ENDURSKOÐANDINN Í KAUPMANNAHÖFN.

Einn er sá maður sem kvalið hefur íslenzka þjóð ótæpilega, ekki bara með stjórnvaldsákvörðunum heldur einnig leiðindum.  Sem guðfaðir gjafakvótakerfisins rak hann fleyg í þjóðarsálina sem enn situr.  Hann fíraði upp húsnæðislánunum, innleiddi einræðistilburði í stjórnmálum, flokksræði og einkavinavæðingu.   Uppskar loks forsætisráðherraembættið en hélst þar skemur en til stóð.   Þessi maður heitir Halldór Ásgrímsson og situr nú á friðarstóli í Kaupinhafn, að sjálfsögðu á opinberri framfærslu.   Oft hefur andað köldu frá Halldóri og sagði mér kunningi að eitt sinn í viðtali hafi myndavélin hætt að ganga.   Engu að síður hvet ég fréttamenn að sækja Dóra heim um leið og loftleiðin opnast og inna hann álits á eigin endurskoðun. 

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er ekki rétt að þú sem læknir farir með fréttamanni til að heimsækja Halldór.Jónas frá Hriflu fékk heimsókn frá lækni, sem taldi að pólitískar skoðanir Jónasar væri geðveiki.Sagan hefur á hinn bóginn sýnt það að trúlega var það læknirinn sem var ruglaður.

Sigurgeir Jónsson, 21.4.2010 kl. 08:32

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áhrif Halldórs á samfélagið voru skelfileg og þar bar mest á tveim vandamálum. Það fyrra tengist því sem þú bendir á og hefur kostað þessa þjóð miklu meira en miðlungs náttúruhamfarir. Hitt tengist því hversu ótrúlega leiðinlegur maðurinn var. Það eyðilagði daginn fyrir fólki þegar hann gerði vart við sig og tók til máls.

Ég held að hann hafi ekki komið sér upp "innra eftirliti" Lýður.

Árni Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 10:00

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég hef fyrir satt að Halldór sé með skemmtilegri mönnum í einkalífi. Það fer svo auðvitað eftir hans eigin smekk hverjum hann skemmtir. Eitt sinn var ég á jólaskemmtun Foreldrafélags Ölduselsskóla. Þar kynnti Jónína Bjartmarz í kjólfötum en Halldór og Sigurður G. Tómasson voru ólátabelgir á hliðarlínunni. Krafðist það nærveru og spuna alla skemmtunina. Í fám orðum fóru þeir á kostum. Steingrímur J. rappaði með Foreldrakórnum og stóð sig ekki síður en í ræðustól Alþingis.

Ég held það yrði besta skemmtun að Lýður færi til Hafnar að hitta Halldór.

Sigurbjörn Sveinsson, 21.4.2010 kl. 10:37

4 identicon

Ykkur er í mun að ég fari og sæki drösulinn heim og aldrei að vita nema maður taki með sér brennimark, nóg er til af röskunum.  Má vera að Halldór sé skemmtin þó ekki sé það opinbert, hefði þó kosið hans fingraför á einhverju öðru en stjórnmálum.

lydurarnason (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 18:47

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er með ólíkindum hvað þessi maður hefur lítið þurft að svara fyrir sínar gjörðir.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.4.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband