25.4.2010 | 16:38
EGGIN ÆTLUÐ ÖÐRUM.
Mikið hefur verið rætt um tengsl stjórnmálaflokka við viðskiptablokkir, sjallar og Landsbankinn, samfylking og Baugur og framsókn og svokallaður S-hópur. Áhangendur flokkanna reyna að bæta eigið böl með því að benda á annað og þannig er birtingarmynd almennings: Við slæmir en hinir verri. Fólk er löngu hætt að fylgjast með þessum hverfastríðum enda blindgata þeirrar stjórnsýslu sem við viljum losna við. Forgangsröðun mála á alþingi endurspeglar þó þann veruleik að hverfastríðin verða háð enn um sinn. Ekki skortir á vilja alþingismanna að bregða brandi en flestir lifa enn í þeirri villu að ætla eggina öðrum.
LÁ
Athugasemdir
Hér með skora ég á þig Lýður að fara í pólitík,þú ert mjög málefnanlegur og rökfastur penni.Þaug blogg sem ég hef lesið hér er þú hefur ritað eru skörp og þá um leið athyglisverð og segja hlutina einsog þeir eru. Ekki veit ég hvaða flokki þú ættir samleið með ,en vinstri grænir koma þar sterkt inn að mínu mati,og ekki eru þeir bendlaðir við hrunið.(spurning hvort að flokkasystemið eigi að ver lengur við líði,það þarf eitthvað annað en svona valdablokkaflokkssystem.)
Númi (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 22:38
Það er ekki spurning hvort þú ferð í framboð, heldur hvar. Ég er sammála því sem Númi setur innan sviga.
Þórður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 00:28
Þakka traustið, félagar, og hrósið. Aldrei að vita hvernig verkast en spennandi tíma tel ég framundan og mikla gerjun.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.