NIÐURNJÖRVAÐUR NJÖRÐUR.

Njörður Pé er aftur kominn út á ritvöllinn.  Vís orð hans frá í fyrra er öllu áhugafólki um lýðveldið í fersku minni.  Nú liggja fleiri upplýsingar á borðinu og styðja þann sannleik sem við blasti eftir hrunið.  Áminning Njarðar nú  snýr að stjórnlagaþingi inniberandi ferskt fólki með nýjar hugmyndir og sýn.  Hann hafnar matseðli flokkanna og segir lýðræðið dautt í þeirra umsjá.   Þessum sannleik er markvisst haldið frá þjóðinni og eiga fjölmiðlar þar sök.  Pláss þeirra fer að megni til í að halda gömlu flokksdruslunum á lofti og birta sjálfgerðar kannanir um ágæti þeirra og fylgi.  Formenn ruslflokkanna fá ómældan tíma og svigrúm til að básúna að fólki að ekkert annað sé í stöðunni en þeir og þeirra hraukar.   Afsökunarbeiðnir og afsagnir eru gagnslausar ætli þetta fólk sér ekki annan starfsvettvang.   Er því innilega sammála Nirði P. Njarðvík og tel mikið mark á honum takandi, reyndar svo mikið að kallinum er eiginlega niðurnjörvað að fara í framboð.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Lýður. Alveg sammála þér með það að flokkarnir eru ekki lýðræðislegar stofnanir og erfitt að ástunda þar lýðræðislegar athafnir. Man óljóst eftir einhverri speki í Nirði fyrir nokkuð löngu síðan en hef ekki séð neitt til hans núna. Hvar var hann að skrifa? Ég er eiginlega hætt að nenna að lesa blöðin þau eru svo yfirþyrmandi leiðinleg sem er óskiljanlegt  eins og gaman er að lifa. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.4.2010 kl. 21:28

2 identicon

Sæl, Kolbrún.  Njörður vill að við hefjumst handa eins og fólkið undir gosstöðvunum og djúphreinsum, kattarþvottur dugir ekki.  Blöðin eru yfirfull af andlitum sem ættu að heyra sögunni til en endurreisnin er langhlaup og okkar hlutverk að halda haus.

lydurarnason (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 14:56

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

uhm þá gerum við það kv.Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.4.2010 kl. 15:11

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hægri menn svonefndir hafa lagt sig mikið fram við að klína stimpli kommúnismans á Njörð. Það signet dugar öllum sanntrúuðum til að afskrifa allar ályktanir frá því fólki. Við þetta finnst mér að Njörður megi vera sáttur.

Kommúnista er einstaklingur sem býr við þá fötlun hugafars að mótmæla því að Davíð hafi lagt sig fram við að forða bankahruninu allt frá fermingu.

Árni Gunnarsson, 25.4.2010 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband