar engu. Til þess að fella skoðanir þess að skoðunum þínum Ólafur þarf samræðu. Slík samræða er dæmd til að mistakast, ef hún hefst á orðunum: Heilalausu asnar!.

Liður í að efla lýðræðið er að hindra að sífellt verði til stétt nomenklaturu, hópur jábræðra í pólitíkinni, þar sem framgangurinn er tryggður með þögn og skoðanaleysi.

Sigurbjörn Sveinsson, 19.4.2010 kl. 22:50

6 identicon

Meiriháttar blogg hjá þér, Lýður.  Sömuleiðis eru athugasemdirnar meiriháttar.  Mig langar til að bæta við skoðunum Syrmis Gunnarssonar sem hann lét í ljós við Rannsóknarnefndina:  "Ég er búinn að fylgjast með þessu í fimmtíu ár.- - - Þetta er ógeðslegt þjóðfélag...Þetta er allt ógeðslegt.- - - Það eru enginn prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt.  Það er bara tækifærimennska,- - - valdabarátta"

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 23:30

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Tek fram að ég fór yfir það sem ég ritaði hér fyrir ofan og sá hvergi minst á "heilalausu asnar" sem Sigurbjörn Sveinsson talar um.

Það er hinsvegar svo að mér hefur ekki flogið þvílíkt í hug og ætla ég ekki að falla í þá gryfju. Það sem býr að baki mínum skrifum eru orð og ekki síst framkoma stjórnmálamannanna sjálfra. Þessháttar framkoma eins og stjórnmálamenn þeir er undanfarið hafa verið að "segja af sér" er ekki til þess fallin að auka traust mitt á stjórnmálamönnum.

Ég var einusinni í framboði fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk og það geri ég líklega ekki aftur. Tek fram að ég segi líklega ekki...

Í mínum huga er reyndar til eitthvað sem segir mér að stjórnmálamenn í atkvæðaleit tali á ákveðinn hátt til almennings en á bakvið talsmátann er öllu verri hugsunarháttur. Þetta er það sem stjórnmálin hafa gert mér núna síðustu ár. Vona ég svo sannarlega að fólk fari að hætta að berja á trommur fremst í skrúðgöngu flokks sem gerir ekkert fyrir þá, en það er þekt meðal sjálfstæðismanna að þeir sem bölva sjálfstæðisflokknum mest milli kosninga eru fremstir í skrúðgöngum þeirra fyrir kosningar. Þessir sömu menn byrjuðu svo aftur að bölva sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Svona er átrúnaðurinn mikill.

Ég get ekki lagt fæð á fólk sem er ekki vitibornara en þetta, þeim vorkenni ég hinsvegar vegna fáfræðinnar og einverunnar sem umlykur það.

Það var líka einn þingmaður eða hvort hann hafi verið ráðherra (man ekki) sem sagði snemma á tuttugustu öldinni þessa setningu "Guð blessi Ísland þegar mentamennirnir byrja að stjórna"

Held hann hafi ekki vitað hvað hann hafi haft mikið rétt fyrir sér.

Það er nefnilega orðið þannig að menn þurfa að menta sig svo mikið fyrir hvert það starf sem viðkomandi vill hafa að ekki kemst meira fyrir í kollinum. Svo þegar sá hinn sami klúðrar einhverju þá er krafist meiri mentunnar þegar sá næsti er ráðinn. Ekki nema von að svona er komið fyrir þjóðinni. Vona bara að menn fari að vakna og sjá að það er til líf eftir sjálfstæðisflokkinn, samfylkinguna, framsóknarflokkinn, vinstri græna, og hvað þeir heita allir þessir flokkar...

Svo er ekki hægt að sjá að hér sé mikið lýðræði þegar "foringjar" flokkanna ega að ráða hvað hjörðin gerir. Það sér það hver vitiborinn maður að sjálfstæð hugsun er grundvöllur lýðræðisins. Því ef ekki er sjálfstæð hugsun þá staðnar allt, öll umræða verður eins og uppþornuð tjörn. Það sem fór verst með lýðræðið í heiminum er áróður, áróðurinn sem flokkarnir henda yfir mann fyrir kosningar og ég allavega hendi beint í endurvinsluna :)

Það verða allir að vera eins gera sömu hlutina og hvaðeina. Ef einhver er öðruvísi þá fær hann ekki vinnu og gildir einu hvort hann er færasti aðilinn í starfið eða ekki. Klíkuskapurinn er allsráðandi hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Þetta er raunveruleikinn sem við höfum í dag, hinn pólitíski raunveruleiki.

Þetta fer allveg með þjóðfélagið á endanum eins og sást í hruninu. Mannlegi þátturinn gleymdist og er ekki fundinn enn nema hjá fámennum hópi óbreyttra borgara. Svo er bara að vona að fólk fari að vakna og sjá þetta.

en þetta er bara von Sigurbjörn, og hana hef ég. Á meðan flokkarnir eru eins og trúfélög þá hef ég ekkert við þá að gera og lifi bara áfram mínu lífi og rita svona pistla og svör við öðrum pistlum. Ég er lífsglaður og sé morgundaginn bjartari en daginn sem var að líða, þökk sé uppeldinu sem ég fékk. það sést líka á þjóðinni að ekki hlutu allir sama uppeldi, sem betur fer að sumu leiti.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.4.2010 kl. 23:43

8 identicon

Heilaleysi eða ekki, saman tekið hefur menntun verið ofmetin og líkast nokkuð til í því sem Ólafur segir að rými heilabúsins sé takmarkað.   Menntun er farvegur hugsana og hætt við að fólk missi yfirsýn sé of langt gengið.  Sammála Sigurbirni að fæð skili litlu en óneitanlega er gremjulegt að tindátar hrunsins séu velflestir enn uppistandandi.  Þórður bendir svo á orð Styrmis Gunnarssonar um hugsjónaleysi þjóðfélagsins en það mein tel ég mest í efri lögunum, bolurinn er hinsvegar bjargfastur.

lydur arnason (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband