24.4.2010 | 11:44
LÍFEYRIR ÚT UM GLUGGANN.
Lífeyrissjóðir tilkynna nú hver um annan þveran lækkun lífeyrisgreiðslna. Ástæðan fjárhættuspil með inneignir sjóðsfélaga, ævisparnað sem á að vera helgur og ætíð í tryggri ávöxtun. Framámenn lífeyrissjóða hafa samhliða spákaupmennskunni orðið uppvísir að vegtyllum innan viðskiptageirans og sumir teygað lífsnautnabikarinn ótæpilega. Líklegt er að skerðingar lífeyrisgreiðslna verði miklu meiri en látið er í veðri vaka og þessi margumtalaði bakhjarl mun veikbyggðari en hingað til hefur talist. Þessi umgengni forvígismanna er víti til varnaðar og leiðir hugann að þeirri spurningu hvort betra sé að fólk ávaxti pund sitt sjálft, að minnsta kosti sem valkost.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.