20.4.2010 | 00:47
AFTURGÖNGUR AF ÞINGI.
Þingmenn standa nú frammi fyrir drastískum ákvörðunum. Hvarf þeirra af vettvangi, jafnvel þó aðeins sé um stundarsakir, getur kostað þá þingsætið. Kastljósið beinist að öðrum og víst að margir eru um hituna. En afleysarar þeirra brotthlaupnu eru sumir hverjir einnig í þeirri stöðu að "þurfa að gera grein fyrir sínum málum". Hraunlög spillingar og tortryggni virðast því fleiri en eitt. Hversu langt þarf að flysja laukinn er spurn og líklegast heillavænlegast að skipta hreinlega um ávöxt. Gengnir þingmenn eru þó menn að meiri og ákvörðun þeirra mun ýta við fleirum. Ég spái utanríkisráðherra síðustu göngunni og jafnvel ganga aftur.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.