22.4.2010 | 02:07
DR. JEKYLL AND MR. HYDE.
Formaður sjálfstæðisflokks hélt því fram á hádegisfundi í Valhöll í dag að velflestir þingmenn sætu á þingi sem fulltrúar einhverra hagsmuna, nefndi bónda fyrir bændur og verkalýðsforkólfa fyrir launafólk þessu til áréttingar Auðvitað er þetta rétt, fólk berst fyrir ákveðnum hagsmunamálum eða eru sérstök verkefni hugleikin. Það sem skilur á milli feigs og ófeigs í þessum efnum eru umsvifin. Fólk sem hefur mikinn persónulegan ábata af stjórnvaldsaðgerðum ætti ekki að taka slíkt að sér. Og ótækt er með öllu að stjórnmálamaður geti sett sig í nýjar og nýjar stellingar eftir tilefni, þarna er ég í golfferð sem jarlinn af Pógó, þarna er ég í veiðferð sem herra LÍÚ sem og þarna á trippi sem herra Ísland. En þegar ég er alþingismaður er flibbi minn hreinn. Svona trakteringar eru óboðlegar nema nánustu viðhlæjendum. Mér sýnist kvika sjálfstæðisflokksins eiga langt í land, þeir annaðhvort neita eða vilja ekki sjá samhengi hlutanna. Spurningin er hve lengi grasrót flokksins sættir sig við þetta hnoð.
LÁ
Athugasemdir
Bjarni B talar loksins smá satt orð og Gylfi greyið í gær og ekkert þarf að orðlengja það skilaboðin voru skýr. það er allavega betra að vita það að hinn venjulegi almenningur á eingan málssvara á alþingi hvað þá ríkisrjórn / altt eru þetta kostaðir klíku flokkar og persónur / hér eftir er krafan þinglýst kosningaloforð / eða nýr flokkur , flokkur manneskjunar og skynsemi fyrir þjóð , nema kanski Þor saari og Birgitta
Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 13:59
Alþingismaður sem kosin er af fólkinu í landinu á að vinna fyrir fólkið í landinu. Hann fær laun sín greidd af skattpeningum fólksins. Vilji einhver vinna sérstaklega í þágu einhvers hagsmunahóps þá ræður hann sig í vinnu hjá þeim hópi.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 22.4.2010 kl. 14:21
Sæll Lýður og gleðilegt sumar, í Belgíu varð stjórnarslit í dag vegna kjördæmabreytinga,
eftir að Matti Bjarna,þorvaldur Garðar,Sighvatur og Steingrímur Hermans hættu þá tókst eyðilegginga öflunum að setja klakan á hausin,öll þau gildi sem fyrrverandi þingmennirnir okkar gerðu er búið að eyðileggja, það er t.d. alltof mikið af fjölmiðlafólki úr Háskóla með próf úr einföldum greinum,tengsl við landsbyggðina verður hverfandi á komandi árum.
Bernharð Hjaltalín, 22.4.2010 kl. 18:29
Sælir drengir. Ásgeir segir málsvara okkar á alþingi kostaða klíkuflokka en dregur út þingmenn Hreyfingarinnar. Honum sammála og ekki síður orðum A. Kúld. B. Hjaltalín gerir gömlu gildin að unmræðuefni enda ljóst að eitthvað hefur skroppið úr skaftinu með nýrri kynslóð.
Kveðja, LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 20:57
Ég er búinn að vera í léttu taugaáfalli frá síðustu yfirlýsingu formanns Sjálfstæðisflokksins. Þessi maður skal alltaf vera með tærnar uppí sér þegar hann bullar. Það er alveg nýtt fyrir mér, að þingmenn séu kosnir fyrir félagasamtök eða stofnanir. Það er alveg nóg að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er að mestu samansettur af atvinnustjórnmálamönnum, sem ekki vita hvað snýr upp eða niður. Og kunna ekkert ef þeir missa vinnuna.
Það er verk að vinna - - - Styðjum Hreifingunna.
S
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 23:29
Já, Þórður... Líkast væri góð byrjun fyrir okkur pólitísku útlagana að sameina Hreyfinguna og Frjálslynda....
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.